Tíminn - 01.04.1981, Page 11
Miövikudagur l. aprfl, 1981
15
ÍÞRÓTTIR
Atli Hilmarsson kom I gær heim frá Þýskalandi meö uppkast aö samn-
ingi sem hann mun ganga að.
Timamynd Róbert
„Fram er í 1. deild
og þá get ég farið”
— segir Atli Hilmarsson landsliðsmaður úr Fram,
sem leika mun með 2. deildar félaginu
Hameln í V-Þýskalandi næsta ár
Atli Hilmarsson landsliösmaö-
ur i handknattleik úr Fram kom i
gær heim eftir aö hafa kannað að-
stæður hjá v-þýska félaginu
Hameln.
En það félag bauð Atla að koma
út til viðræöna með atvinnu-
mannasamning i huga.
„Hameln er i 2. deild i v-þýska
handknattleiknum, þeir eru rétt
fyrir neðan miðja deild og eiga
eftir að leika þrjá leiki á þessu
keppnistlmabili, og mega þeir
tapa þeim öllum en sleppa samt*
frá falli”, sagði Atli i samtali við
Timann i gær.
„Nei ég skrifaði ekki undir
neinn samning við félagið úti” en
ég kom meö uppkast af samningi
sem ég mun kanna nánar og verð
ég að vera búinn að gefa þeim
ákveðið svar fyrir mailok hvort
ég taki samningnum.
Mér list mjög vel á þetta upp-
kast og held ég geti fullyrt þaö að
ég slái til og fari til Hameln, en
samt vildi ég fá umhugsunarfrest
sem þeir að sjálfsögðu féllust á.
Fram veröur áfram i 1. deild og
þá er mér ekkert að vanbúnaði að
fara utan” sagði Atli ennfremur.
Atli sagöi einnig að i fyrra heföi
verið ráðinn nýr þjálfari til
félagsins og heitir hann Fritz
Spannung, en Spannung þessi
þjálfaði einmitt Dankersen áriö
1977 er Axel Axelsson lék með
Dankersen.
Hameln er að byggja upp nýtt
lið og hafa þeir fengiö til liðs við
sig Júgóslava sem þykir mjög
góður og auk Atla eru þeir á
höttunum eftir fleiri leikmönnum.
Atli sagði einnig að mjög illa liti
út fyrir Dankersen þeir ættu tvo
erfiða leiki fyrir höndum á móti
Kiel og Göppingen og allt benti til
' þess að þeir myndu falla i 2. deild.
Axel Axelsson mun leika þessa
Það verða Framarar
sem mæta Val i 8-liða
úrslitum bikarkeppn-
innar i handknattleik.
i gærkvöldi sigruðu
þeir Breiðablik 28-23 eft-
ir að staðan hafði verið
13-12 fyrir Fram i hálf-
leik.
Eins og sést á þessum tölum
var hvorki varnarleikur né mark-
varsla i leiknum upp á marga
fiska.
leiki með Dankersen en hann hélt
sem kunnugt er utan strax eftir B-
keppnina I Frakklandi.
Það bendir þvl allt til þess aö
þessir fyrrum félagar hjá Fram,
Axel og Atli muni etja kappi hvor
viö annan I 2. deildinni næsta
keppnistimabil. röp—.
Það var aöeins i fyrri hálfieik,
sem 2. deildar liö Breiöabliks hélt
i viö Fram, reyndar var staðan
jöfn 14-14 er 5 minútur voru liðnar
af siöari hálfleik.
Þá tóku Blikarnir til þess ráðs
að taka Atla Hilmarsson úr um-
ferö, en hann var einna atkvæða-
mesti maðurinn i liöi Fram, en
þrátt fyrir þaö sigu Framarar
framúr og sigruðu eins og áður
sagði.
Með þessum leik lauk 16 liða út-
slitunum og i 8-liöa úrslitum leika
þvi fram og Valur, Vikingur og
Fylkir, KR og HK og Þróttur og
Afturelding. röp—.
Fram áfram
í bikarnum
— sigraöi Breiöablik 28-23
í 16-liöa úrslitum í gærkvöldi
„Verðum að sigra Skotana tii að
eiga möguleika á sigri I riðlinum”
— segir Einar Bollason landsliðsþjálfari í körfuknattleik
íslenska landsliðiö heldur utan á föstudag til þátttöku i Evrópukeppninni
„Þessir leikir gegn Finnunum
fóru langt fram úr minum von-
um hvað árangur snertir”,
sagði Einar Bollason landsliðs-
þjálfari i körfuknattleik er Tim-
inn ræddi við hann i gær.
„Það tekur tima að átta sig á
þvi að lið á undirbúningstíma-
bili skuli ná svo góðum árangri,
ekki bara að vinna Norður-
landameistarann i fyrsta sinn,
— heldur að þeir hafa sýnt það i
öllum þessum leikjum að sigur-
inn gegn Finnum var engin til-
viljun.
Nú er þetta nákvæmlega
sama lið hjá Finnunum og þeir
tefldu fram á Polar cup i Noregi
á siðasta ári er þeir urðu
Norðurlandameistarar.
Og þetta finnska lið sigraði
bæði Israel og Ungverjaland
s.l. vor i undankeppni Olympiu-
leikanna og þær þjóðir eru tald-
ar með þeim bestu i heiminum i
dag”.
Þessi góða frammistaða
landsliðsins gegn Finnum, hvaö
sýnir hún okkur um gang undir-
búningsins, erum viö ef til vill á
toppnum núna?
„Nei það held ég ekki, það eru
góð merki um það i seinni hálf-
leiknum að menn eru þungir á
sér ennþá.
En það er kominn mikill
kraftur i leikmennina en að vísu
situr i þeim nokkur þreyta eftir
leikina, það var keyrt upp af
mikilli hörku fyrir þessa leiki og
ekkert gefið eftir”.
Nú eru körfuknattleiksleik-
mennirnir að fara út i svipaða
keppni og islenska landsliðið i
handknattleik fór i I Frakklandi
i siðasta mánuði. — Þá sýndi
landsliðið mjög góöan árangur
fyrir keppnina vann t.d. A-Þjóö-
verja, heldur þú að islenska
landsliðið i körfuknattleik falli i
sömu gryfju?
„Úrslitin á móti Finnunum
sýna okkur það að undirbúning-
urinn er á réttri leið, liðiö er á
uppleið en hvað snertir úrslitin i
leikjunum gegn Finnum.gerum
við okkur grein fyrir þvi að við
erum ekki Evrópumeistarar.
Þó að við sigrum Finna einu
sinni þá er mjög mikill munur á
þvi að sigra hér i vináttuleikjum
eða standa sig i erfiðu móti og
þessu hafa handknattleiksmenn
oft fegnið að brenna sig illilega
á. Það er alveg ábyggilegt að
bæði ég og minir strákar látum
okkur ekki detta það i hug að við
séum búnir að sigra heiminn.
Aftur á móti gefa úrslitin i
leikjunum gegn Finnum og eins
á móti Frökkum um áramótin
byr undir báða vængi, þeir lyfta
okkur mikið upp móralskt”.
Hvernig hagiö þið undir-
búningnum það sem eftir er
fram að Evrópukeppninni?
„Það eru allir leikmennirnir
komnir i fri frá vinnu og við æf-
um tvisvar á dag, en á föstudag-
inn verður haldið til Skotlands.
1 Skotlandi leikum við þrjá
landsleiki á þremur dögum, við
Englendinga Noreg og Wales,
við eigum að geta unnið Wales.
Norðmennirnir eru i mikilli
framför, við unnum þá siðast
Einar Bollason landsliðsþjálf-
ari.
með yfir 20 stiga mun og ég trúi
ekki öðru en að við ættum aö
geta unnið þá.
Æfingabúðir í Belgiu
Englendingarnir eru orðnir
gifurlega sterkir. Þeir eru i hin-
um riðlinum i Evrópukeppninni,
þeir unnu meðal annars Finna
s.l. vor i undankeppni Olympiu-
leikanna.
Eftir þessa leiki verður haldið
til Belgiu og leikið þar á miö-
vikudaginn við Belga, og jafn-
framt verður æft alla dagana.
Það verður að taka það með i
reikninginn að allir þessir leikir
eru æfingaleikir fyrir sjálfa
aðalkeppnina og margt verður
reynt i þessum leikjum.
1 Brussel i Belgiu erum við
búnir að fá mjög góða æfinga-
aðstöðu i stórri iþróttahöll og
þar æfum við tvisvar á dag auk
þess að leika við Belga einn
landsleik.
Föstudaginn 10. april verður
siöan haldið til Sviss og fyrsti
leikurinn okkar verður gegn
Skotum 12. april.
Niðurröðuninni i riðlinum var
breytt þannig að við fáum Skot-
ana fyrst og það er að mörgu
leyti betra fyrir okkur.
Langsterkasti lands-
liðshópurinn
Við setjum mjög stift mark á
þennan leik gegn Skotum, það
er leikur sem við verðum að
vinna til þess að eiga möguleika
á riðlinum, en Skotar og Sviss-
lendingar sem leika á heima-
velli eru talin sterkustu liðin i
riðlinum.
Er þetta sterkasti landsliðs-
hópurinn i körfuknattleik sem
island hefur teflt fram hingaö
til?
„Ég held aö það sé enginn
vafi á því, við erum allir sam-
mála þvi sem höfum staðið i
þessu að þessi landsliðshópur sé
sá lang sterkasti sem island
hefur teflt fram.
Finnski landsliðsþjálfarinn
sagði i lokahófi sem haldið var
eftir leikina við Finna, að það
væri ósanngirni að vera að bera
þennan landsliðshóp saman við
fyrri landsliðshópa.
Hann sagði að framfarirnar
væru alveg gifurlegar og þetta
væri gjörbreytt landslið, og tók
þá sérstaklega fram varnar-
Íeikinn hvað hann hefði breyst
mikið til batnaðar.
Ég legg mjög mikið upp úr
varnarleiknum og ég hef eytt
75-80% af æfingunum i það að
bæta varnarleikinn. Það er hægt
að byggja áferðarfallegra lið
með skemmtilegum sóknarlot-
um og góðum körfum, en ég
held að með þvi að bæta varnar-
leikinn sé það vænlegra til á-
rangurs.
Það er búið að leggja mikla
vinnu i þennan undirbúning
þetta hefur verið sex vikna pró-
gram og hópurinn er alveg sér-
stakur.
Það hefur verið farið i
Munaðarnes og þar var tekið
sálfræðitest af mannskapnum.
Ég er hóflega bjartsýnn á .á-
rangur i C-keppninni i Sviss, og
éggeri mér fulla grein fyrir þvi
að við vinnum ekki þá keppni út
á það að hafa unnið Finna hér
heima.
Það hefði verið gott fyrir liðið
að komast i „tourneringu” i
vetur, en árangur liðsins i vetur
gefur manni byr undir báða
vængi, en það verður timinn að
leiða i ljós hver árangurinn
verður”.
röp-.