Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.11.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 01.11.2007, Qupperneq 8
Eldri borgarar á Írlandi nota neyðarhnapp til að kalla á starfsmenn öryggisfyrir- tækis aðallega vegna einsemdar, að því er framkvæmdastjóri eins stærsta fyrirtækisins í þeim geira segir. Oftast er einfaldlega verið að biðja öryggisverðina um að hafa uppi á ættingjum sem hinir öldruðu þurfa á að halda en geta ekki náð í. „Fólkið er bara einmana,“ segir framkvæmdastjórinn og telur þetta sýna að samsetning írsku þjóðarinnar hafi breyst. Æ fleiri aldraðir búi nú einir. Einmana nota neyðarhnapp Bankarnir fjórir sem skráðir eru í Kauphöllina; Straum- ur-Burðarás, Kaupþing, Glitnir og Landsbanki Íslands, greiða átján milljarða króna í skatta og önnur opinber gjöld í ár, sam- kvæmt álagningarskrá Skatt- stjórans í Reykjavík. Straumur-Burðarás og Kaup- þing greiða um fimm milljarða hvor um sig, Glitnir greiðir fjóra og hálfan milljarð og Landsbank- inn greiðir 3,4 milljarða. Þetta nemur um þriðjungi allra opin- berra gjalda lögaðila í Reykjavík, en það nefnast allir þeir sem borga opinber gjöld aðrir en ein- staklingar. Launaafgreiðsla fjársýslu rík- isins greiðir mest í skatta og önnur opinber gjöld, 5,3 milljarða króna. Næst á eftir koma bank- arnir fjórir, og því næst Reykja- víkurborg sem greiðir 1,4 millj- arða í opinber gjöld. Aðrir borga minna en milljarð. Skattstjórinn í Reykjavík ber höfuð og herðar yfir önnur skatt- umdæmi á landinu hvað varðar opinber gjöld lögaðila. Til að mynda kæmist sá gjaldahæsti utan Reykjavíkur, Akureyrar- kaupstaður með 309 milljónir, aðeins í ellefta sæti hjá Skatt- stjóranum í Reykjavík, næst á eftir Icelandair. Í Reykjavík var langstærstur hluti opinberra gjalda í formi tekjuskatts, 33,4 milljarðar, og tryggingagjalds, 23,1 milljarður króna. Alls voru gjöldin 57,1 millj- arður. Bankarnir borga átján milljarða í opinber gjöld Bankarnir greiða mörgum milljörðum meira en önnur fyrirtæki í skatta og opinber gjöld. Launaafgreiðsla fjársýslu ríkisins greiðir mest samkvæmt álagningarskrám sem lagðar voru fram í gær. Sænsk kjarn- orkumálayfirvöld hafa ákveðið að hætta að flytja geislavirkan úrgang frá kjarnorkuverum Sví- þjóðar til endurvinnslustöðvar- innar í Sellafield á Englandi. Þá ætla þau að taka aftur þaðan hliðstætt magn af slíkum úrgangi og þau höfðu látið flytja þang- að á undangengum árum. Þetta tilkynnti Andreas Carlgren, umhverfisráðherra Svíþjóðar, á fundi Norðurlandaráðs í Ósló í gær. Stjórnvöld á Íslandi og í Noregi hafa lengi verið því fylgjandi að endurvinnslustöðinni í Sellafield yrði lokað, þar sem rannsóknir hafa sýnt að geislavirkar samsæt- ur sem berast í sjóinn frá stöðinni berast með hafstraumum á upp- eldisslóðir fiskistofna í Norður- Atlantshafi. Hætta flutningi til Sellafield Skapast hafa ný mengi norræns samstarfs á sviði öryggis- og varnarmála, sem ganga jafnvel þvert á aðild land- anna að NATO og Evrópusam- bandinu. Þetta kom fram á blaða- mannafundi utanríkisráðherra Norðurlandanna í Ósló í gær, í tengslum við 59. þing Norður- landaráðs. Eitt slíkt mengi er samstarf Noregs, Svíþjóðar og Finnlands um öryggismál í Norður-Skandin- avíu, sem meðal annars snýr að tengslunum yfir landamærin við Rússland. Annað slíkt mengi er samtarf Noregs, Danmerkur og Íslands um öryggi á Norður- Atlantshafi. Norski utanríkisráð- herrann Jonas Gahr Störe lýsti þessu bæði á blaðamannafundin- um og í umræðum á Norðurlanda- ráðsþinginu sjálfu. Í andsvari við fyrirspurn staðfesti hann hins vegar að allt slíkt samstarf sem tekið sé upp á milli tiltekinna Norðurlanda verði opið hinum, sýni þau áhuga á því að vera með. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir það vera nýtt að öryggismál fái svona mikið vægi í sambandi við fundi Norður- landaráðs. „Þetta sýnir okkur bara að málin sem við erum að fást við eru mál sem stöðvast ekki við ein- hver landamæri,“ segir hún. Mál- efni norðurslóða séu í sérstökum brennidepli vegna bráðnunar íss, aukinnar skipaumferðar, opnunar siglingaleiða og svo framvegis. Ný mengi norræns varnarsamstarfs „Ég tel að ASÍ sem og aðrir ábyrgir aðilar í þessu þjóðfé- lagi ætti að beina kröftum sínum að því að styrkja íslenskan gjald- miðil og þar með innviði íslensks samfélags,“ segir Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG. Vegna umræðu um að evrulaun verði samningsatriði í komandi kjarasamningum vill Ögmundur benda á þá ábyrgð sem hvíli á allra herðum. Fyrrnefnd styrking verði ekki á kostnað launþega, því það geti aldrei verið á þeirra kostnað að styrkja samfélagið. „Það getur hins vegar verið á þeirra kostnað að grafa undan því.“ Einnig þurfi að upplýsa laun- þega vel um gengisáhættuna sem fylgi evrum. Þingflokksformaðurinn minnir á að það sé „síðan allt annar hand- leggur hvað framtíðin kann að bera í skauti sér. En þetta er staða mála núna“. ASÍ styðji krónuna Hvað heitir vopnaframleið- andinn sem fundar á Nordica þessa dagana? Hvaða sveitarfélag verður það fyrsta á Íslandi til að bjóða upp á þráðlaust internet alls staðar í bænum? Hvað heitir nýr sæstrengur milli Íslands og Danmerkur?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.