Fréttablaðið - 29.08.2007, Page 1
Vilja afskráningu | Fáir sam-
þykktu yfirtökutilboð Eyjamanna
ehf. annars vegar og Stillu ehf.
hins vegar í Vinnslustöðina. Eyja-
menn ehf., sem fara með rúmlega
fimmtíu prósent hlutafjár, ætla að
fara fram á afskráningu félagsins.
Innleysa hagnað | Magnús Jóns-
son, forstjóri Atorku Group, reikn-
ar með að á næstu sex til átján
mánuðum muni félagið leysa út
hagnað af tveimur til fjórum fjár-
festingum af svipaðri stærðar-
gráðu og Jarðboranir sem seldust
á 17,7 milljarða.
Kaupþing sektað | Aganefnd
OMX-kauphallarinnar í Svíþjóð
hefur sektað Kaupþing þar í landi
um jafnvirði tæpra 1,9 milljóna ís-
lenskra króna vegna brota eins
miðlara á tilkynningaskyldu vegna
viðskipta með hlutabréf.
Nýr yfirhagfræðingur | Eyjólfur
Guðmundsson hagfræðingur hefur
verið ráðinn yfirhagfræðingur
hagkerfis tölvuleiksins EVE On-
line. Þetta mun vera í fyrsta skipti
sem maður er ráðinn til að vinna
inni í sýndarveruleika leiksins.
Til Danmerkur | Síminn hefur
keypt danska fjarskiptafyrirtækið
BusinessPhone Group sem er sér-
hæft í fjarskiptaþjónustu við minni
og meðalstór fyrirtæki. Heild-
artekjur BusinessPhone í fyrra
námu rúmum 550 milljónum ís-
lenskra króna.
Helmingi meira | Tíu stærstu
fjármálafyrirtæki Norðurlanda
skiluðu ríflega helmingi meiri
hagnaði á fyrri hluta ársins eftir
skatta en á sama tíma í fyrra. Í
þessum hópi eru Kaupþing, Lands-
bankinn og Glitnir.
Grandi hagnast | HB Grandi var
rekinn með ríflega 2,9 milljarða
króna hagnaði á fyrsta árshelm-
ingi. Það var mikill viðsnúningur
frá fyrra ári þegar félagið tapaði
tæpum 2,6 milljörðum króna.
Lýðheilsufræði við HR
Fyrstu
meistararnir
útskrifast 14
Krónubréf
Fella ekki gengið
ein og sér
12
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
F R É T T I R V I K U N N A R
Einhliða evruvæðing
Ekki úr
myndinni
12-13
Eggert Þór Aðalsteinsson
skrifar
Landsbankinn hefur eignast tíu prósenta hlut í Oslo
Børs Holding ASA, eignarhaldsfélagi Kauphallar-
innar í Ósló. Markaðsvirði Oslo Børs Holding nam
tæpum fjörutíu milljörðum króna í gærmorgun
og er hlutur Landsbankans því metinn á um fjóra
milljarða króna.
Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans,
segir að stjórnendum bankans hafi litist vel á kaup-
höllina sem fjárfestingarkost, en kaupin fóru fram
fyrr í sumar. „Okkur fannst þetta tiltölulega hag-
stætt verð á þessum bréfum miðað við hvernig
svona fyrirtæki hafa verið að ganga kaupum og
sölum upp á síðkastið.“
Bankinn á 2,5 milljónir hluta sem
gerir hann að næststærsta hluthaf-
anum í félaginu á eftir DNB Nor
sem heldur utan um 19,67 prósenta
hlut. Kauphallarsamstæðan OMX,
sem Kauphöll Íslands tilheyrir, er
einnig með tíu prósenta hlut sem
hún eignaðist í október í fyrra.
Vöktu þau viðskipti töluverða at-
hygli á sínum tíma, enda höfðu for-
svarsmenn OMX lýst yfir áhuga
sínum á að sameinast kauphöllinni í Ósló.
Ætla má að tvennt vaki fyrir Landsbankanum
með þessum kaupum: Annars vegar er líklegt að
Kauphöllin í Ósló, sem er eina sjálfstæða kaup-
höllin á Norðurlöndum, renni síðar inn í stærri
heild. Hins vegar hefur rekstur eignarhaldsfélags-
ins gengið vel og fjármunamyndun er sterk. Þetta
hefur birst í ríflegum arðgreiðslum til hluthafa.
Barist hefur verið um yfirráð yfir kauphöllum
víðs vegar um heiminn, þar á meðal OMX eins og
komið hefur fram. Sjónir manna hafa oftar en ekki
beinst að norsku kauphöllinni og þar hefur nafn
OMX komið upp. Forsvarsmenn Oslo Børs Holding
hafa hins vegar hingað til viljað halda í sjálfstæði
kauphallarinnar og benda á gríðarlegan vöxt í um-
svifum félagsins á liðnum árum.
Þannig er veltan í Ósló orðin meiri
en í hinum norrænu kauphöllunum
og hafa fyrirtæki í orku- og olíu-
geiranum streymt þangað í stríðum
straumum.
Eignarhaldsfélagið skilaði hagn-
aði fyrir skatta upp á 78,2 milljónir
norskra króna á fyrri hluta ársins,
jafnvirði 860 milljóna króna. Það
var ríflega fjórtán prósenta aukn-
ing á milli ára.
Landsbankinn á 10%
í Kauphöllinni í Ósló
Gríðarlegur vöxtur síðustu sjálfstæðu kauphallarinnar á
Norðurlöndum vekur athygli annarra kauphalla. Hagstæð
verðlagning að mati stjórnenda Landsbankans.
S T Æ R S T U H L U T H A F A R
O S L O B Ø R S H O L D I N G
1. DNB Nor Bank 19,7%
2.-3. Landsbankinn 10,0%
2.-3. OMX 10,0%
4. KLP Forsikring 9,8%
5. Norsk Hydros Pensjonkasse 8,3%
6. Orkla 5,0%
7. Nordea 4,4%
Alls 20 stærstu 92,0%
Michael Ent-
hoven, for-
stjóri hins
hollenska
NIBC banka
sem Kaup-
þing yfirtók
á dögunum,
segir hús-
næðiskrísuna
í Bandaríkj-
unum hafa
reynst lán í
óláni fyrir
bankann.
Áður en
ljóst varð hver
áhrif taps
vegna annars
flokks skulda-
bréfakaupa í
Bandaríkjun-
um yrðu stóð
til að skrá bankann á markað í
Hollandi undir eigin nafni. „Yfir-
taka Kaupþings er mun betri
kostur,“ sagði Enthoven.
NIBC tapaði um tólf milljörðum
króna á fyrri árshelmingi vegna
fjárfestinga í bandarískum hús-
næðisskuldabréfum. Enthoven
segir bankann hafa gert þau mis-
tök að treysta matshæfisfyrir-
tækjum í blindni „Við töldum
okkur hafa keypt skuldabréf með
AAA einkunn, en við vanræktum
heimavinnuna okkar.“ - jsk
Húsnæðis-
bréfakrísan
lán í óláni
www.trackwell .com
Flotaeftirlit – tækjanotkun
og aksturslagsgreining
FORÐASTÝRING
G
O
TT
F
Ó
LK
Peningabréf ISK/EUR/USD/GBP eru fjárfestingarsjó›ir í
skilningi laga nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingar-
sjó›i. Sjó›irnir eru reknir af Landsvaka hf., rekstrarfélagi me›
starfsleyfi FME. Landsbankinn er vörslua›ili sjó›anna. Athygli
fjárfesta er vakin á flví a› fjárfestingarsjó›ir hafa r‡mri fjár-
festingarheimildir skv. lögunum heldur en ver›bréfasjó›ir.
Um frekari uppl‡singar um sjó›ina, m.a. hva› var›ar muninn
á ver›bréfasjó›um og fjárfestingarsjó›um og fjárfestingar-
heimildir sjó›anna, vísast til útbo›sl‡singar og útdráttar úr
útbo›sl‡singu sem nálgast má í afgrei›slum Landsbankans
auk uppl‡singa á heimasí›u bankans, landsbanki.is.
CAD
4,3%*
DKK
5,4%*Örugg ávöxtun
í fleirri mynt
sem flér hentar EUR
4,4%*
GBP
7,0%*ISK14,0%*
Markmið
Peningabréfa er
að ná hærri ávöxtun en
millibankamarkaður og
gjaldeyrisreikningar. Enginn
munur er á kaup-
og sölugengi.
Peningabréf
Landsbankans
USD
5,1%*
* Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 1. júlí - 31. júlí 2007.
Tjón af völdum veðurfars í Skand-
inavíu kemur til með að tvöfaldast
fyrir lok 21. aldar, samkvæmt því
sem fram kemur á ráðstefnunni
Nordic Risk & Insurance Sum-
mit (NORIS) sem hófst í Stokk-
hólmi í gær. Ráðstefnunni, sem er
á vegum helstu norrænu vátrygg-
ingarfélaganna, lýkur í dag.
Swiss Re, stærsta endurtrygg-
ingafélag heims og í fremstu röð
áhættumatsfyrirtækja, varar við
afleiðingum loftslagsbreytinga á
Norðurlöndum til lengri tíma litið
og segir vetrarstormana Anatol,
Gudrun og Per aðeins vera fyrir-
boða um illviðrasamari tíð í Skand-
inavíu. Verra veður segir félagið
svo að muni leiða til tvöföldunar á
bótakröfum vegna tjóns af völdum
veðurs fyrir lok þessarar aldar.
Með þetta í huga ræða sérfræð-
ingar fyrirtækisins á ráðstefnunni
hvernig beita megi öðrum aðferð-
um við áhættudreifingu en nú er
gert, svo sem stóráfallaskuldabréf-
um, til að takast á við efnahagsleg-
ar afleiðingar loftslagsbreytinga.
Haft er eftir Luca Albertini, fram-
kvæmdastjóra fjármálastýringar
og ráðgjafarþjónustu Swiss Re að
markaður fyrir tryggingartengd
skuldabréf muni að öllum líkind-
um vaxa hratt á komandi árum.
„Swiss Re áætlar að vetrar-
stormar í Evrópu kosti nú trygg-
ingafélögin árlega um 2,6 millj-
arða evra [nærri 230 milljarða
króna]. Ef gert er ráð fyrir ein-
faldri línulegri aukningu hækkar
þessi tala um á að giska 11 millj-
ónir evra [tæpan milljarð króna]
árlega. Miðað við áætlaðar árlegar
tjónakröfur má því ætla að kostn-
aður vegna tryggðra tjóna í Skand-
inavíu hafi tvöfaldast fyrir næstu
aldamót,“ segir í tilkynningu fé-
lagsins. - óká
Veðurtjón á eftir að tvöfaldast
Swiss Re, stærsta endurtryggingafélag heims og í fremstu röð áhættumats-
fyrirtækja, varar við afleiðingum loftslagsbreytinga á Norðurlöndum.