Fréttablaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000
SUNNUDAGUR
12. ágúst 2007 — 216. tölublað — 7. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
á Dalvegi 4. Kópavogi
frá klukkan 11 - 17.
Opið í dag
HAM
BORGARA
LÍKAMS
RÆKT
Fjölskylduveisla í
Fríkirkjunni
Garðar Thor og Tinna
Lind gengu í það
heilaga um
síðustu helgi.
FÓLK 30
Afreiddu
600 manns
Súpa Svanhildar
og Loga Bergmanns
sló í gegn á Dalvík.
FÓLK 22
PLEBBALEGT AÐ BIRTA TEKJUR Í TVEIMUR BLÖÐUM
Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson
og Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og vara-
formaður Samfylkingarinnar, sitja á rökstólum.
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu var kölluð að
Hótel Sögu aðfaranótt laugardags.
Þegar lögregluna bar að garði svaf
maður með golfsett í fanginu á
grasbletti í nágrenni við hótelið.
Maðurinn gat hvorki sagt
lögreglu deili á sér né hvar hann
ætti heima. Var því ekkert annað í
stöðunni fyrir lögregluna en að
leyfa manninum að sofa úr sér í
fangageymslu. - þeb
Golfari í Vesturbænum:
Svaf með golf-
settið í fanginu
VIÐSKIPTI Stofnfjáreigendur í
Sparisjóði Skagafjarðar segja
valdhafa sjóðsins hafa stýrt
honum með eigin hagsmuni og
fyrirtækja tengdum þeim að leið-
arljósi, en ekki hagsmuni sjóðs-
ins.
Framboðslisti til stjórnar Spari-
sjóðs Skagafjarðar var úrskurðað-
ur ólöglegur af stjórn sparisjóðs-
ins á dögunum, meðal annars
vegna hagsmunatengsla Sigurjóns
Rúnars Rafnssonar, aðstoðarkaup-
félagsstjóra Kaupfélags Skagfirð-
inga, og Gísla Kjartanssonar,
sparisjóðsstjóra í Borgarnesi, við
önnur fjármálafyrirtæki.
Gísli Árnason, stofnfjáreigandi
í Sparisjóði Skagafjarðar, segir í
yfirlýsingu að Sigurjón Rúnar og
Gísli Kjartansson hafi farið með
völdin í Sparisjóði Skagafjarðar
undanfarin ár, og hafi hagrætt
stofnfjárhlutum þannig að þeir,
ásamt einstaklingum og fyrirtækj-
um sem tengjast þeim, fari með
meirihluta atkvæða í sjóðnum.
Þeir hafi hindrað eflingu sjóðsins
með því að koma í veg fyrir stofn-
fjáraukningu undanfarin ár.
Í apríl síðastliðnum var tilkynnt
að stjórnir Sparisjóðs Skagafjarðar
og Sparisjóðs Siglufjarðar hefðu
undirritað áætlun um samruna
sjóðanna tveggja. Hann á að ganga
í gegn á morgun. Sprottið hafa upp
miklar deilur um samruna spari-
sjóðanna, og hefur Fjármálaeftir-
litinu meðal annars verið sent
erindi vegna hans.
Bjarni Jónsson, fulltrúi Fræða-
veitunnar ehf., sem er stofnfjár-
eigandi í Sparisjóði Skagafjarðar,
segir að stjórnin hafi komið í veg
fyrir stofnfjáraukningu Sparisjóðs
Skagafjarðar undanfarin ár, þrátt
fyrir vilja Skagfirðinga til þess.
„Það er verið að valta yfir venju-
legt fólk sem á ekki að venjast
svona yfirgangi og bolabrögðum,“
segir hann. „Þarna á að keyra sam-
runann í gegn með hagsmuni ann-
arra fjármálastofnana að leiðar-
ljósi.“
Hvorki náðist í Sigurjón Rafn
né Gísla Kjartansson við vinnslu
fréttarinnar. - sþs
Segja valtað yfir
stofnfjáreigendur
Sparisjóði Skagafjarðar er stýrt með einkahagsmuni stjórnenda að leiðarljósi,
segja stofnfjáreigendur. Framboðslisti til stjórnar sjóðsins var úrskurðaður ólög-
legur vegna hagsmunatengsla stjórnarmanna við önnur fjármálafyrirtæki.NORÐLÆGAR ÁTTIR Úrkoma
norðan- og austanlands, en þurrt
syðra.
Tískusprengja frá
Íslandi
Ofurhönnuðurinn
Steinunn Sigurd slær
í gegn á dönsku
tískuvikunni og sýnir
næst í New York.
HELGIN 18
12
Valsstúlkur
áfram
Valur tryggði sér í
gær sæti í milli-
riðli í Evrópu-
keppni félagsliða
eftir glæsilegan
sigur á KÍ frá Færeyjum.
ÍÞRÓTTIR 24
FJÖLMENN GLEÐIGANGA Talið er að rúmlega 50.000 manns hafi komið saman í miðborg Reykjavíkur í gærdag til að taka þátt í Gleðigöngu samkynhneigðra. Gleðigangan er
hápunktur Hinsegin daga sem lýkur í dag. Um þrjátíu atriði voru sýnd í göngunni að þessu sinni, en hún var hin glæsilegasta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
VEÐUR 4