Tíminn - 06.01.1981, Page 5

Tíminn - 06.01.1981, Page 5
Þriöjudagur 6. janúar 1981 5 fggjism Verslunarráð íslands: Mat á áætlun ríkísstjóm- arinnar í efnahagsmálum Um áramótin boðaði rikis- stjórnin áætlun um aðgerðir i efnahagsmálum. í aðgerðum þessum felast: Skammtimaaðgerðir, sem lækka verðbætur á laun þann 1. marz n.k. um 9%. Með þvi er eytt áhrifum nýgerðra kjarasamninga. Verðbólgan mun þvi ekki aukast i ár eins og horfur voru á, en verð ur rúm 50% yfir árið. Aætlanir um nýtt millifærslu- og uppbótakerfi og aukin rikisafskipti, sem stefnir h'fs- hagsmunum þjóðarinnar I hættu. Sjónhverfingar, sem fela viss- ar raunhæfar tillögur og aö- gerðir, en auk þess er boðað, aö rikisstjórnin muni marka sér stefnu siðar i efnahags- og atvinnumálum og hyggi á frekari aðgerðir til að draga úr þeirri skaðlegu óðaverð- bólgu, sem hér er orðin land- læg. Verzlunarráð Islands hefur lagt mat á efnahagsleg áhrif þessara aðgeröa. Fram- kvæmdastjórn ráðsins sam- þykkti á fundi sinum i dag svo- fellda umsögn um efnahags- áætlanir rikisstjórnarinnar: Verðlagshorfur Verzlunarráöið telur athyglis- vert, ef rikisstjórninni tekst að forða vaxandi veröbólgu af völdum kjarasamninga með breytingum á verðbótakerfinu, án þess að kaupmáttur skerðist umfram það, sem orðið hefði hvort eð var. Sú skeröing, sem kemur á veröbætur hinn 1. marz n.k. er að hámarki 7% til viðbót- arum2% skeröingu vegna gild- andilaga um efnahagsmál. Hér er tekin til baka nær sama krónutöluhækkun á laun og varö aðmeðaltali i almennum kjara- samningum á siðasta ári, og i sumum tilvikum meira. Hins vegar stendur til að bæta þetta að einhverju leyti upp með breyttum verðbótaákvæðum i ár. A næsta ári munu ákvæði laganna um efnahagsmál o.fl. um skertar veröbætur taka gildi á ný að öllu óbreyttu. Það er mat Verzlunarráðsins, að efnahagsaögerðir rikis- stjórnarinnar muni að miklu leyti koma i veg fyrir verð- bólguáhrif kjarasamninga sið- asta árs. Telur Verzlunarráðið, að framfærsluvisitala muni hækka um rúm 50% frá upphafi til loka þessa árs i stað 80%, og launahækkanir veröi rúm 46%. Spá Verzlunarráðsins gerirenn- fremur ráð fyrir, að verö á Bandarikjadal hækki um 38%. Mikil óvissa rlkir um frekari . aðgerðir, en þær sem þegar eru boðaðar. Þótt rætt sé um frekari aðgerðir i mai, liggur ekkert fyrir um slikt. Niðurstaða Verzlunarráðsins er sú, að ákvæði bráðabirgðalaganna muni að mestu draga úr þeirri verðbólguholskeflu, sem séð var fram á, an nái ekki að draga úr verðbólgunni frá þvi sem var á s.l. ári. Nýtt millifærslu- og uppbótakerfi Ef þörf krefur vegna stöðvun- ar gengissigs, ráðgerir rikis- stjórnin að innleiða á ný milli- færslu- og uppbótakerfi haftaár- anna. Þessa yfirlýsingu getur Verzlunarráð Islands ekki tekið alvarlega. I fyrsta lagi skortir fé til slikra aögerða. I öðru lagi eyði- legði slik aðgerð gjörsamlega lánstraust og lánamöguleika Is- lands erlendis og útilokaði okk- ur frá alþjóðasamvinnu i gjald- eyrismálum. 1 þriðja lagi brýtur slik aðgerð i bága við aðildina að EFTA og friverzlunar- samninginn við Efnahags- bandalagið og gengur þannig þvert á þá gifurlegu hagsmuni, sem við höfum af útflutningi til þessara landa. Nýtt millifærslu- og uppbótakerfi stefnir þannig að þvi aö einangra islenzkt at- vinnulif, þegar helmingur þjóðarteknabyggir á útflutningi vöruog þjónustu. Yfirlýsing um slikar aðgerðir verður þvi ekki tekin alvarlega nema sem frið- þægingartexti, sem ekki stend- ur til að framkvæma, enda yröi sú framkvæmd bein atlaga að lifshagsmunum þjóðarinnar. Verðmyndun I verölagsmálum leggur rikisstjórnin til bæði beinar og hugsanlegar aðgerðir. Fyrst má nefna þaö, sem virðist vera ný verðstöövun, en er i reynd af- nám þeirrar verðstöðvunar, sem gilt hefur siðasta áratug. Fagnar Verzlunarráöið þvi, aö sú skaðlega verðstöðvun skuli afnumin þann 1. mai n.k. Ýmsar aðrar aðgerðir eru einnig lagðar til, en þarfnast lagabreytinga, svo sem: Aö verðhækkunum verði sett timasett hámörk Að álagning verði almennt ákveðin f krónutölu Báðar þessar aðgerðir eru nán- ast óframkvæmanlegar og gagnslausar til að draga úr verðlagshækkunum eða auka hagkvæmni I verzlun. Eina raunhæfa aðgeröin I þeim efn- um er að innleiða það verð- myndunarkerfi, sem reynzt hef- ur bezt i nágrannalöndum okk- ar: frjálsa verömyndun. Nýjar samanburöarkannanir á vöru- verði hér og erlendis, fram- kvæmdar i áróðursskyni, tefja einungis þá nauðsynlegu breyt- ingu, enda er öllum löngu ljóst, að vöruverðið er lægst þar sem frjáls verðmyndun rikir og samkeppni er virk. Verzlunar- ráöið fagnar hins vegar, að gjaidfrestur á aðflutningsgjöld- um muni innleiddur, enda raun- hæf aðgerð til að lækka vöru- verö og auka hagkvæmni i verzluninni. Launamál Framsetning á áætlunum rikisstjórnarinnar i lánamálum er villandi. A einum stað er sagt, að verðtryggingu inn- og útlána skulifrestað, en á öðrum stað er lögð til viðtæk breyting i vaxtamálum: Vaxtakerfið verði einfaldað. Innleiddur verði 6 mánaöa verðtryggðir sparireikningar, sem bera 1% vexti Verðtrygging útlána verði aukin og skulu verðtryggð skammtimalán bera 4% vexti, en verötryggö lang- timalán 2% vexti. Ljóst er, að verði þessar aö- gerðir framkvæmdar, verður verötrygging inn- og útlána mun viötækari en veriö hefur. Sú að- gerð mun vissulega leiða tii aukins sparnaðar i lánastofnun- um, hagkvæmari fjárfestinga og minni þenslu i þjóðfélaginu. Verzlunarráðiö leggur hins vegar rika áherzlu á, að rekstrarskilyrði atvinnuveg- anna taka enn ekki mið af örri verðbólgu og þeirri viðtæku verðtryggingu fjármagns, sem orðin er. Þvi verður að innleiða frjálsa verðmyndun og viöhalda raunhæfri gengisskráningu, svo að verðtryggingin og verðbólg- an skapi ekki að óþörfu rekstrarerfiðleika i atvinnulif- inu, atvinnuleysi og gjaldþrot fyrirtækja. Atvinnulifinu mun reynast það nógu erfitt átak að aölagast þeim breyttu starfs- skilyrðum, sem verötryggingin skapar, þótt erfiðleikarnir séu ekki auknir meö óraunhæfum afskiptum af verömynduninni i landinu. Rikisfjármálin Aætlanir rikisstjórnarinnar I efnahagsmálum sneiða nánast hjá öllum aðgeröum I rikisfjár- málum. 1 ár verða útgjöld rikis- ins þvi enn aukin og skattheimt- an heldur áfram aö vaxa. Verzlunarráðið telur, aö for- senda raunhæfs árangurs I lækkun verðbólgu sé, aö tekið verði á öllum þáttum efnahags- lifsins og skipta rikisfjármálin þar höfuðmáli. Verði þau ekki tekin til endurskoðunar, og út- gjöld, umsvif og skattheimta hins opinbera lækkuð, telur Verzlunarráðið að ekki sé hægt aðbúast við teljandiárangri i að kveða niöur þá 50% veröbólgu sem hér er orðin landlæg. Nægir aðminnaáslæmareynslu Breta af misheppnuðum efnahagsað- gerðum vegna þessa. Lokaorð 1 áætlunum rikisstjórnarinnar er ítrekað, að rikisstjórnin ætli að móta sér stefnu i efnahags- málum, orkumálum og málefn- um atvinnulifsins. Hér eru þvi boðaðar skammtimaaðgeröir rikisstjórnar, sem enn veit ekki hvað hún vill. Er það orðið tim- anna tákn, að það taki rikis- stjórnir stjórnartimabiliö að semja sér stjórnarsáttmála. Sú óvissa, sem þetta ástand skap- ar, er orðin óviðunandi. Athuganir Verzlunarráösins benda 01, að skerðing veröbóta þann 1. marz n.k. um nær 9% muni aö mestu eyða verðbólgu- áhrifum kjarasamninganna frá siðásta ári og forða þeirri verð- bólguholskeflu, sem stefndi að. Verðlag mun hins vegar enn hækka I ár um rúm 50%. Raun- verulegur árangur i viðureign við það verðbólgustig næst hins vegar ekki, nema með sam- ræmdum aðgerðum i efnahags- málum svipuðum þeim og Verzlunarráðið hefur sett fram i stefnu sinni i efnahags- og at- vinnumálum. Spá um breytingar framfærsluvisitölu launa og gengis USD1981 framfærslu- launa- gengi visitaia hækkanir USD 1.1. 100 (3210) 6,25 1.2. 104 (3340) 6,50 1.3. 108 (3468) 7% 1.4. 112 (3601) 1.5. 116 (3740) 6,90 1.6. 120 (3850) 12% 1.7. 124 (3963) 1.8. 127 (4080) 7,60 1.9. 132 (4237) 9% 1.10. 137 (4400) 1.11. . 142 (4570) 8,10 1.12. 147 (4731) 12% 31.12. 152 (4900) 8,60 Breyting frá upp- hafi til loka árs: 52% 46% 38% Breyting að meðal- taii frá 1980: 58% 54% 53% Árni Árnason framkvæmdastjóri Verslunarráðsins um bráðabirgðalögin: Forða okkur frá nýrri verðbólguholskeflu HEI — „Samkvæmt texta bráðabirgðalaganna sjálfra held ég að verið sé að gera gott, en ég undirstrika auðvitað aö aðrar yfirlýsingar — um milli- færslur og uppbótakerfi — neit- um við hjá Verslunarráðinu að hægt sé að taka alvarlega. Ann- að væri svo hrikalegt að maður má ekki til þess hugsa”, svaraði Arni Arnason framkvæmda- stjóri Verslunarráðsins er rætt var við hann um afstöðu Verslunarráösins i framhaldi af þvi að fram virðist hafa komið misjöfn túlkun á greinargerð þeirri er Versiunarráðið hefur sent frá sér og birtist annars- staðar i blaðinu. Arni sagði bráðabirgðalögin, að mati Verslunarráðsins, forða okkur frá þvi að ný verðbólgu- holskefla skelli yfir okkur. En þau nái hinsvegar ekki til þess að færa verðbólguna úr þvi fari sem hún hefur verið s.l. tvö ár. Hann sagðist hinsvegar ekki trúa þvi að meirihlutastuðning- ur væri fyrir þvi á Alþingi — og jafnvelekki innan sjálfrarrikis- stjómarinnar — að fara út i eitt- hvert viðtækt millifærslu og uppbótakerfi. Með þvi yröi fariö um tvo áratugi aftur i timann auk þess sem það eyðilegði aðildina að EFTA, friverslunar- saniiiinginn við EBE, þátttök- una I Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og stöðu okkar á alþjóða pen- ingamörkuðum. Yfirlýsingar Arni Arnason um slikt, eins og ráöa mætti af efnahagsáætluninni sjálfri, væri þvi tæpast hægt aö taka i fullri. alvöru, þótt lögð sé fram sam/ hliöa lögunum. illrv am* J mmmmm

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.