Fréttablaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 38
Hljómsveitin The Viking Giant Show, sem er hugarfóstur Heiðars Arnar Kristjánssonar úr Botn- leðju, hefur gefið út nýtt lag sem nefnist The Cure. Tvö ár eru liðin síðan síðasta lag hljómsveitarinn- ar, Party at the White House, kom út við góðar undirtektir. Fjallaði það á kaldhæðnislegan hátt um þátttöku Bandaríkjamanna í Íraks- stríðinu en nýja lagið fjallar aftur á móti um náunga sem leitar lækn- inga við samkynhneigð sinni. Lögin verður að öllum líkindum að finna á fyrstu plötu The Viking Giant Show sem er væntanleg í haust. Hafa Heiðar og félagar þegar bókað sig á Iceland Air- waves-hátíðina í október þar sem platan verður kynnt enn frekar. Nýtt lag frá Heiðari Erni Hljómsveit Emils Svanängen, Loney, Dear, er ein af þeim sveitum sem spila á Airwaves-hátíðinni í október. Steinþór Helgi Arnsteinson hitti Svíann knáa í Færeyjum á dögunum og tók hann tali. Emil er frá Jönköping og hóf feril sinn með því að taka upp alla sína tónlist sjálfur sem hann seldi síðan á netinu og á tónleikum. Fljótlega myndaðist spenna í kringum sveitina í sænsku tónlistarsenunni og eftir þrjár plötur sem hljóm- sveitin gaf út sjálf gerði Loney, Dear plötusamning við Seattle- plötufyrirtækið Sub Pop. Fyrr á þessu ári kom síðan út platan Loney, Noir. Sub Pop þykir með þeim virtari í bransanum og hefur gefið út merkar sveitir á borð við Low, Nirvana, Modest Mouse, Sebadoh og CSS svo fáeinar séu nefndar. „Ég hafði ekki heyrt um þá [Sub Pop] áður en þeir höfðu samband við mig. Ég komst samt fljótlega að því að þetta var nokkuð stórt dæmi,“ útskýrir Emil rólega. Tónlistarsenan í Svíþjóð hefur hlotið mikið lof undanfarin ár en Emil veit ekki hvort það sé honum til ábata að vera frá Svíþjóð, þar sem hann hafi engan samanburð. Hann segir jafnframt að hann sé mun vinsælli utan föðurlandsins og því vilji hann breyta. „Núna erum við samt orðin ágætlega þekkt hljómsveit í Svíþjóð en til dæmis höfum við ekki spilað á einni einustu tónlistarhátíð þar í ár. Það hlýtur að segja manni eitthvað.“ Spurður hvort hann kjósi samt ekki fremur að vera lítill í Svíþjóð og stór utan hennar en stór í Svíþjóð og óþekktur utan hennar, svarar Emil því neitandi. „Ég er ekki mikið fyrir ferðalög, eða jú, kannski ferðlög, en ekki að vera að túra úti um allt. Fyrir mér væri þægilegra að spila meira í Svíþjóð. Ég er samt ánægður eins og staðan er núna. Mér finnst bara yndislegt að vera heima en núna á ég í raun hvergi heimili.“ Emil tekur samt skýrt fram að Íslendingur þurfi engu að kvíða fyrir komu sveitarinnar hingað til lands. Hann og hans hljómsveit bíði mjög spennt eftir ferðinni til Reykjavíkur. „Við verðum búin að vera í góðu fríi fyrir tónleikana og ég hlakka mikið til. Þetta er sá atburður sem ég hlakka mest til á árinu.“ Jaðarpopparinn Lee Hazlewood er látinn, 78 ára að aldri. Hazlewood er þekktastur fyrir samstarf sitt við Nancy Sinatra, dóttur Franks Sinatra, en hann samdi meðal annars smellinn hennar These Boots Are Made for Walking og flest hin lögin sem hún gerði vinsæl. Hazlewood söng einnig með kynþokkafullri barítónrödd sinni inn á þrjár plötur með henni. Hazlewood fæddist í Oklahoma í Bandaríkjunum árið 1929. Hann ferðaðist mikið alla ævi og bjó víða. Meðal annars bjó Hazlewood lengi í Svíþjóð þar sem hann tók upp nokkrar plötur, þar á meðal eina þekktustu plötu sína, Cowboy in Sweden. Þrátt fyrir velgengni og sam- starfið við Nancy Sinatra seldust sólóplötur Hazlewoods illa. Þær voru margar orðnar ófáanlegar þegar Steve Shelley úr Sonic Youth tók hann upp á sína arma fyrir átta árum og endurútgaf margar plötur hans hjá útgáfufyr- irtæki sínu Smells Like Records. Hazlewood naut í kjölfar þess mikillar virðingar innan jaðar- tónlistarsenunnar síðustu árin sem hann lifði og hóf að gefa út tónlist á ný eftir tæpra tveggja áratuga útgáfuhlé. Síðasta plata hans kom út í nóvember á síðasta ári, eftir að hann hafði greinst með krabbamein, og ber hið skemmtilega nafn Cake or Death. Fjölskylda hans biður þá sem vilja minnast hans um að styrkja Hjálpræðisherinn. Lee Hazlewood er allur SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 TRANSFORMERS kl. 5 - 8 -11 TRANSFORMERS LÚXUS kl. 5 - 8 -11 THE SIMPSONS MOVIE ENSKT TAL kl. 4 - 6 - 8 - 10 THE SIMPSONS MOVIE ÍSL. TAL kl. 4 - 6 - 8 - 10 EVAN ALMIGHTY kl. 4 - 6 DIE HARD 4.0 kl.8 - 10.45 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 MIÐASALA Á BECOMING JANE kl. 5.30 - 8 - 10.30 PLANET TERROR kl. 5.20 - 8 - 10.40 THE SIMPSONS MOVIE ENSKT TAL kl.6.30 - 8.30 - 10.30 DEATH PROOF kl. 5.20 - 8 - 10.40 7 14 16 16 7 PLANET TERROR kl. 8 - 10 THE SIMPSONS MOVIE ENSKT TAL kl. 6 - 8 - 10 THE SIMPSONS MYNDIN ÍSL. TAL kl. 6 16 !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu TRANSFORMERS kl. 6 - 9 THE SIMPSONS MOVIE ENSKT TAL kl. 8 - 10 THE SIMPSONS MYNDIN ÍSL. TAL kl. 6 ÞEIRRA STRÍÐ. OKKAR HEIMUR Sýnd í EIN BESTA ÁSTARSAGA ALLRA TÍMA BYGGÐ Á ÆVI RITHÖFUNDARINS JANE AUSTEN. BAKVIÐ ALLAR GÓÐAR ÁSTARMYNDIR ER FRÁBÆR SAGA TRANSFORMERS kl. 4, 7 og 10-POWER 10 PLANET TERROR kl. 8 og 10.20 16 SIMPSONS enskt tal kl. 4, 6, 8 og 10 L SIMPSONS íslenskt tal kl. 4 og 6 L www.laugarasbio.is - Miðasala á - bara lúxus LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR Sími: 553 2075 VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA ÁLFABAKKA BLIND DATING kl. 4 10 SHREK 3 M/- ÍSL TAL kl. 2 - 4 - 6 L SHREK 3 M/- Ensku TAL kl. 8 L OCEAN´S 13 kl. 10:10 7 ROBINSON... M/- ÍSL TAL kl. 2 L TRANSFORMERS kl. 2 - 5 - 8 - 11 10 TRANSFORMERS kl. 2 - 5 - 8 - 11 NANCY DREW kl. 6 - 8:10 - 10:20 7 GEORGIA RULES kl. 5:30 - 8 - 10:30 7 HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 - 11 10 EVAN ALMIGHTY kl. 2 L DIGITAL VIP KRINGLUNNI TRANSFORMERS kl. 4 - 7 - 10 10 NANCY DREW kl. 5:50 - 8 7 GEORGIA RULES kl. 10:10 7 HARRY POTTER 5 kl. 4 - 7 10 SHREK 3 M/- ÍSL TAL kl. 4 L KEFLAVÍK TRANSFORMERS kl. 5 - 8 - 11 7 SIMPSONS M/- ENSK TAL kl. 6 - 8 L NANCY DREW kl. 10 7 DIGITAL HJ. MBL www.SAMbio.is 575 8900 AKUREYRI TRANSFORMERS kl. 5 - 8 - 11 10 HARRY POTTER 5 kl. 5 10 NANCY DREW kl. 8 - 10 7 ÞEIRRA STRÍÐ. OKKAR HEIMUR STÆRSTA MYND SUMARSINS FRÁ MICHAEL BAY OG STEVEN SPIELBERG DIG ITAL mynd og hljó ðgæði í SA Mbí óun um Álfa bakk a og Krin glun ni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.