Tíminn - 06.01.1981, Síða 8

Tíminn - 06.01.1981, Síða 8
 8 Þriðjudagur 6. janúar 1981 Ölafur Ragnarsson fyrrverandi ritstjóri Vísis: „Lít ekki á þetta sem persónulegan ágreining” FRI — Mér finnst sjálf- sagt að minna menn á að það er ekkert nýtt hér á landi að það komi upp ágreiningur á milli ritstjórnar og eigenda dagblaða og timarita. Dæmi um þetta þekkja menn eflaust, m.a. frá Visi, en varðandi það sem nú hefur gerst og snýr að mér þvi vil ég segja að ég hef auðvitað lagt áherslu á gott samstarf við alla aðila þau 5 ár sem ég hef unnið á Visi, sagði Ólafur Ragnarsson fyrrverandi ritstjóri Visis i samtali við Timann en honum var sem kunnugt sagt upp á Visi fyrir helgina. — Aftur á móti hef ég staðið fast á afstöðu minni og rétti rit- stjórnar gagnvart fram- kvæmdastjórninni og eigendum blaðsins eftir þvi sem mér hefur þótt þörf á. Þvi er ekki að neita að það hafa orðið árekstrar án þess að ég fari út i það nánar. — Megin atriði málsins eru að viðhorf min sem ritstjóra hafa ekki farið saman við viðhorf eigenda blaðsins og það hefur leitt til þess að þeir hafa sagt mér upp störfum. Hörður Einarsson tilkynnti mér að stjórn Reykjaprents hefði ákveðið að segja mér upp störf- um, en á föstudag er gengið var frá þvi i hvaða formi minn við- skilnaður ætti að vera þá lýsti Hörður þeirri grundvallarskoð- un sinni að þegar yfirmönnum Ólafur Ragnarsson fyrirtækja er sagt upp störfum þá ættu þeir að hætta strax. Þessu var ég sammála og það varð að samkomulagi að ég hætti þann sama dag. — Aðspurður um þau orð Harðar að ástæður uppsagnar- innar væru persónulegur ágreiningur en ekki málefna- legur sagði Ólafur: — Það geta margir þeirra sem enn eru á Visi vitnað um það hvernig þessi ágreiningur hafi orðið en ég lit ekki á hann sem persónulegt mál af minni hálfu! — Ég hef annan skilning á ástæðum árekstranna og upp- sagnarinnar heldur en Hörður og lit alls ekki á þetta sem per- sónulegt heldur hef ég staðið á minum grundvallarsjónarmið- um sem ritstjóri. Hörður Einarsson stjórnarformaður Reykjaprents: „Um persónulegan ágreining að ræða” FRI — Ég sé ekki ástæðu til að ræða þetta mál frekar nema það sem koinið hefur fram um það að Óiafi Ragnarssyni hafi verið gert að hætta strax en það er alrangt, þvi hann mátti ráða þvi sjálfur hvort hann hætti strax eða innan 3 mánaða og honum var lofað fullu samráði um hvernig þvi yrði hagað, sagði Ilörður Einarsson stjórnarformaður Reykjaprents i samtali við Timann er blaðið spurðist fyrir um uppsögn ólafs Itagnarssonar ritstjóra á Visi. — Hann kaus siðan að hafa þennan háttinn á, aö hætta strax, og ekkert er við þvi að gera. Ennfremur sagði Hörður i samtalinu að sú ástæða sem fram hefði komið sem skýring á uppsögninni að eitthvað hefði verið reynt að ganga. á sjálf- stæði ritstjórnarinnar, væri röng. — Það hefur aldrei verið reynt hér á þessu blaði að ganga á sjálfstæði ritstjórnarinnar heldur er hér eingöngu um per- llörður Einarsson sónulegan ágreining að ræða en ekki málefnalegan, sagði Hörður. Rltstjórn Vísis: HARMAR IlPPSfiGN RITSTJÓRANS FRI — Starfsfólk rit- stjórnar Visis hélt fund á sunnudag vegna hinnar skyndilegu uppsagnar ólafs Ragnarssonar rit- stjóra. Á fundinum var samþykkt að senda Ólafi Ragnarssyni eftirfarandi skeyti: //Starfsfólk ritstjórnar Vísis sendir þér bestu þakkir fyrir sérstaklega gott samstarf. Jafnframt þykir okkur miður með hvaða hætti þessu sam- starfi lauk. Við óskum þéralls hins besta i fram- tíðinni." Undir þetta bréf skrif- uðu allir félagar Blaða- mannafélagsins á rit- stjórn Visis 26 manns. Séra llreinn lljartarson, sókuarprestur iFella- og Hólasókn afhend- ir þeim («ylfa Guðjónssyni (fyrir miðju á myndinni) og Ingimundi Sveinssyni (lengst til vinstri) verðlaunin fyrir bestu tillöguna. Fékk livor þeirra 1.5 millj. kr. & 1 JL1 / Arkitektarnir Gyifi Guöjónsson IfSQfllOI S og In^imitndur Sveinsson hlutu JICImUIiII / meömæli dómnefndar Kás — A laugardag var lýst úrslitum í samkeppni um teikningu nýrrar kirkju i Fella- og Hólasókn i Breiðholti/ sem safnaðar- nefndin stóð fyrir. Hér var um lokaða samkeppni milli arkitekta að ræða, og varð dómnefndin sammála um að veita tillögu arkitekt- anna Gylfa Guðjónssonar og Ingimundar Sveinsson- ar meðmæli sin. Þykir dómhefndinni að þeim félögum hafi tekist mjög vel að tengja saman kirkjuskip, safnaðarheimili og annað hús- næöi, er þykir tilheyra safnaðar- starfi I dag. Auk þess sem bygg- ingin falli vel aö landslagi og að- liggjandi byggð og tengsl viö úti- vistarsvæði séu mjög góð. Dómnefndin varð sammála um að árangur keppninnar hefði ver- ið mjög góöur og þvi erfitt að gera upp á milli áhugaveröra en ólikra tillagna. Þeir sem tóku þátt i samkeppninni auk Gylfa og Ingi- mundar voru: Hilmar Ólafsson og Hrafnkell Thorlacius, og Þor- valdur S. Þorvaldsson og Mann- freð Vilhjálmsson. Dómnefndina skipuðu séra Hreinn Hjartarson, formaöur, Jón Hannesson, byggingarmeist- ari og óli Jóhann Ásmundsson af hálfu sóknarnefndarinnar, en Arkitektafélagið tilnefndi tvo dómnefndarmenn, þau Albinu Thordarson og Þórarin Þórarins- son, arkitekta.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.