Fréttablaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 17
Smith & Norland, Nóatúni 4, vill sem fyrst ráða
sölumann til starfa í raftækjadeild fyrirtækisins.
Starfið felur m.a. í sér kynningu og sölu heimilistækja, símtækja,
lýsingarbúnaðar og önnur skyld störf.
Leitað er að röskum einstaklingi með góða almenna menntun
og áhuga á sölustörfum og mannlegum samskiptum.
Góð framkoma, snyrtimennska og reglusemi eru skilyrði.
Um er að ræða gott framtíðarstarf hjá traustu og framsæknu
fyrirtæki á rafmagnssviði, sem selur gæðavörur frá Siemens og
öðrum þekktum fyrirtækjum.
Þeir sem áhuga hafa á þessu starfi eru beðnir að senda umsókn
til Smith & Norland með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri
störf fyrir þriðjudag 14. ágúst.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Smith & Norland og þau má
einnig nálgast á heimasíðu fyrirtækisins, www.sminor.is.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Nóatúni 4 • Sími 520 3000
www.sminor.is
ABS fjölmiðlahús óskar eftir starfsmanni
í viðskiptatengsl. Viðkomandi mun starfa
við markaðs- og birtingaráðgjöf fyrir
viðskiptavini ABS fjölmiðlahúss auk
samskipta við auglýsingadeildir fjölmiðla.
Reynsla og menntun:
Háskólapróf í markaðsfræðum eða sam-
bærilegu námi, tengdu fjölmiðlun æskilegt.
Reynsla af svipuðum störfum innanlands
eða erlendis er krafist.
Umsóknir berist ABS fjölmiðlahúsi,
Laufásvegi 58, 101 Reykjavík,
fyrir föstudaginn 17. ágúst n.k.
ABS fjölmiðmiðlahús er stærsta og
öflugasta fyrirtæki landsins í birtinga-
ráðgjöf og hefur verið í fararbroddi í
birtingaþjónustu og auglýsingamælingum
frá upphafi.
Markaðs- og
birtingaráðgjafi
Sölufulltrúi
Hæfniskröfur:
Þjónustudeild
að sinna fjölbreyttum störfum á
Hæfniskröfur:
Veitingastaður
daglegum störfum á veitingastaðnum og
Hæfniskröfur:
Við stækkum ört