Fréttablaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 21
Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri ferða- skrifstofunnar Bjarmalands, stendur fyrir septemberferð til Moskvu í samstarfi við félagið MÍR (Menningartengsl Ísland og Rússlands). „Siglt er frá Moskvu eftir Volgu til borgarinnar Ast- rakhan við Kaspíahaf,“ segir Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Bjarma- lands. „Að því hafi liggja Íran, Kasakstan, Túrkmen- istan, Aserbaídsjan og Rússland. Þetta er langt ferða- lag eða 2.700 kílómetrar, sem jafngildir því ef siglt væri frá Íslandi til Portúgals.“ Að sögn Hauks tekur ferðin fjórtán daga og hefst 10. september með flugi til Frankfurt am Main í Þýskalandi. Þar verður farið í um þriggja klukkutíma skoðunarferð með rútu á meðan beðið er eftir fluginu til Moskvu. Þar, og það sem eftir er ferðarinnar, verð- ur farið í skoðunarferðir um hverja borg undir leið- sögn Hauks, sem er lærður leiðsögumaður. „Við byrjum á að skoða Moskvu þar sem 15 milljón- ir manna búa, en í seinni tíð er hún orðin að gríðar- legri menningar-, sögu- og viðskiptamiðstöð,“ segir Haukur. „Jafnframt því er hún orðin að miðpunkti fyrir samgöngur Samveldisríkjanna eins og þau heita nú. Svo verður farið til Kasan, höfuðborgar Tatarstans, Tataralýðveldis í Rússneska sambandsríkinu. Síðan til Simbírsk, sem áður hét Úljanovsk, þar sem Lenín fæddist og safn um hann heimsótt. Auk þess verða merkilegar söguminjar skoðaðar í borginni Volgo- grad eða Stalíngrad eins og hún kallaðist áður.“ Að auki er boðið upp á fullt fæði og ýmsa afþrey- ingu um borð í skipinu sjálfu, sem er 200 metra langt og tekur 260 farþega. „Félagslífið er í blóma, einkum á kvöldin,“ útskýrir Haukur. „Þá eru, auk veitinga- staða, barir og diskótek höfð opin og hægt að skella sér á dansleik. Svo er staðið fyrir hinum og þessum skemmtunum. Þannig að enginn ætti að þurfa að láta sér leiðast í ferðinni.“ Hægt er að afla sér frekari upplýsinga um ferðina á heimasíðunni www.austur.com eða með því að hafa samband við Hauk í síma 848-4429. Á slóðir Stalíns

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.