Fréttablaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 32
Þjóðminjasöfn eiga
með réttu að endur-
spegla sögu þjóðarinn-
ar. Þannig er British
Museum eitt stærsta
þjófabæli heims enda
var breska heimsveldið
duglegt við að kúga fá-
tækar þjóðir á stórveldistíma sínum
og ræna þau sögunni.
Saga Íslands er varðveitt við
Suðurgötuna og þótt húsið myndi
varla rúma nema bara grísku deild
breska safnsins fann maður óneit-
anlega til þjóðarstoltsins þegar
gengið var inn í safnið. Íslendingar
hafa ætíð verið stoltir af sögu sinni
og menningu og stært sig af þjóð-
erni sínu á erlendri grund. Telja
sig komna af miklu siglingakyni
sem vann sér það helst til afreka að
ramba á Ameríku á árabát.
Þegar gengið er um safnið við
Suðurgötuna er fátt sem minnir á
þennan glæsta tíma í sögu þjóðar-
innar. Hvergi er eitt víkingaskip að
sjá né annað sem minnir á hina stór-
kostlegu landvinninga Eiríks rauða
og Leifs heppna, sem þó fékk eitt
besta styttustæðið á Íslandi. Þar
vantar einhvern neista, innslög sem
fær fólkið af Lego- og Playmo-kyn-
slóðinni til að hrópa upp yfir sig af
undrun: „Vá, sigldu þeir um á svona
bátum?“
Ekki var heldur neinn minnis-
varði um íslenska hestinn sem verið
hefur einn þarfasti þjónn þjóðar-
innar svo öldum skiptir. Hefði ekki
verið nær að gera risastóra eftir-
mynd af Gunnari á Hlíðarenda á
hestbaki í fullum herklæðum sem
smáfólkið hefði gapað yfir og dáðst
að? Og í ljósi upplifunarinnar hefði
það beðið um húslestur upp úr Njálu
í stað Kapteins Ofurbrókar fyrir
svefninn. Og hvar var eiginlega ís-
lenski fjárhundurinn sem selst fyrir
morðfjár í Bandaríkjunum? Að ekki
sé talað um íslensku kindina sem
fætt hefur landsmenn og klætt frá
örófi alda.
Þjóðminjasafnið kveikti engan
rómantískan þjóðarblossa heldur
kvað hann frekar í kútinn. Í stað
þess að magna upp sögur af hetjum
fornaldarinnar sat eftir minning um
þjóð sem er, þegar öllu er á botninn
hvolft, frekar smá í samfélagi þjóð-
anna.
Vetrar
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!