Fréttablaðið - 29.08.2007, Page 16

Fréttablaðið - 29.08.2007, Page 16
12% 6 17,6%B A N K A H Ó L F I Ð KERTO LÍMTRÉ KERTO LÍMTRÉ býður upp á ýmsa möguleika. KERTO LÍMTRÉ er frá Finnlandi og hefur verið á markaði á Íslandi frá árinu 1981. KERTO LÍMTRÉ er það hagkvæmasta og besta sem notað er sem burðarbitar. KERTO LÍMTRÉ getur sparað verulega fjármuni í burðarvirki þar sem þaksperrur fara yfir 5 metra í lengd, þá er notað KERTO LÍMTRÉ í stað hefðbundinna þaksperra og losnað við burðarbita og súlur. Einnig er KERTO notað í milliveggjastoðir. KERTO LÍMTRÉ, eitt það besta í tré, til nýbygginga og viðhalds. TM MOSFELL EHF • HOLTSBÚÐ 93 • SÍMI 566 6606 • FAX 566 6619 • MOSFELL@MOSFELL.IS • WWW.MOSFELL.IS Finnsk gæðavara Létt og meðfærileg Hátt brunaþol Hæð eftir óskum Lengd allt að 23 m. Alltaf til á lager 16% meira eldþol 20% meira brotþol Söluaðilar um allt land Líkamsræktarstöð World Class í Laugum í Reykjavík hefur löng- um þótt helsti viðkomustaður flotta fólksins. Búningsklefinn í Laugum sem veitir aðgang að baðstofunni þykir flottast- ur. Aðgangsmiðinn er alla jafna þrisvar sinnum dýrari en í svo- kallaðan almenning og vart á færi annarra en hátekjumanna. Upp á síðkastið hefur hins vegar borið á því að næsta óþekktir ein- staklingar hafa sést ganga inn í fína klefann. Talið er að þarna séu á ferðinni litlu fjárfestarnir sem hafi nýtt sér niðursveiflu á hlutabréfamörkuðum og komið ferskir inn í hluthafahóp ýmissa félaga. Ólyginn segir þá hafa tekið brosandi upp greiðslukort- ið enda hafi margir þegar tekið í huganum inn stórgróða á fram- reiknuðu gengi. Litlu fjárfestarnir Hollenska iðnsamstæðan Stork N.V. blés til hluthafafundar að beiðni breska fjárfestingasjóðs- ins Candover til að kynna yfir- tökutilboð sjóðsins í samstæð- una. Candover-menn þóttu á fundinum heldur gera í bræk- urnar þegar fulltrúi sjóðsins kaus að taka ekki til máls eða svara spurningum hluthafa um fyrirætlan með yfirtökunni. Ef til vill er það þó ekki að undra því fundargestir voru smámuna- samir í meira lagi og fundurinn farinn að dragast heldur á lang- inn. Þannig gerði einn hluthafi stórmál úr því að gleymst hafði að uppfæra æviágrip í upplýs- ingum sem dreift var á fundin- um um ráðgjafarstjórnarmenn sem í kjöri voru. „En þú sérð þarna á blaðinu hvenær maður- inn er fæddur,“ benti stjórnar- formaður Stork reiðum hluthafa á, en hann var verulega ósáttur við að sá sem sagður var þrítug- ur væri í raun orðinn 32 ára. Aldurinn skiptir máli Og enn um litlu fjárfestana því ekki þarf nema örlitla þekkingu á hlutabréfaviðskiptum til að sjá að stórhættulegt er að eyða hugsanlegum framtíðarhagnaði af hlutabréfadílum langt fram í tímann. Litlu fjárfestarnir sem komu ferskir inn á hlutabréfa- markað í niðursveiflunni geta hins vegar huggað sig við að bregði til beggja vona í hagnaðar- tökunni þá eigi þeir víst sæti á hluthafafundum. Þar þurfa þeir ekki nema eina litla smáköku til að taka inn hagnað af hlut sínum miðað við hlut stórlax- anna. Stóru hluthafarnir þurfa á móti að innbyrða ansi margar smákökur til þess eins að ná upp í eignarhlut sinn. Hagnaður í smákökum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.