Tíminn - 06.01.1981, Qupperneq 2

Tíminn - 06.01.1981, Qupperneq 2
2 Þriðjudagur G. janúar 1981 Steingrimur Hermannsson um efnahagsráöstafanir ríkisstjórnarinnar: Grípa þarf til frekari aðgerða síðar á árinu — þó alit gangi svo vel sem hugsast getur, ef koma á verðbólgunni niður í 40% Hei — ,,Þvi neitar varla nokkur maöur, að þaö er ákaflega stórt og mikilvægt skref, að sam- komulag hefur náðst um að- gerðir sem breyta verðbólguspá ársins úr um eða yfir 70% i um eða yfir 50%. Og ég fagna þvf að sú ieið er farin að taka ofan af hækkununum 1. mars, þvi auð- vitað fylgist þar allt að, búvöru- verð, verðbætur á laun og fisk- verð”, sagði Steingrimur Her- mannsson er Timinn ræddi við hann um bráðabirgðalögin og efnahagsráðstafanirnar i gær. Steingrimur sagöi það einnig i samræmi viö stefnu Fram- sóknarflokksins, aö bæta skerö- inguna meö skattalækkunum þannig að kaupmáttarskerðing verði ekki meiri en ella heföi orðið. Þá sagði hann framsókn- armenn einnig hafa lagt á það mikla áherslu, að ekki mætti hætta rekstrargrundvelli at- vinnuveganna. En stórt skref til tryggingar þess hafi verið stigið með þeirri lagfæringu á gengi sem ákveðiö var i desem- ber. Afturá mótisagðist hann ótt- ast, að meiraþurfi til eftir að fiskverðið hefur hækkað og þessvegna hafi verið fallist á nokkra millifærslu til atvinnu- veganna, sem verði þó að tak- marka. Steingrimur sagöi að sér þyki hinsvegar heldur vafa- samt að kippa viðskiptakjara- viðmiðuninni úr sambandi, þótt ekki væri nema þetta eina ár. Menn yrðu að gera sér grein fyrir þvi að sérstakar verð- hækkanir erlendis, t.d. á oliu, gætu ekki verið tilefni til launa- hækkana hér á landi. Það væri hugsanavilla. Borið var undir Steingrim það álit Verslunarráðsins, að með þeirri millifærslu sem gert sé ráð fyrir sé lifshagsmunum þjóðarinnar stefnt i voða. Hann sagðist út af fyrir sig vera þvi alveg sammála að mjög varlega veröi að fara i millifærslu. Hitt sé að athuga, að þær séu þegar miklar i þjóðfélaginu, ýmsir njóti þar sérstakra kjara. T.d. væri mjög um það deilt hvort útflutningur sjávarafuröa njóti eins góðra kjara að þessu leyti og aðrar greinar. Sjávar- útvegurinn fengi t.d. ekki endurgreiddan uppsafnaðan söluskatt. Ef aftur á móti væri ekki um að ræða nema 8-10 mill- jarða (gkr.) sem kalla mætti millifærslu i þessu dæmi, og þá ekki nema örlitið brot af framleiðsluverðmætinu, sýndist honum ekki stórhætta á ferðum. Það mikilvæga sé, að þetta komisemallra réttlátast niður. Þeirrar skoðunar að sjávarútvegurinn eigi ennþá töluvert inni hjá Seðlabankanum. Steingrimur sagðist lika vilja vekja athygli á þvi, að Seðla- bankinn hafi viöurkennt aö gengistryggðu afurðalánin hafi veriö miklu óhagkvæmari en önnur lán, með þvi gengissigi sem verið hefur. í reynd hafi þvi verið um verulega tilfærslu að ræða frá útflutningsatvinnuveg- unum til annarra lánþega. Á þessari forsendu hafi sér s.l. hausttekist að fá Seðlabankann til að endurgreiöa 3.6 milljaröa.' ,,Og ég er þeirrar skoðunar, að sjávarútvegurinn eigi ennþá töluvert inni hjá Seðlabankan- um ef þessi samanburður á hagkvæmni lánanna er að fullu metinn”, sagði Steingrimur. Þar sem eitt af aðalmarkmið- um þeim „sem rikisstjórnin hefur undirbúið” eins og segir i efnahagsáætluninni, er aö draga úr hraða verðbólgunnar i um 40% á árinu, en fram hefur komiöhjáSteingrimisjálfum og fleirum að hann talar um 50% var hann spurður i hverju sá munur liggi og hvort eitthvað frekara hafi verið undirbúið en þegar er fram komið. „Það er skoðun okkar fram- sóknarmanna, að þessar að- gerðir — þótt þær séu mjög góðra gjalda verðar og boði að minu mati gott — duga ekki til þess að koma verðbólgunni niður i 40% á árinu,” sagði Steingrimur. Hinn stóraukni verðbólguhraði væri vegna hinna miklu hækkana i kjölfar launahækkananna i nóv. og desember s.l. og með þvi að fella burtu þessi visitölustig i upphafi þessarar hraðaaukn- ingar næðist út af fyrir sig meiri árangur. Sýnist frekari aögeröir nauösynlegar ef standa á viö 40% markið. „En mér sýnist ljóst, að til að standa við 40% markmiðið — sem ég tel mjög mikilvægt — þá þurfi að gera frekari aðgerðir siðar á árinu,” sagði Stein- grimur. Að vissu leyti væri búiö að undirbúa það að þvi leyti, aö ákaflega mikið hafi veriö unnið að athugunum og allskonar gagnaöflum i þessu sambandi. Siðan væri og það að athuga, aö eftir væri ákaflega stór óvissu- þáttur, sem erfiskverðið. Mikið færi eftir fiskverðsákvörðun- inni, hve mikið þurfi til viðbótar til að ná fyrrnefndu marki. Annað atriði væri og ófyrirséö, þ.e. hvort íiskverö muni hækka i Bandarikjunum kannski um 3- 4% eins og sumir hafi verið að spá. Þaö gæti aö sjálfsögðu stór- lega aukið möguleika til aö gripa til jákvæðra aögerða. „Það eru þvi þessir óvissu- þættir, fiskverðið nú, hækkanir á innflutningi, sérstaklega oliunni, og svo hugsanlega hækkun á fiskverði erlendis, sem gera það að verkum að erf- Steingrimur Hermannsson. itt er að segja til um það nú, hvað gera þarf siöar á árinu. En min skoðun er sú, að þótt allt gangi svo vel sem frekast er unnt, þurft samt aö gripa til ein- hverra viðbotarráðstafana siðar. Þaö tel ég að eigi aö vera frekariniðurtalningarskref með kaupmáttaruppbótum fyrir þá lægst launuðu,” sagði Stein- grimur. útgjöld til að tryggja kaupmátt geta dregið úr framkvæmdum. Varðandi heimild til frestun- ar opinberra framkvæmda, sagði Steingrimur ekkert hafa veriö um það fjallað i smáatriö- um. En þurfi rikisstjórnin að leggja i veruleg útgjöld t.d. til að tryggja kaupmáttinn þá gæti svo farið að fresta þurfi ein- hverjum framkvæmdum, til þess að hægt verði aö halda jákvæðum fjárlögum. Auk þess þurfi vitanlega að gæta að þvi hver þensluáhrifin i þjóðfélag- inu verði af þeim framkvæmd- um sem ráðgerðar eru á fjár- lögum og i lánsfjáráætlun. Einnig var borið undir Stein- grim það álit Verslunarráðsins, að lagagreinar bráöabirgðalag- anna varðandi vaxtalækkun stangist á innbiröis. Hann benti á, að vaxtalækkun á gengis- tryggðum afurðalánum komi nú til framkvæmda, sem sér- staklega sé mikilvægt, takist að halda genginu sæmilega stöð- ugu framan af árinu. Hinsvegar hafi Seðlabankinn lagst mjög hart gegn almennri vaxtalækk- un nú um áramótin, þannig að menn hafi ákveðið að ganga ekki gegn þvi. En takist það sem að er stefnt 1. mars, sagðist Steingrimur ekki sjá neina ástæðu til annars en að lækka vextina. Þetta væri þvi raun- verulega frestun á þvi til 1. mars. Aðspurður hvað liði fiskverðs- ákvörðun sagöi Steingrimur þvi miður allt standa fast milli út- gerðarmanna og sjómanna, varöandi hin almennu kjör. Þessvegna hafi ekki verið hægt að ýta fiskverösákvöröunum áfram. útgerðarmenn hafi neitað aö ræða málin nema að fá fyrst yfirlýsingu frá rikisstjórn- inni um að hún muni ekki hafa afskipti af lifeyrissjóðsmálum sjómanna og reyndar lika varö- andi jólafriin. Sagðist hann telja þetta furðulega afstöðu hjá út- gerðarmönnum, sem að sjálf- sögðu myndu fá aðild að þeirri nefnd sem um þessi mál mun fjalla. Og auðvitað gæti rikis- stjórnin aldrei gefið neina alls- herjar yfirlýsingu um að hún skipti sér ekki af slikum málum. Fyrir sitt leyti sagðist Stein- grimur telja sjálfsagt, að sjó- menn fái þá hækkun, að þeir hafi svipað tekjuhlutfall miðað við menn i landi og verið hefðu fyrir hækkanirnar i nóv. og desembermánuði. s.l. En verið væri að athuga hvort mæta megi einhverju af þvi með öðrum hlutum sem sjómenn meta. Læt ekki blöðin ráða hvenær ég fer í frí með, f jölskyldunni. Að lokum var Steingrimur spuröur hvað hann vildi segja um þann mikla áhuga sem ýmsir viröast hafa haft á ferða- lagi hans um hátiðarnar, ef marka má öll skrif og getgátur sem komið hafa fram i blöðum þar að lútandi. „Mér hefur alltaf verið ljóst, að nokkuð er sama hvað maður gerir, að alltaf eru rógtungur- nar samar við sig. Enda hafa þær greinilega ekki látið á sér standa t.d. i blöðum eins og Al- þýðublaði og Helgarpósti. Hins- vegar mun ég að sjálfsögðu ald- rei láta slika menn hafa áhrif á það, hvenær ég tek mér fri með minni fjölskyldu. Ég taldi þessa 1 daga að mörgu leyti heppilega, þar sem svo mikið var af fridög- um hvort eð er. í öðru lagi var undirbúningi efnahagsráð- stafananna langt komið. 1 þriöja lagi tiðkast það i Framsóknar- flokknum að margir vinni að svona málum. Við vinnum að málum i hópvinnu, þannig að engin vandræði eru þótt einn maður hverfi frá um stundar- sakir. Sem betur fer eigum við mjög mörgum góðum mönnum aö á að skipa i þessum málum og höfum liklega fleiri en nokkur annar flokkur. Að sjálf- sögðu fylgist ég lika mjög vel meö þvi sem var verið aö gera og allt sem ákveðið var i þessu máli var með minu fulla samþykki,” sagði Steingrimur. — En kostnaður af ferðinni var einnig til umræðu? „Slikan rógburð tel ég varla svaraverðan. Að sjálfsögðu þá greiði ég sjálfur allan kostnað- við þessa leyfisferð mina og fjölskyldu minnar”, sagði Stein- grimur. I Mjólkurbill ekki komist upp I Villingaholtshrepp I eina viku: Bændur hella niður mj ólkinni BSt — „Þrátt fyrir óvenjulega mikinn snjó og vetrarriki og samgönguerfiðleika, þá er það þó stórkostlegur munur fyrir okkur hér i Gaulverjabæjar- hreppi, að nú höfum viö samt vatn. — en áður viö likar aö- stæöur varö vatnsleysi aðal- vandamáliö hér um slóöir, en þetta breyttist allt með nýju vatnsveitunni,” sagöi Stefán Jasonarson, bóndi og hrepp- stióri Vorsabæ, er blaöamaður Timans náöi tali af honum til aö spyrja hann frétta um færö, veður og annaö fréttnæmt i hans sveit. Aö sögn Stefáns er mikill jafn- fallinn snjór þarna fyrir austan, en bændur i Gaulverjabæjar- hreppi hafa þó komið frá sér mjólkinni, en t.d. uppi i Vill- ingaholtshreppi eru bændur farnir að hella niöur mjólk, en þangað hefur ekki komist mjólkurbill i meira en viku, en verið var að reyna að brjótast þangaö i gær. Stefán Jasonarson sagði, að öll umferð úr Gaulverjabænum yröi nú aö fara i gegnum Stokkseyri, þvi að Gaulverja- bæjarvegurinn, frá Bár og út aö Selfossi er nánast alófær, en það er afar sjaldgæft, en tekist hefur að halda opnum veginum um Stokkseyri. Þar hefur saltro frá sjónum sitt aö segja og e hefur helst hlánað eitthvaö lægt sjó. Algjört jarðbann fyrir hross núna og kemur vel, aö heyfengur var mikill góður siðastiiðið sumar. Frá þvi fyrir jól hefur ve Framhald á bls

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.