Fréttablaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 2
 Ekki er talið að tjón hafi orðið þegar rafmagn fór af stórum hluta landsins síðdegis í gær. Sam- kvæmt upplýsingum frá Lands- neti varð bilun í spennistöð á Brennimel í Hvalfirði þess vald- andi að rafmagn fór af Vesturlandi, Vestfjörðum og Austurlandi í um klukkustund á milli klukkan tvö og þrjú í gær. Líklega sló háspennu í jörð ein- hvers staðar, en orsök bilunarinn- ar hefur þó ekki verið rannsökuð að fullu. Rafmagnsleysið varði nokkru lengur hjá stóriðjufyrirtækjum, en innan við tveimur klukkustund- um eftir að rafmagnið sló út hafði því verið komið á alls staðar aftur og álver fengið heimild fyrir fullri rafmagnsnotkun. Í álveri Alcoa á Reyðarfirði þarf rafmagnsleysi að vara í fjórar klukkustundir til þess að ál fari að storkna í kerum og tjón hljótist af. Rafmagnsleysisins gætti einnig á höfuðborgarsvæðinu. Rafmagn sló út víða í borginni um klukkan tvö, meðal annars á lögreglustöð- inni við Hverfisgötu þar sem þurfti að endurræsa tölvukerfi. Þá slökknaði á umferðarljósum víða og olli það nokkrum óþægind- um þótt engin slys hafi orðið. Álag á Neyðarlínuna jókst þó umtals- vert. Felix, eru strákarnir enn á Borginni? Hreinar rekstrartekjur viðskiptabankanna þriggja fóru á síðasta ársfjórðungi í fyrsta sinn yfir 100 milljarða króna er þær námu alls 104 milljörðum. Á fyrri hluta ársins voru rekstrartekjur bankanna um 196 milljarðar króna. Fjörutíu prósent af tekjum bankanna á fyrri árshelmingi voru hreinar vaxtatekjur, um 32 prósent voru hreinar þóknanatekjur og 28 prósent aðrar tekjur, svo sem gengishagnaður af verðbréfum. „Hálfsársuppgjör bankanna sýna að rekstur þeirra er almennt í góðu horfi og tekjugrunnur verður sífellt dreifðari,“ segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME. Hann hvetur bankana til að gæta að kostnaðarhlutföllum, sem fari hækkandi, og sýna áframhaldandi árvekni í gæði eignasafns. Yfir 100 milljarð- ar í fyrsta skipti Jean-Marie Le Pen, hinn aldni leiðtogi franskra þjóðernissinna, segist býsna ánægð- ur með frammistöðu Nicolas Sarkozy á forsetastóli síðustu tvo mánuði. „Jafnvel þótt ég telji hann hálf- gerðan skýja- glóp, þá er hann afar hæfileikarík- ur skýjaglóp- ur,“ sagði Le Pen um þennan fyrrverandi keppinaut sinn um forsetaembættið. Le Pen hafði áður gagnrýnt Sarkozy fyrir að „stela atkvæð- um“ frá þjóðernissinnum með því að lofa því að hafa betri stjórn á aðstreymi innflytjenda og vernda „þjóðareinkenni“ Frakka. Le Pen ánægð- ur með Sarkozy Rannsókn stendur enn yfir á máli mannsins sem fannst liggjandi í blóði sínu alvarlega slasaður í Breiðholti aðfaranótt laugardags. Að sögn Margeirs Sveinssonar, lögreglu- fulltrúa hjá rannsóknardeild umferðarmála, voru fjórir menn yfirheyrðir í gær, en þeir voru farþegar í bíl sem grunur lék á að hefði kannski ekið manninn niður. Við það vildu mennirnir ekki kannast og var þeim sleppt að loknum yfirheyrslum. Bíllinn er enn í vörslu lögreglu og mun hann rannsakaður frekar. Ekki liggur fyrir hvort ekið var á manninn, ráðist á hann eða hann dottið. Bremsuför voru þó á vettvangi. Maðurinn er á batavegi. Fjórmenningar segjast saklausir Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, fullyrðir að lífs- kjör Palestínumanna muni batna á næstunni. Hann hafi fengið fyrir því loforð frá Ehud Olmert, for- sætisráðherra Ísraels, en þeir hitt- ust í Jeríkó á Vesturbakkanum á mánudaginn. Olmert varð þar með fyrstur ísra- elskra forsætisráðherra til þess að heimsækja heimastjórnar- svæði Palestínumanna í sjö ár, eða frá því seinni uppreisn Palestínu- manna gegn hernámi Ísraela hófst haustið 2000. Abbas segir að Olmert hafi meðal annars sagt að strax í næstu viku myndu Ísraelar byrja að taka niður eitthvað af þeim hundruðum vegatálma og eftirlitsstöðva sem hindrað hafa ferðir Palestínu- manna milli staða á Vesturbakk- anum. Á fundi sínum samþykktu þeir að auka samskiptin milli Ísraels- stjórnar og Palestínustjórnar með það í huga að samningaviðræður um stofnun Palestínuríkis gætu hafist „fljótlega“. Í gær fullyrti ísraelska dagblað- ið Haaretz að Olmert væri að skoða hugmyndir um að Ísrael afhendi Palestínumönnum ísra- elskt land í skiptum fyrir land- svæði á Vesturbakkanum, en skrifstofa Olmerts bar þær fréttir strax til baka. Palestínumenn sem búsettir eru í Ísrael hafa jafnan harðlega mótmælt öllum hugmyndum um að landið sem þeir búa á verði hluti af Palestínuríki. Segir að lífskjörin muni batna Ekki er hægt að hindra að ökumenn sem teknir eru fyrir akstur undir áhrifum fíkni- efna endurtaki leikinn daginn eftir, enn í vímu eftir sama lyfja- skammt. Lögregla getur ekki svipt fólk ökuleyfi á staðnum við slík brot. Fíkniefni geta mælst í blóði í daga og allt upp í vikur eftir neyslu. Ökumaður þarf að skrifa undir sektargerð eða ljúka máli fyrir dómi, komi í ljós að hann hafi ekið undir áhrifum fíkniefna. Það sama gildir um ölvunarakstur. Hins vegar má svipta ökumenn öku- leyfi á vettvangi fyrir hraðakstur. Til að heimilt sé að gera öku- tæki upptækt þarf að hljótast af líkamlegur skaði eða mannslát, að sögn Laufeyjar Kristjánsdóttur hjá ákærudeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt gildi því ekki um fíkniefnaakstur. Eina leiðin, að sögn Laufeyjar, væri að gera kröfu um gæsluvarð- hald vegna síbrota. Ef aðili gerist sekur um síendurtekið brot má stöðva hann á þann hátt. 216 mál í brotaflokknum „akst- ur undir áhrifum ávana- og fíkni- efna“ voru skráð hjá lögreglu fyrstu sex mánuði ársins, sam- kvæmt bráðabirgðatölum frá Rík- islögreglustjóra. Einungis níu slík brot voru skráð á sama tímabili í fyrra. Ástæðan fyrir því gæti verið sú að auðveldara er að skera úr um brotin í ár með tilkomu svokall- aðra forprófa. Áður þurfti að kalla til lækni til að meta ástand grunaða. Forpróf fara þannig fram að munnvatn eða sviti er tekinn af ökumanni og kemur þá í ljós hvort hann er undir áhrifum. Sé prófið jákvætt er hann færður á lög- reglustöð til skýrslu, blóð- og þvagsýnatöku. Þá má skera um hvaða efni grunaði hefur í líkam- anum og hve mikið magn. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, getur tekið daga og jafnvel vikur fyrir líkamann að losna við merki um fíkniefni. Kannabisefni geta greinst í allt að mánuð í þvagi, hafi neytandinn neytt þeirra að staðaldri. Neyt- andi getur gengist undir rannsókn á lögreglustöð og komist að því hvort finna megi leifar lyfja í lík- ama hans. „Skimunarprófin eru mjög næm,“ segir Þórarinn. „Í lögum er skilgreint hversu mikið magn af áfengi má vera í blóði ökumanns, en það eru ekki til slíkar skilgrein- ingar þegar kemur að lyfjum.“ Ekki hægt að kyrrsetja bílstjóra á eiturlyfjum Lögregla getur ekki hindrað að fólk sem ekur undir áhrifum fíkniefna endur- taki leikinn á meðan efnið er enn í líkamanum. 216 fíkniefnaakstursmál komu upp fyrstu sex mánuði ársins. Fíkniefni geta greinst í líkama í daga eða vikur. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu rannsakar mál fimm ára gamallar stúlku sem hefur sakað fullorðinn karlmann um að hafa áreitt sig kynferðislega. Frá þessu er greint á Vísir.is. Engin tengsl eru á milli þolanda og meints geranda en atvikið mun hafa átt sér stað í Laugarnes- hverfinu 30. júní. Búist er við að málið verði sent ríkissaksóknara síðar í vikunni. Skýrsla hefur verið tekin af barninu og meintum geranda. Rannsaka brot gegn fimm ára stúlku

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.