Fréttablaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 13
FÓLKIÐ Í BÆNUM WWW.LAUGAV.IS LAUGAV@LAUGAV.IS HAGSMUNASAMTÖK VERSLUNAR OG ÞJÓNUSTU VIÐ LAUGAVEG BASK LAUGAVEGI 95 FRIIS-COMPANY LAUGAVEGI 55 RÁÐHÚSBLÓM BANKASTRÆTI 4 RE YK JA VI K ST OR LA UG AV EG I 86 -94 , S: 51 1-20 SIA LAUGAVEGI 86-94 LIGGALÁ LAUGAVEGI 67 COUTURE LAUGAVEGI 86-94 EVA LAUGAVEGI 89 MONA LAUGAVEGI 66 REYKJAVÍK PIZZA COMPANY LAUGAVEGI 81 G-STAR LAUGAVEGI 86-94 GALLERÍHÚSIÐ LAUGAVEGI 91 66° NORÐUR BANKASTRÆTI 5 VINNUFATABÚÐIN LAUGAVEGI 76 GK REYKJAVÍK LAUGAVEGI 92 MAIA LAUGAVEGI 86-94 [Tískuhús á tveimur hæðum] [Tískuvöruverslun] [Fylgihlutir] [Tískuverslun] [Tískuverslun með eigin hönnun] [Gott verð, gæði, og persónuleg þjónusta.] NAKTI APINN BANKASTRÆTI 14 [Tískuvöruverslun] VÍNBERIÐ LAUGAVEGI 43 [Blómabúð] [Veitingastaður] [Barnavörur][Tískuverslun] [Tískuverslun] [Tískuverslun] [Húsbúnaður] [Tískuverslun] WWW.LAUGAV.IS // LAUGAV@LAUGAV.IS Visa og Landsbankinn eru bakhjarlar Fólksins í bænum. LENGRI HELGI FRÁ 13 TIL 17 Á LAUGAVEGI H Í VERSLUNUM OKKAR VERGI Á LANDINU ERU FLEIRI OPIÐ Í DAG VERSLANIR OG VEITINGASTAÐIR EN VIÐ LAUGAVEG nes og ég man að ég var svo hissa á því að enginn í vagninum skyldi taka eftir mér, ég hafði nú einu sinni verið í útvarpinu! Nú skal brátt ganga fyrir menning- una. Hvað viljið þið helst gera og sjá á menningarnótt? Hvaða menn- ingarframleiðslu skammist þið ykkar mest fyrir eigið dálæti á? Ágúst: Sjarminn við menningar- nótt er svo sem bara að rölta í bænum og fara á milli. Hitta fólk og fara á kaffihús. Menningin er oft á tíðum svolítið vanmetin á Íslandi. Það eimir enn svolítið eftir af því viðhorfi að styrkir til menn- ingar séu eitthvert snobb eða prjál. Sem er auðvitað mikill misskiln- ingur því það er löngu sannað að styrkir til menningar skila líka peningum í kassann – fyrir þá sem hafa einhverjar áhyggjur af því. Þorsteinn: Það er alveg útilokað að skipuleggja nokkurn hlut því þú kemst varla lönd eða strönd. En það er gaman að allt fær að vera þarna með – harmonikkuleikurinn, keramíkmálunin og rokktónleik- arnir. Annars held ég að ég sé orðin það þroskaður að ég er hættur að skammast mín fyrir það sem ég hef gaman af. Ef ég ætti að nefna eitthvað þá er það helst sú iðja mín að fara á heimaleiki með Fram. Það er svakaleg reynsla nú um stundir – eitthvað sem alla jafna á að vera meint fjölskylduskemmt- un. Það er þögn í bílnum á leiðinni heim og dæturnar niðurbrotnar í aftursætinu. Ágúst: Mér varð það á að segja mínum vinahópi að ég hefði orðið hrifinn af kvikmyndinni Titanic. Það féll í gríðarlega grýttan jarð- veg og ég veit ekki hvert menn ætluðu að fara þegar ég sagðist hafa farið tvisvar á hana í bíó. Það er eitthvað sem ég átti augljóslega að skammast mín fyrir. Ég er líka mikill aðdáandi Meg Ryan-mynda og maður þykir kannski ekkert sérstaklega fínn pappír að fíla þær. En hvað með dægradvölina tekju- blöðin. Lesið þið þau og skammist þið ykkar fyrir það? Eru tekjur Íslendinga þeirra einkamál? Þorsteinn: Ég las þessi blöð í fyrra en er ekki búinn að lesa þau í ár og ég verð að segja að ég er allt- af jafn hissa á umræðunni um að þetta megi ekki. Þetta eru opinber gögn og tölur og ég næ ekki þeim rökum að þetta sé eitthvað ljótt. Samt finnst manni þetta líka vera nett plebbalegt að við séum að birta þetta ekki bara í einu blaði í ár, heldur tveimur. Ágúst: Menn eru líka mislauna- háir eftir því hvort blaðið þú lest. Ég er launahærri í Mannlífi en Frjálsri verslun. Fæ heilum 20.000 krónum meira borgað í laun. Þorsteinn: Skatturinn er orðinn svo klár að það þýðir ekkert leng- ur að vera að skrifa á sig þessi 50.- 60.000 eins og tíðkaðist hjá sumum stórgrósserunum hér um árið. Ert þú flokksbundinn einhverjum stjórnmálaflokki, Þorsteinn, og hefur þú einhvern tímann unnið við fjölmiðla, Ágúst Ólafur? Í hvaða ráðuneyti myndirðu setja Þorstein, Ágúst, ef þú fengir frjálsar hendur, og hvers konar starf innan fjöl- miðlaheimsins myndirðu koma Ágústi í, Þorsteinn? Þorsteinn: Nei, ég hef aldrei verið flokksbundinn. Það næsta sem ég hef komist flokksstarfi er að vera sendill í happdrætti Sjálf- stæðisflokksins, níu ára gamall, og fékk svo það ábyrgðarstarf þegar ég var tíu ára að vera send- ill á skrifstofu flokksins. Þar fékk ég mína fyrstu launaávísun, hjá Sigurði Hafstein. Það er svona það næsta sem ég hef komist pól- itík og reyndar held ég að það sem ég heyrði þarna á göngunum hafi veitt mér innblástur – hvað mátt einstaklingsframtaksins varðar. Ágúst: Ég vann eitt sumar á Degi, á Reykjavíkurskrifstof- unni. Þorsteinn: Hjá Stefáni Jóni? Ágúst: Nei, hann var nú hættur þegar ég var, Elías Snæland var ritstjórinn. Og mér finnst mjög heppilegt, nú þegar ég er kominn út í stjórnmálin, að hafa prófað að sitja í að minnsta kosti smátíma hinum megin við borðið. En setja Þorstein í ráðuneyti segirðu. Ég myndi held ég setja hann í nýstofn- að menningarmálaráðuneyti – sem ég væri glaður að sjá – eða þá bara í gamla góða menntamála- ráðuneytið. Hann myndi væntan- lega efla innlenda dagskrárgerð. Þorsteinn: Ég held að Ágúst yrði góður fréttastjóri því menn sem komið hafa að fjölmiðlum og verið í pólitík eru mjög skipulagð- ir. Þeir eru fljótir að hugsa sem og að sjá aðalatriðin og aukaatriðin. Góður fréttastjóri þarf að sjá nokkra leiki fram í tímann, geta brugðist strax við, fengið hug- myndir og framkvæmt. Ágúst: Það er aldrei að vita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.