Fréttablaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 22
Barnabílstólar eru nauðsynleg-
ur öryggisbúnaður fyrir börn.
Bílaleigan Hertz og Bílaleiga
Akureyrar í samstarfi við Sjóvá
Forvarnahúsið og N1 festu nýlega
kaup á nokkrum tuga Britax-
barnabílstóla. Með þessu á að
bæta öryggisbúnað barna í útleigu-
bílum og mæta aukinni kröfu um
notkun öryggisbúnaðar fyrir börn
í bílum.
Í samstarfi við Sjóvá Forvarna-
húsið hafa í vor og sumar verið
haldin námskeið meðal starfs-
manna Bílaleigu Akureyrar og
Hertz bílaleigunnar til að auka
öryggi erlendra ökumanna auk
þess sem Sjóvá Forvarnahúsið
hefur yfirfarið þá barnabílstóla
sem notaðir eru og ráðlagt um val
á nýjum stólum. Þá mun Forvarna-
húsið leiðbeina starfsmönnum um
meðferð barnabílstóla á næstunni
og gera sérstakar notkunarleið-
beiningar fyrir erlenda ferða-
menn sem þeir fá afhentar með
barnabílstólunum svo tryggja
megi að stólarnir séu rétt spenntir
í bílinn.
Fjöldi barnabílstóla hjá bílaleig-
unum hefur verið aukinn enda var
ný reglugerð um búnað barna í
bílum gefin út en sú reglugerð
gerir auknar kröfur um verndar-
búnað barna.
Aukin áhersla lögð á
öryggi barna í bílum
Það er ekki sjálfgefið að öku-
menn kunni að þrífa bíla þó að
þeir nái ökuprófi.
Sumir skilgreina bílþvott sem eins
konar listgrein og alls ekki er
sama hvernig staðið er að því
verki. Metnaðarfullir bílaþvotta-
sérfræðingar mæla með því að
forðast notkun kústa á bílaþvotta-
stöðvum þar sem þeir geta haft í
sér sand og óhreinindi sem rispa
lakkið á bílnum. Best er að væta
bílinn með vatni, þrífa hann að
innan meðan vatnið leysir upp
óhreinindin, sápuþvo tvisvar,
skola vel og bera svo jafnvel hrað-
bón yfir í lokin. Mikilvægt er að
enda alltaf á því að hreinsa svæðið
í kringum hjólbarða og þar sem
tjara safnast, upp því ellegar er
hætt við því að þeim óhreinindum
sé dreift yfir bílinn.
Kanntu bíl að þrífa?
Smurþjónusta
fyrir allar gerðir bíla
Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla
Komdu með bílinn til okkar!
Frábær verð og góð þjónusta!
Alltaf heitt á könnunni!