Fréttablaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 42
Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele AFSLÁTTUR 30% Miele gæði ÞVOTTAVÉL frá kr. 99.900 Sigfús Páll Sigfússon, leikmaður Fram, bíður eftir niður- stöðu í viðræðum við Val en hann vonast til að ganga til liðs við Íslandsmeistarana sem fyrst. Sig- fús staðfesti þetta við Fréttablaðið í gær en vildi annars lítið tjá sig um málið. „Valur og Fram eiga að leysa þetta, ég er ekkert að skipta mér að þessu, það er ekki beint mitt mál að leysa málið,“ sagði Sig- fús í gær. Hann hefur ekki mætt á æfingu hjá Fram eftir sumarfrí en æfir einn í staðinn. Hann er orðinn langþreyttur á málinu. „Þetta er búið að taka dágóðan tíma og auðvitað er þetta leiðin- legt,“ sagði miðjumaðurinn sem tók þó fram að hann gæti stundað golf af meiri móð en áður, sér til ánægju. Valur bauð í Sigfús fyrr í sumar en því tilboði var snarlega hafnað. Valsarar fengu þau skilaboð að til- boðið væri alltof lágt. Jón Eggert Hallsson, formaður handknatt- leiksdeildar Fram, sagði við Frétta- blaðið í gær að síðan þá hefði ekk- ert tilboð borist frá Val. Framarar vilja að Sigfús mæti á æfingar hjá félaginu. „Við erum óánægðir með að hann mæti ekki á æfingar. Þetta er líka mjög slæmt fyrir hann sjálfan, hvar svo sem hann spilar næsta vetur. Mér finnst það vera áhyggjuefni að hann sé að missa af undirbúningstímabilinu, hann þarf að undirbúa sig eins og aðrir,“ sagði Jón. Hann segist jafnframt ekkert vita af hverju Sigfús vilji yfirgefa félagið. „Ég hefði áhuga á að heyra það líka. Hann hefur ekkert viljað tala við mig, ég veit ekki af hverju og skil þetta hreinlega ekki,“ sagði Jón, sem segir Sigfús ekki tilbúinn til að mæta á fundi með sér. Sigfús sagðist hafa mætt á einn fund vegna málsins. „Hann neitar að mæta á fundi og sendir foreldra sína eða lög- fræðing þess í stað. Við höfum átt ótalmarga fundi með þeim en ekki fengið nein gild rök fyrir því af hverju hann vill fara,“ sagði for- maðurinn sem játti því að fleiri lið á Íslandi hefðu spurst fyrir um Sigfús. Jón viðurkennir að Framarar séu byrjaðir að undirbúa sig undir það að Sigfús spili ekki með liðinu á komandi tímabili. „Hann er að minnsta kosti samningsbundinn okkur en við erum farnir að skoða í kringum okkur ef að svo fer sem horfir að hann spili ekkert, við erum með plan B,“ sagði Jón en Framarar eru að skoða útlend- ingamál þessa dagana. Sigfús Páll Sigfússon vonast til að ganga í raðir Vals frá Fram. Hann vill ekki segja af hverju hann mætir ekki á æfingar hjá Safamýrarfélaginu sem leitar arftaka hans. Viðræðum Fram og Vals miðar hægt áfram. Birgir Leifur Hafþórsson skýtur mönnum eins og Colin Montgomerie, Sergio Garcia og Padraig Harrington ref fyrir rass þegar tölfræði yfir hittnar flatir á Evrópumótaröðinni er skoðuð. Birgir er þar í 20. sæti með 13,1 flöt af 18 að meðaltali hitta á hverjum hring. Angel Cabrera er efstur með 14,2 flatir hittnar. Birgir slær að meðaltali 71,44 högg að meðaltali á hring og er í 72 sæti, hann hittir 61,8 prósent flata og er í sæti númer 96 en er neðarlega með pútt á hring, 30,6 talsins í 148. sæti. Birgir er í 181. sæti á mótaröð- inni sjálfri en til að öðlast áframhaldandi þátttökurétt þarf hann að vera í sæti númer 115 eða ofar. Í 20. sæti yfir hittnar flatir Ólafur Örn Bjarnason sagði í samtali við norska fjölmiðla um helgina að hann teldi helmingslíkur á að hann yrði áfram hjá Brann. Fyrr í sumar sagði hann að hann myndi örugglega fara en hann segir nú að málið sé undir Brann komið. „Ef Brann kemur með áhuga- vert samningstilboð gæti vel verið að ég yrði áfram. Við munum örugglega setjast niður og ræða málin en eins og þetta blasir við mér eru helmingslíkur á að ég verði áfram og helmings- líkur á að ég fari,“ sagði Ólafur Örn um framtíð sína. Helmingslíkur að ég fari Miðjumaðurinn Igor Pesic hefur yfirgefið herbúðir Fram. Hann lék níu leiki með lið- inu í deildinni og brenndi meðal annars af tveimur vítaspyrnum. Ríkharður Daðason, formaður meistaraflokksráðs Fram, sagði við Fréttablaðið í gær að Pesic hefði ollið nokkrum vonbrigðum í sumar en málið hefði verið leyst í fullkomnu jafnvægi milli aðila. Túlkunaratriði á samningi Pesic, sem féll honum ekki í skap, var síðasta hálmstráið í ákvörðun hans um að fara. „Hann var pirraður á gengi liðsins, eins og aðrir, auk þess sem honum fannst hann ekki spila eins vel og hann á að geta. Hann tekur leikinn alvarlega, enda atvinnumaður á Íslandi, en það hefur verið þungt í honum í einhvern tíma. Þá þurfti ekki mikið til og smáatriði í samningi hans sem hann var ósáttur með byrjaði umræðu hvort hann ætti ekki bara að fara,“ sagði Rík- harður. „Gengi liðsins í sumar hefur valdið vonbrigðum og hann er engin undantekning. Við teljum okkur ráða við að missa hann og pirringur hans var farinn að dreifa úr sér. Því var þetta niður- staðan og við ætlum að þjappa hópnum enn betur saman í stað- inn. Ekki veitir af enda erum við komin í slæm mál,“ bætti Rík- harður við. Ólafur Þórðarson, þjálfari Fram, segir vont að missa leik- mann úr hópnum. „Það er ekki gott að missa leikmenn í þessum slag sem við erum í en svona er þetta. Óánægðir leikmenn eru samt engin viðbót fyrir okkur.“ Fram fékk á dögunum til sín tvo leikmenn, Henrik Eggerts og Henry Nwosu. Þrír erlendir leik- menn eru fyrir hjá Fram, Alex- ander Steen, Hans Mathiesen og Patrik Redo. Fram er í níunda og næstneðsta sæti Landsbanka- deildarinnar með átta stig. Það fær ÍA í heimsókn í deildinni annað kvöld. Kominn með nóg og heldur heim

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.