Fréttablaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 16
fréttir og fróðleikur Martin Sixsmith, fyrrum fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC í Moskvu, segir í nýlegri bók að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi ekki fyrirskipað morðið á Alexander Litvinenko í London í árslok í fyrra. Sixsmith telur að meðlimir í rússnesku leyniþjónustunni FSB hafi drepið Litvinenko og að um hefndarmorð hafi verið ræða. Sixsmith telur að Alexander Litvinenko, fyrrverandi meðlimur rússnesku leyniþjónustunnar KGB, síðar FSB, sem drepinn var með geislavirka efninu pólón 210 í London í nóvember í fyrra, hafi verið drepinn af hópi manna sem tengist rússnesku leyniþjónust- unni. Hann byggir þessa skoðun á rannsókn bresku leyniþjónust- unnar Scotland Yard á morðinu sem og á viðtölum við samstarfs- menn Pútíns í Moskvu og við ættingja Litvinenkos. Talið er að Andrey Lugovoy, fyrrverandi KGB og FSB-maður, hafi drepið Litvinenko. Bresk stjórnvöld hafa óskað eftir því að fá Lugovoy framseldan frá Rússlandi en stjórnvöld í landinu hafa neitað því. Yfirvöld í Bretlandi ráku þess vegna fjóra rússneska diplómata úr landi fyrr í sumar og svöruðu yfirvöld í Rússlandi í sömu mynt. Að mati Sixsmiths var morðið á Litvinenko dæmi um það sem kallað er „frumkvæði að neðan“: að einhver hópur manna í FSB hafi talið að Pútín vildi losna við Litvinenko, sem hafði gagnrýnt forsetann harðlega úr útlegð sinni á Englandi frá því árið 2000. Hann telur hins vegar ekki að Pútín hafi gefið skipun um að myrða Litvinenko. Sixsmith telur að morðið á rússnesku blaðakonunni, Önnu Politkovskayu, hafi verið skipulagt á sams konar hátt. Hún var drepin á afmælisdegi forsetans í fyrra, þann 7. október. Sixsmith telur að tvenn lög, sem rússneska þingið setti í fyrra- sumar, hafi auðveldað meðlimum FSB að láta drepa Politkovskayu og Litvinenko. Með öðrum lögunum getur forseti Rússlands látið leyniþjónustuna drepa „öfga- menn“, bæði heima fyrir og í öðrum löndum. Í hinum lögunum er skilgreiningin á öfgamanni látin ná yfir alla þá „gagnrýnendur stjórnvalda í Rússlandi sem láta út úr sér meiðyrði um þau“. Sixsmith telur að vegna þess að Litvinenko gagnrýndi Pútín þá muni stjórnvöld í Rússlandi ekki beita sér fyrir því að reyna að upplýsa hver hafi drepið hann. Blaðamaðurinn telur að ástæðuna fyrir morðinu á Litvinenko megi rekja aftur til nóvembermánaðar árið 1998 þegar Litvinenko, fjórir samstarfsmenn hans hjá FSB og rússneski auðkýfingurinn Boris Berezovsky héldu blaðamanna- fund þar sem þeir sögðu frá því að Yevgeny Khokholkov, yfirmaður hjá FSB, hefði skipað FSB- mönnunum að drepa Berezovsky í lok árs 1997. Á þeim tíma var Berezovsky einn valdamesti maðurinn í Rússlandi og var jafnvel talið að hann stjórnaði landinu í gegnum Boris Jeltsín, þáverandi Rússlandsforseta. Tilgáta Sixsmiths er að morðingjar Litvinenkos hafi viljað hefna sín á honum fyrir að hafa svikið leyniþjónustuna með því að fylgja ekki skipuninni að drepa Berezovsky og fyrir að hafa kjaftað frá því. Þessi blaðamannafundur átti eftir að hafa mikil áhrif á stjórnmálaástandið í Rússlandi, meðal annars á uppgang Vladímírs Pútín núverandi Rússlandsforseta. Eftir að Berezovsky komst að því að einhverjir í FSB hefðu ætlað að láta myrða sig sannfærði hann Jeltsín forseta um að færa Khokholkov til í starfi og reka yfirmann FSB, Nikolai Kovalyov. Berezovsky beitti sér fyrir því að Jeltsín skipaði Vladimír Pútín, núverandi Rússlandsforseta, sem yfirmann FSB í stað Kovalyovs. Á þessum tíma taldi Berezovsky að Pútín væri pólitískur samherji sinn. Berezovsky vildi að Pútín rannsakaði hver hefði viljað sig feigan og fékk hann Jeltsín til að ýta á eftir rannsókn málsins. Pútín hafði hins vegar orðið reiður þegar FSB-mennirnir greindu frá því að þeir hefðu átt að drepa Berezovsky. Sixsmith telur að Pútín hafi strax ákveðið að hefna sín á þeim. Pútín áttaði sig hins vegar á því að hann þurfti á stuðningi Berezovskys að halda ef hann ætlaði sér að verða kjörinn forseti þegar Jeltsín léti af völdum. Berezovsky beitti sér fyrir því að Jeltsín skipaði Pútín for- sætisráðherra árið 1999 og studdi sjónvarpsstöð auðkýfingsins, ORT, Pútín í forsetakosningunum árið 2000 en gagnrýndi mótfram- bjóðanda hans. Eftir að hafa sigrað í kosningunum árið 2000 byrjaði Pútín að beita sér gegn auðkýfingunum sem höfðu hagnast hvað mest á einkavæðingu ríkiseigna eftir hrun Sovétríkjanna, en Berezovsky var einn þeirra. Pútín vildi komast aftur yfir þær eignir sem höfðu tilheyrt ríkinu. Í kjölfarið byrjaði sjónvarpsstöð Berezovskys að gagnrýna valdníðslu Pútíns. Í ágúst árið 2000 bauð forsetinn auðkýfingnum að afsala hlutabréfum sínum í stöðinni til ríkisins, ellegar að fara í fangelsi því stöðin væri mjög spillt. Berezovsky neitaði og hófust málaferli gegn honum nokkru síðar þar sem hann var ásakaður um fjárdrátt. Berezovsky og Litvinenko flýðu báðir til Englands í lok ársins 2000; Litvinenko hafði einnig verið ákærður fyrir glæpi í starfi í árslok 1999. Frá árinu 2000 var Litvinenko á launaskrá hjá Berezovsky og unnu þeir að því úr útlegðinni að gagnrýna Pútín Rússlandsforseta sem hafði haft betur í valdabaráttunni við auðkýfinginn. Eitt forvitnilegasta atriðið í bók Sixsmiths er að hann segir frá því að daginn áður en eitrað var fyrir Litvinenko deildi Lugovoy, meintur morðingi hans, vínflösku með Boris Berezovsky á skrifstofu hans. Lugovoy hafði unnið fyrir Berezovsky sem lífvörður og öryggisráðgjafi. Þegar breska leyniþjónustan Scotland Yard rannsakaði skrifstofu Berezovskys komst hún að því að í stólnum sem Lugovoy hafði setið í var mikil geislavirkni eftir pólon 210. Berezovsky skilur ekki sjálfur af hverju Lugovoy eitraði ekki fyrir sér því hann átti jafn mikinn þátt í blaðamannafundinum árið 1998 og Litvinenko. Sixsmith telur að Berezovsky hafi ekki verið drepinn vegna þess að FSB-mennirnir vildu frekar drepa Litvinenko því að hann hafi verið fyrrverandi FSB-maður sem sveik samtökin og slíkt sé ekki liðið meðal meðlima þeirra. Þess vegna hafi morðið á Litvinenko verið hefndarmorð því hann hafi svikið málstað FSB. Hefndarmorð FSB-manna? Fisvélar eru margar tegundir af loftförum Fjölmiðlar og útlendingar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.