Tíminn - 06.01.1981, Qupperneq 7

Tíminn - 06.01.1981, Qupperneq 7
Þriöjudagur 6. janúar 1981 7 Glúmur Gylfason: > heima á kórlandi Vatn, oli'a. An þess fyrr- nefnda: ekkert lif. Mörgum þætti vist lifið fátæklegra án þess siðarnefnda. En aldrei hefur þessum vökvum verið ætlað að blandast saman. Almennur söngur: listrænn kórsöngur. An þess fyrrnefnda: sjúkt sálarlif, þvi að hann lækn- ar sorgir, eflir kjark, treystir trú og ryður burt efa og styrkir samstöðu hóps sem syngur. Sterkasta sefjunartæki sem völ er á er sameiginlegur einradd- aður söngur. Dærni:^ — 1) Ahorfendur á knattspyrnu- leikjum erlendis. 2) Syngjandi hópgöngur erlend- is — t.d. hermenn eða skóla- nemendur. 3) Syrgjendur við jarðarfarir erlendis. 4) Söfnuður i kirkju erlendis. 5) Börn og fullorðnir hönd i hönd kringum jólatré. Lika á Islandi — ennþá. Skoðum þessi dæmi betur. 1. Þegar landsleikir i knatt- spyrnu fara fram erlendis og lúðrasveit leikur þjóðsöng heimalandsins, syngja allir á- horfendur með. Engum getur dulisthversu jákvæð sefjunará- hrif það hefur i hug og hjörtu áhorfenda að taka þátt i slikum söng, umfram það að standa og hlusta bara á plötu. Mjög oft fylgja aðrir söngvar i kjölfarið. Danmörk: „Ja, vi sejler op að áen”. Englendingar syngja menningarlegri lög: „Abide with me” ,,og lag Elgars: „Land of hope and glory” með breytilegum texta eftir þvi, hver andstæðingurinn er. Ennþá sýna islenskir áhorfend- ur tilfinningar sinar einungis með öskri, en þó er nú farið að bregða fyrir talkórum (hverjir eru bestir?), svo að e.t.v. er söngurinn ekki svo langt undan. 2. Kvikmyndinni um Jerúsal- em á jóladag lauk með syngjandi hópgögngu skóla- fólks. Ef marka má kvik- myndir, marséruðu hermenn Hitlers burt frá heimilum sínum og út i opinn dauðann, syngjandi þjóðernissöngva til að efla kjarkinn. A Islandi ganga menn skrúð- göngurá sumardaginn fyrsta og 17. júni. Þá spila lúðrasveitir ættjarðarlög fyrir göngunni. En syngur göngufólkið? Nei, frekar mætti ætla að það væri á leið til sinnar eigin jarðarfarar. A sið- asta 17. júni gekk ég i skrúð- göngu og söng við raust alla texta sem ég kunni við lögin sem lúðrasveitin lék. Þó að tveir kórar marséruðu i einkennis- búningum sinum á eftír göng- unni, heyrði ég engan taka lag- ið. Almennur söngur við svona tækifæri og aðrar stórar stundir i lifi þjóðarinnar væri besta hugsanlega tæki til jákvæðrar sefjunarog sameiningará hug- um fólksins. 1 siðustu forsetakosningum var það aðeins reynt. Að vi'su var ég ekki á fundi Guðlaugs Þorvaldssonar i Laugardalshöll enaðsögn góðs kunningja mins, sem þá var kvaddur til forsöngs ásamt fleirum, verð það lág- punktur fundarins, þegar þús- undirnar áttu að syngja saman lag og texta sem allir kunnu. Islendingseðlið gerði hápunkt- inn að lágpunkti. 1 gegnum sjónvarpið varð öll þjóðin vitni að því að nýkjörinn forseti, Vigdis Finnbogadóttir fékk sömu útreið hjá aðdáend- um sinum kvöldið eftir kosningamar, þegar hún frá svölum húss sins gerðist for- söngvari i „Land mins föður”, án þess að mannfjöldinn kæmi henni til aðstoðar. Var þó heill karlakór á staðnum og lúðra- sveit lék undir. Ekki er að efast um að viðstadda hefur að öllu hjarta langað til að taka undir með forsetaefninu. Islendings- eðlið kom bara i veg fyrir það. „Islendingseðlið”? Erum við þá svona frábrugðnir öðrum mönn- Hugleiðingar vegna „Stundarinnar okkar” á jóladag um, að við tjáum tilfinningar okkar annað hvort með öskri eða með þvi að æfa viðbrögðin fyrirfram i' sópran, alt, tenór og bassa? Svör við þeirri spurningu ættu að fást með þvi að rannsaka hver þátttaka okkar hefur verið i guðsþjónustusöng um aldirnar. 3. og 4. Frá þvi að kristni barst til Islands hefur verið sungið á þvi kalda landi. 1589 er fyrsta söngbókin prentuð og það. með nótum. Einrödduö handa „Jóni og Gunnu” til að syngja á evangelisku gullaldarsálmana. Það gerðu þau lika svikalaust og vitandi eða óvitandi breyttu þau lögunum og þannig urðu til „gömlu lögin”. Almenningur átti þá a.m.k. það erindi i kirkj- una að syngja. Um listrænan kórsöng var alls ekki að ræða og engin þróun i þeirri grein fyrr á Utsiðu Timans, að söfnuðurinn hafi tekið þátt i söngnum i Nes- kirkju. En hvernig mátti það verða? Jú, það vill svo heppi- lega til, að mynd fylgdi. Ef menn skoða hana vel og einkum hornið efst uppi til vinstri og reyna að finna hvað „vantar” á myndina, ættu þeir að verða nokkru nær. Fórnarlömbin Á þessu máli er lika önnur hlið. Hún er sú, að meirihluti islenskra safnaða á allar sinar helgustu minningar frá æsku og uppvaxtarárum tengdar við hlustun, en ekki eigin söng. Þetta fólk vill eðlilega hafa kirkjusöng eins og hann var þegar það var að mótast og á lika rétt á að eitthvert tillit sé tekið til þess. Einhver Ur þess- um hópi skrifaði harðort les- sálmana og einföldustu liðina i kiassiskum messusöng, en kór- inn syngi það sem kórnum ber: flóknari messuliöi, guðspjalls- mótettur, stólvers, offertorium (sálmurinn eftir prédikun), og viðeigandi kórverk þegar söfn- uður gengur til altaris. Af nógu er að taka og er kórum það með fengið miklu meira og verðugra verkefni en flestir láta sér nægja i dag. Venjum ekki enn eina kynslóð af islenskum börn- um við þessar tilraunir okkar til þess að blanda saman kórsöng og almenningssöng sem nú hafa staðið i hundrað ár án þess að takast með öðrum árangri en þeim að drepa almenna sönginn og eyðileggja sönginn hjá þeim kórum sem verða að halda „tónleika” á hverjum sunnu- degi með 5 safnaðarsálma á efnisskránni i lóðréttum skóla- útsetningum þar sem varla sést svo mikið sem vixlnóta. " ' Helgileikur og jólasöngvar i Neskirkju. Timamynd GE. en eftir miðja siðustu öld. Hér vissu menn ekkert að fæðst höfðu og dáið menn sem hétu Bach, Mozart og Beethoven. Þvi var litil von tíl þess að menn vissu til hvers ætti að nota kóra, þegar þeir loksins komu, ekki frekar en Bretarnir vissu hvernig átti að matbúa skyrið. Það verður aldrei auðvelt að stökkva mistakalaust yfir 400 ára þróunarsögu. Kórnum var sem sé fengið það hlutverk að syngja alla sálmana i messunni i fjórum röddum. Þó að öllum sem vilja séu nú orðnar ljósar afleiðingarnar, get ég ekki stillt mig um að vitna i endurminn- ingar Kristins Guðlaugssonar (Menn og minjar IX. 1960) Eftir að hafa lýst kaupum á hljóðfæri, stofnun kórs og smiði sönglofts i Kaupangskirkju, árið 1879 segir hann: „þeim sem tekið höfðu þátt i kirkjusöngnum, var litið gefið um nýbreytnina. Töldu þeir, að vel hefði mátt una við það sem var, fannst sinu starfi nú lokið, vildu gjarna draga sig i hlé”... Ekki þarf miklum getum að þvl að leiða, hvort þeir sem tóku þátt i almennum söng i Kaupangskirkju hafi orðið jafn tiðir gestir þar eftir sem áður. Svo örlagarik og langvarandi urðu áhrifin, að hundrað árum siðar fáumst við ekki til að syngja af sjálfsdáðum á fundum og mannamótum. Svo langvarandi, að á Þor- láksmessu 1980 (hundraö árum siðar),er skýrt frá þvisem frétt endabref f siðdegisblaö eftir áramótin 1978/79 vegna þess að jóla- og áramótasálmamir og þá ekki sist þjóðsöngurinn höfðu verið sungir einraddaðir i dóm- kirkjunni I Rvk. að þvi sinni. Fáum dögum siðar var organ- istínn rekinn og aftur tekinn upp fjórraddaður kórsöngur. Astæð- ur þessa fólks eru tilfinninga- legar og gegn þeim þýðir litiö að beita þeim óhrekjandi rökum, að bassi getur ekki sungið sópran. Þ.e., karlmaður getur ekki sungið lagið með blönduð- um kór nema út komi óskapnað- ur (samstigar áttundir), og að einskis er vert fyrir kór að æfa listrænan flutning á lagi sem allir tónleikagestir taka undir i, hver með sinu nefi. En að koma með svona rök til þeirra sem hafa haldið þennan kirkjusöng út.vanist honum og jafnvel iðk- að hann, er eins og aö segja viö manninn: konan þin er ljót. Ef honum finnst hún falleg, þá er hún falleg, hversu ljót sem hún annars kann að vera. Ályktunin er þvi sú að við eig- um ekki að falla i sömu gryfjuna með þvi að bylta öllu of snögg- lega. Þar sem ástandiö ér verst, verður að byggja almenna söngþátttöku á unga fólkinu og bömunum. Látum ógertað leita að sökudólgum fyrir ástandinu, enda e.t.v. eins gott fyrir mig sjálfan. Lokatakmarkið: Söfnuöurinn syngi það sem söfnuöinum ber: „Stundin okkar” á jóladag Væntanlega hefur mestöll yngsta kynslóðin orðið vitni að þvi að allar tilraunir til að blanda saman kórsöng og al- mennum söng eru dauðadæmd- ar, þegar hún horfði á „Stund- ina okkar” á jóladag. Þegar bömin tóku höndum saman og héldu að nú ættu þau að fara að syngja á meðan þau gengju i' kring um jólatréð, var þeim tilkynnt að nú kæmi kór og einsöngvari og syngi nokkur lög, en þau skyldu bara syngja með samt. Börnin virtust kunna lagið, „Nú er Gunna á nýju skónum” og fóru að syngja, en fljótlega urðu þau að hætta. Hér var æfður kór að syngja og að sjálfsögðu var lögunum þvi litil- lega vikið við og þau færð i ferskan búning, t.d. með breytt- um hryn. En það var nóg til þess að börnin gáfust upp. Svo kom viðlagið og þá héldu börnin að nú ættu þau að sjá um það og reyndu enn á ný að komast inn i sönginn, en allt fór á sömu leið. Reyndar var alveg aðdáunar- vert hvernig kórinn og þó eink- um einsöngvarinn gátu haldið sinu striki þrátt fyrir tilraunir bamanna til þess aö syngja með. Fljótlega mátti svo sjá börnin ganga steinþegjandi f kringum jólatréð og hlusta á kórinn syngja fyrir sig öll lögin sem þau kunnu svo vel. „Ég á heima á grátlandi” Vissulega var þetta grátleg sjón. Alveg jafn grátleg eins og að sjá söfnuð i kirkju á jólum sitja steinþegjandi og hlusta á kórinn syngja „Heims um ból” fyrir sig i fjómm röddum. En fyrirböm er þetta aö sjálfsögðu óeðli. Þau heföu tekið þvi með þökkum ef þeim hefði verið gert kleift að syngja með. En fyrir sumt fullorðið fólk er þetta ekki óeðli. Það rekur af höndum sér organista sem leyfa sér að lækka lög og láta forsöngvarana syngja þau einrödduð svo allir megi taka undir. Ég hafði aldrei ætlað mér að skrifa opinberlega um þessi mál. Þróuner byrjuö i rétta átt og timinn vinnur með henni. Ragnar Björnsson vann gott starf og Jón Stefánsson gerir það enn. Dr. Hallgrimur Helga- son ritar timamótagrein um þetta efni i næsta Organista- blaði og forseti Islands hefur lýst þessu sem einu mesta á- hugamáli sinu. En besti stuðningsmaðurinn verður þó vonandi ung, opin og ófeimin kynslóð ef nátttröll af eldri kyn- slóðinni „gripa ekki fyrir munninn á henni” i kirkjum og á jólatrésskemmtunum. En rit- vélina greip ég vegna þess, aö áhrifamáttur sjónvarpsins er svo mikill, að haldi það upp- teknum hætti, má allteins búast við að allar jólatrésskemmtanir næstu 100 árin verði á þann veg, að Islensk börn gangi þeg jandi i kringum jólatréð og hlusti á kór syngja jólalögin fyrir sig — og þyki bara gott og sjálfsagt að þeim tima liðnum, enda miklu betri flutningur heldur en aö láta aumingja krakkana vera að góla þetta sjálf og flest hálf lag- laus hvort sem er! ÍOOO ára afmæli kristniboðs — 100 ára afmæli þagnarinnar Ihundrað ár hafa Islendingar þagað þegar þeir hafa átt aö syngja. Byrjum ekki nýtt hundrað ára timabil. Gefum islensku þjóðinni þá afmælisgjöf á þúsund ára afmæli kristniboðs 1981 að gera unglingum og öðr- um sem það vilja, kleift að syngja við guðsþjónustur. Þá verða e.t.v. einhverjir til þess að halda upp á þúsund ára af- mæli kristnitökunnar. Lokaorö Við getum látið vatn og oliu i sama ilátið, en þau blandast aldrei saman, mynda aldrei eina heild. Sama er að segja um almenn- an söng og kórsöng. Söfnuður sem sameinast I söngog syngur einum rómi, fær safnaðartilf inningu og einingartilfinningu. Hver einstaklingur i hóp sem þannigfer að, fær þá tilfinningu að hann sé einn af hópnum og fær samkenndartilfinningu gagnvart hinum I hópnum. Geturhugsast, að þróun siðustu hundrað ára á Islandi i söng- málum eigi einhvem þátt i þvi hvernig komið er i flokka- og þjóðmálum? Glúmur Gylfason.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.