Tíminn - 06.01.1981, Qupperneq 11

Tíminn - 06.01.1981, Qupperneq 11
Þriðjudagur 6. janúar 1981 ÍÞROTTIR ÍÞROTTIR n STAÐAN mótstaöa Hauka litil. Tfmamynd Kóbert. Haukar áttu sér ekki við- reisnarvon á móti Vikingur sigraði með 12 marka mun 28:16 er félögin léku i Laugardalshöil á sunnudagskvöldið i 1. deild Víkingum Haukar voru Víkingum ekki erfiður Ijár i þúfu er félögin léku í 1. deild islandsmótsins í hand- knattleik i Laugardalshöll- inni á sunnudagskvöldið. Víkingar sigruðu auð- veldlega með 12 marka mun 28-16 eftir að hafa leitt i hálfleik, 15-7. Fáttgetur nú komið í veg fyrir að Víkingar hljóti íslandsmeistaratitilinn, þeireiga eftir að leika þrjá leiki og þurfa aðeins að hljóta tvö stig úr þeim. Víkingar náðu fljótlega í leiknum yfirhöndinni og um miðjan fyrri hálfleik má eiginlega segja að þeir hafi verið búnir að gera út um leikinn staðan þá 8-2 og eftir það áttu Haukarnir sér aldrei viðreisnar von. Vikingar juku enn forskot sitt i siðari hálfleik og um miðjan seinni hálfleik höfðu þeir náö 9 marka forystu, og gátu þvi leyft sér aö slaka á, enda mótstaða Hauka meö eindæmum litil. Það kom dálitið á óvart i leikn- um að.Bogdan þjálfari Vikinga leyfði nú „ungu” mönnunum að spreyta sig i leiknum en þó ekki fyrr en útséð var um það að sigur væri i höfn. Eggert lék allan seinni hálfleik- inn i marki Vikings þó Kristján hafi varið vel i þeim fyrri, og stóð Eggert sig mjög vel. Um leik Hauka er litið hægt að segja, þeir léku afleitlega það var aöeins Gunnar Einarsson mark- vöröur sem stóð upp úr. Veröi ekki gerð bragarbót á leik liðsins þá er óliklegt annað en þeir faili niður i 2. deild. Leikinn dæmdu Gunnar Kjartansson og Karl Jóhannsson. Mörk Vikings: Þorbergur 10 (1), Páll 6(1), Steinar 4, Arni 3, Guðmundur 2, Stefán Heimir og Ólafur 1 hvor. Mörk Hauka: Hörður 4, (3), Sigurgeir 3, Lárus, Július og Arni Sverrisson 2 hver, Viðar Stefán og Arni Hermannsson 1 hvor. rop- Trevor Francis ieikmaöur Forest. Ólafur Jónsson er betur þekktur fyrir aö fara inn úr hornunum, en hefur hér tekiö aö sér stórskyttuhlutverkiö, enda Staðan i 1. deild islandsmótsins i handknattleik þegar leiknar hafa verið 11 umferöir er nú þessi: Vikingur-Haukar 28-16. Vikingur . .11 10 1 0 223-183 21 Þróttur... . 11 8 0 3 250-224 16 Valur .... . 11 6 1 4 252-199 13 FH . 11 5 2 4 239-243 12 KR . 11 3 3 5 227-250 9 llaukar... . 11 3 1 7 216-234 7 Fram .... . 11 2 1 8 231-255 5 Fylkir .... . 11 2 1 8 208-258 5 Ingemar Stenmark féllí keppni Ungur Austurríkismaöur Christian Orlainsky kom öllum á óvart og sigraði i stórsvigskeppni um heims- bikarinn. Mótið var haldið á sunnudaginn i Ebnat Knappel í Sviss og þar sem það kom einna mest á ó- vart að skíðakappinn kunni Ingemar Stenmark varð að hætta keppni, slíkt hefur ekki hent kappann í langan tíma, hann féll í fyrri um- ferðinni og varð að hætta keppni. Orlainsky er aðeins 18 ára gam- all og þetta var fyrsta stórmótið sem hann sigrar i og skaut aftur fyrir sig kunnum köppum eins og Hans Enn og J. L. Fournier Frakklandi, Orlainsky fékk tim- ann 2,41,41 Hans Enn einnig frá Austurriki varð annar fékk tim- ann 2,41,50 og Fournier varð þriðji á 2,41,58. I stigakeppninni um heimsbik- arinn er Peter Muller Sviss efstur með 80 stig Hans Enn hefur 63 stig Stenmark er i áttunda sæti með 50 stig. röp-. Mariner hetja Ipswich á móti Aston Villa skoraöi sigurmark Ipswich — 32 leikir voru í þriðju umferð i enska bikarnum Á laugardaginn var leikinn þriðja umferðin f ensku bikarkeppninni, aðalleikur umferðar- innar var eflaust viður- eign Ipswich og Aston Villa Portham Road, Paul Mariner var hetja Ipswich hann skoraði eina mark leiksins á 14. min fyrri hálfleiks. Þrátt fyrir þunga sókn Villa í seinni hálfleik tókst þeim ekki að jafna metin. Leikmenn Manchester United máttu teljast heppnir að ná jöfnu gegn Brighton og það á eigin heimavelli, Old Trafford. Brighton komst i 2-0 með mörkum þeirra Horton og Ritchie og þannig var staðan þangaö til um 20 min voru til leiksloka. Duxbury minnkaði muninn i 1-2 en hann hafði kom- iö inn á sem varamaður fyrir Sammy Mcllory aðeins nokkr- um min. áöur en hann skoraði markiö. United sótti stift aö marki Brighton það sem eftir var og þeir uppskáru mark rétt fyrir lok leiksins, mátti ekki tæpar standa og var Micky Thomas þar að verki. Arsenal mátti þola 0-2 tap fyrir Everton á Goodison Park, lengi vel leit út fyrir að leiknum myndi lykta með markalausu jafntefli en leikmenn Everton voru ekkert á þeim buxunum að deila stigunum og skoruðu tvö mörk á siðustu 5 min. leiksins, að visu aðstoðaði bakvörður Arsenal, Kenny Samson, þá þvi hann skoraði sjálfsmark og það var Mike Lyons sem skoraði annað mark Everton. Alls voru leiknir 32 leikir i 3 umferðinni og úrslit þeirra urðu þessi: Barnsley—Torquay 2-1 Birmingham—Sunderland 1-1 Bury—Fulham 1-1 Colchester—Bradford 0-1 Derby—Bristol City 0-0 Everton—Arsenal 2-0 Huddersfield—Shrewsbury 0-3 Hull—Doncaster 1-0 Ipswich—Aston Villa 1-0 Leeds—Coventry 1-1 Leicester—Cardiff 3-0 Liverpool—Altrincham 4-1 ManchesterCity—C.Palace 4-0 Manchester U-—Brighton 2-2 Mansfield—Carlisle 2-2 Maidstone—Exeter 2-4 Newcastle—Sheffield Wed. 2-1 Norwich—Cambridge 1-0 Nottm. Forest—Bolton 3-3 Notts County—Blackburn 2-1 Orient—Luton 1L3 Peterborugh-Chesterf., 1-1 Plymouth—Charlton 1-2 Port Vale—Enfield 1-1 Preston—Bristol Rovers 3-4 QPR—Tottenham 0-0 Southampton—Chelsea 3-1 Stoke—Wolves 2-2 Swansea—Middlesbrough 0-5 WBA—Grimsby 3-0 West Ham—Wrexham 1-1 Wimbledon—Oldham 1-0

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.