Tíminn - 06.01.1981, Qupperneq 15
Þri&judagur 6. janúar 1981
15
9 milljónum litra minni mjólk fyrstu 11 mánuði ársins:
ENN MINNKAR MJÚLKIN
HEI — Innvegin mjólk hjá
mjólkursamlögunum var tæp-
lega 17% minni i nóvember s.l.
en i nóvember árið 1979. Fyrstu
11 mánuði síðasta árs tóku sam-
lögin á móti rúmlega 100 milljón
litrum sem er um 9 millj. litra
eða um 8,5% minna en á sama
tima árið 1979. Þetta kemur
fram i fréttabréfi U.L. Talið er,
að framleiðslan megi ekki
minnka mikið meira, ef full-
nægja eigi þörfinni allt árið. En
aukin áhersla verði nú lögð á að
jafna framleiðsluna yfir árið.
1 nóvember varð samdráttur-
inn mestur i Húnavatnssýslum.
Þannig barst Mjólkursamlaginu
á Blönduósi 31.4% minni mjólk
en i sama mánuði árið áður og
Mjólkursamlaginu á Hvamms-
tanga 28.4% minni. Til Borgar-
ness barst 21.7% minm mjólk,
til Akureyrar 16.8%, til Húsa-
vikur 15.6% og til Mjólkubús
Flóamanna 14.2% minni mjólk
en i sama mánuði i fyrra.
Jólasveinar úr Ingólfsfjalli halda:
ÞRETTÁNDAGLEÐI
Á SELFOSSI
BSt — Kétkrókur — fyrirliði jóla- fréttamannafund á Selfossi og til-
sveinanna i Ingólfsf jalli — hélt kynnti þar, að þeir bræður hefðu í
Q Samúðarverkfall útkeyrslumanna
hópar hafa fengið. Hækkanir
þessar má i heild meta sem 18%
launahækkanir, launaflokka-
hækkunsem felur i sér 16% hækk-
un til samræmis við það sem
verkamenn á öðrum oliustöðvum
hafa. Þar að auki eru nokkur önn-
ur atriði sem spila þarna inni,
þannig að heildarhækkunin yrði
um 18%. Þessi hækkun sem við
höfum samþykkt til handa
bensinafgreiðslumönnum er upp
undir tvöfalt meiri en meðaltaís-
kauphækkanir voru i aðalsamn-
ingnum. Við litum svo á að af
okkar hálfu hafi verið um svo
jákvæða afstöðu að ræða, að
lengra verði ekki gengið af okkar
hálfu.
Allur samanburður við versl-
unarmenn er algjörlega út i blá-
inn, þvi éf ætti að taka mið af
þeim launahækkunum sem af-
greiðslumenn i verslunum fengu,
þá væri þar um að ræða miklu
minni launahækkanir. Þvi að þeir
verslunarmenn sem einstakir
forystumenn Dagsbrúnar hafa
verið að vitna til fengu miklu
minni launahækkanir en liggja á
borðinu i tilboði frá okkur núna.
Það er einungis þvermóðska ein-
stakra forystumanna Dags-
brúnar sem hefur kallað þetta
verkfall yfir starfsmennina og
ibúa höfuðborgarsvæðisins.”
Þorsteinn sagði að það væri al-
farið á ábyrgð bensinafgreiðslu-
manna ef svo héldi fram sem
horfði. Vinnuveitendur hefðu sýnt
OBændur
afar erfitt um samgöngur um
allan Flóann og samkomur hafa
fallið niður og messuföll orðið
um hátiðarnar, en slikt sagði
Stefán að hefði ekki orðið um
árabil, jafnvel áratugi.
Miklar rafmagnstruflanir
urðu viða á Suðurlandsundir-
lendi um jólin og þó einkum
milli jóla og nýárs, að sögn
Stefáns i Vorsabæ. Hann sagði,
að viðgerðarmenn frá Selfossi
hefðu lagt nótt við dag til að
reyna að bæta úr vandræðum
manna, en það má segja að
neyðarástand riki á fámennum
sveitabæjum þegar rafmagn fer
af svo dögum skiptir. Mjaltavél-
ar ganga auðvitað fyrir raf-
magni og það er ekki auðvelt
fyrir fámenn heimili, eða jafn-
vel einyrkja, að handmjólka
tugi kúa.
Rafmagnsviðgerðarmennirn-
ir ferðuðust mest á vélsleðum
og fóru fram úr bilunum, sem
voru að silast i ófærðinni á hrað-
brautinni.
Stefán hreppstjóri i Vorsabæ
sagði að fólk þar um slóðir hefði
áhuga á að vekja athygli á harð-
fylgni viðgerðarmanna við
vinnuna. ,,Þeir máttu heita
bjargvættir á vélsleðum”, en
starf þeirra var erfitt, þvi að
linur voru viða slitnar vegna
isingar,” sagði hann að lokum.
óvenju mikla lipurð i þessum
samningum og í rauninni mætti
heldur gagnrýna vinnuveitendur
fyrir það að hafa boðið of mikið,
heldur en of litið.
Aðspurður að þvi hvort vinnu-
veitendur hygðust gripa til ein-
hverra gagnaðgerða nú þegar af-
greiðslubannið skellur á nk.
laugardag svaraði Þorsteinn:
„Maður veit ekki enn þá hvaða
áhrif þetta afgreiðslubann kemur
til með að hafa á atvinnulffið I
landinu, en bann þetta er ein-
göngu boðað gegn þeim aðilum
sem selt hafa bensin til almenn-
ings á verkfallstima. Bannið er
ekki boðað gegn öðrum aðilum og
i fljótu bragði fæ ég ekki séð ann-
aðenþessu banni sé einvörðungu
beitt gegn hinum almenna borg-
ara og hans daglegu neysluþörf-
um á bensini.
Þessi verkfallsaðgerð er að
hluta til ólögmæt, þvi að þetta er
samúðarverkfall, en jafnframt er
boðað i þvi skyni að knýja þær
stöðvar, sem nú eru opnar til þess
að breyta sínum afgreiðslutima,
það er ólögmætt, þvi einungis má
boða til samúðarverkfallsins i
samúðarskyni við bensinaf-
greiðslumennina, en ekki til þess
að knýja á um breytta samn-
inga.”
hyggju að halda Þrettándagleði
mikla, sem að öllu forfallalausu
hefst um klukkan 21 I kvöld 6.
jan., við Tryggvaskála en þaðan á
að ganga með logandi blysum a&
iþrótta vellinum á staðnum. Á
iþróttavellinum ver&ur kveikt i
bálkesti og sungið og dansað við
bálið, en seinna verður svo ung-
lingadansleikur i Selfossbíói. Þar
ætla jólasveinarnir aö skemmta
sér með ungu fólki áður en þeir
halda aftur til fjallanna.
Vonast er til að veður verði
sæmilegt og Þrettándagleðin tak-
ist vel, og Kétkrókur sagði frétta-
ritara blaðsins — Stjas Vorsabæ
— að þeir jólasveinar ætluðu að
skemmta sér og öðrum rækilega
á þrettándanum. Þeir hafa þó
grun um að alls konar púkar og
illþýði slæðist þarna með en von-
andi verði allir glaðir og kátir —
jafnvel púkarnir.
Q Fjölmiðlar
lýsingamiðlun kirkjunnar, segir i
skýrslunni, eru i megindráttum
svipuð veraldlegum upplýsinga-
og fréttamiðlunarmálum, og ber
að dæma þau á nákvæmlega
sömu forsendum og annan frétta-
flutning. Kirkjan á ekki sist að
bera ábyrgð á þvi, að raddir sam-
félagshópa, sem minnst mega
sin, fái einnig rúm i fjölmiölum.
Að siðustu segir i skýrslu
finnsku nefndarinnar:
„Það er uggvekjandi, ef kirkj-
an gefur þá mynd með frétta-
flutningi sinum, að hún sé svo al-
tekin af eigin áhugahiálum og
verkum, að hún gleymi þeim,
sem hún i upphafi var send til að
þjóna.”
+
Eiginmaður minn og faðir okkar
Jón Magnús Pétursson,
frá Hafnardal, Fellsmúla 5,
andaðist að morgni 3. janúar
Kristbjörg Jónsdóttir
Sigrún Huld Jónsdóttir, Llsbet Jónsdóttir Willis
Jóhann Þorsteinn Löve
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
Gestur Sveinsson,
Hringbraut 29,
Hafnarfirði
verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni i Hafnarfirði á
morgun, miðvikudaginn 7. janúar kl. 14.
Guðrún Valdimarsdóttir
Svavar Gestsson,
Svcinn Kjartan Gestsson,
Ilelga Margrét Gestsdóttir,
Málfriður Gestsdóttir,
Valdimar Gestsson,
Jónína Benediktsdóttir,
Þóra Stella Guðjónsdóttir,
Hilmar Kristensson,
Karl Heiðarsson,
Margrét Sigmundsdóttir,
Guðný Dóra Gestsdóttir,
Kristln Guðrún Gestsdóttir
og barnabörnin.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
jarðarför,
Aðalbjargar Guðmundsdóttur
Hafnarbraut 14,
Höfn,
Hornafirði.
Rafnkell Þorleifsson,
Ólafur Rafnkelsson,
Fjóla Rafnkelsdóttir
og aðrir vandamenn.
Otter-vél í innan-
landsflug Flugleiöa
AM — Þar sem allar fjórar
Fokkervélar Flugleiða, sem nú
eru I innanlandsflugi fara ein af
annarri I skoðun, siðari hluta
þessa mánaðar, mun félagið
taka á leigu eina af Twin Otter
vélum Flugfélags Norðurlands
á meðan og munu flugmenn
Flugleiða fljúga vélinni.
Fokker vélarnar verða um
þrjár vikur i skoðun hver, en
jafnframt er ætlunin að set ja nú
nýtt mælaborð í þrjár nýjustu
vélanna, til samræmis viö þaö
mælaborð, sem er i þeim eldri,
en þar ræöir um mjög full-
komna mælaborðsgerð, sem að
ölluleyti erhönnuð af islenskum
Flugvirkjum. Nýjustu vélarnar
eru tvær vélanna, sem keyptar
voru frá Finnlandi og vél Land-
helgisgæslunnar, Sýr.
Auglýsið í Tímanum
flokksstarfið
Hofsós
Verðum til viðtals i Höfðaborg Hofsósi fimmtudaginn 8. janúar kl.
16.00 til 18.00. Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson og Ingólfur
Guðnason.
Skagfirðingar — Sauðárkrókur
Fundur verður haldinn i Framsóknarhúsinu, Sauðárkróki n.k.
fimmtudag 8. janúar kl. 8.30.
Dagskrá: Greint frá fjárveitingu ihéraðið á fjárlögum 1981.
2. Efnahagsráðstafanir Rikisstjórnarinnar.
Á fundinn mæta: Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson og Ingólfur
Guðnason.
Allir velkomnir.
Framsóknarfélag Skagfirðinga Framsóknarfélag Sauðárkróks.
Skagaströnd
Verðum til viötals i Fellsborg mánudaginn 12. janúar kl. 16.00 til
18.00.
Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson og Ingólfur Guðnason.
Austur-Húnvetningar
Almennur stjórnmálafundur verður haldinn að Hótel Blönduósi
mánudaginn 12.janúar kl. 21.00.
Á fundinn mæta alþingismennirnir Páll Pétursson, Stefán
Guðmundsson og Ingólfur Guðnason.
Suðurland
Stjórnir allra framsóknarfélaga i Suðurlandskjördæmi eruboðaðar
til fundar að Hótel Hvolsvelli laugardaginn 10. jan. kl. 14.
Stjórn Kjördæmissambandsins.
Hádegisverðarfundur FUF
verður haldinn að Rauðarárstig 18, (Fundarher-
bergi) miðvikudaginn 7. jan. kl. 12.00.
Fundarefni: Efnahagsaðgerðir rikisstjórnarinnar.
Á fundinn kemur Tómas Arnason viðskiptaráðherra.
Allir velkomnir.