Fréttablaðið - 01.11.2007, Síða 8
Eldri borgarar á
Írlandi nota neyðarhnapp til að
kalla á starfsmenn öryggisfyrir-
tækis aðallega vegna einsemdar,
að því er framkvæmdastjóri eins
stærsta fyrirtækisins í þeim
geira segir.
Oftast er einfaldlega verið að
biðja öryggisverðina um að hafa
uppi á ættingjum sem hinir
öldruðu þurfa á að halda en geta
ekki náð í.
„Fólkið er bara einmana,“ segir
framkvæmdastjórinn og telur
þetta sýna að samsetning írsku
þjóðarinnar hafi breyst. Æ fleiri
aldraðir búi nú einir.
Einmana nota
neyðarhnapp
Bankarnir fjórir sem
skráðir eru í Kauphöllina; Straum-
ur-Burðarás, Kaupþing, Glitnir
og Landsbanki Íslands, greiða
átján milljarða króna í skatta og
önnur opinber gjöld í ár, sam-
kvæmt álagningarskrá Skatt-
stjórans í Reykjavík.
Straumur-Burðarás og Kaup-
þing greiða um fimm milljarða
hvor um sig, Glitnir greiðir fjóra
og hálfan milljarð og Landsbank-
inn greiðir 3,4 milljarða. Þetta
nemur um þriðjungi allra opin-
berra gjalda lögaðila í Reykjavík,
en það nefnast allir þeir sem
borga opinber gjöld aðrir en ein-
staklingar.
Launaafgreiðsla fjársýslu rík-
isins greiðir mest í skatta og
önnur opinber gjöld, 5,3 milljarða
króna. Næst á eftir koma bank-
arnir fjórir, og því næst Reykja-
víkurborg sem greiðir 1,4 millj-
arða í opinber gjöld. Aðrir borga
minna en milljarð.
Skattstjórinn í Reykjavík ber
höfuð og herðar yfir önnur skatt-
umdæmi á landinu hvað varðar
opinber gjöld lögaðila. Til að
mynda kæmist sá gjaldahæsti
utan Reykjavíkur, Akureyrar-
kaupstaður með 309 milljónir,
aðeins í ellefta sæti hjá Skatt-
stjóranum í Reykjavík, næst á
eftir Icelandair.
Í Reykjavík var langstærstur
hluti opinberra gjalda í formi
tekjuskatts, 33,4 milljarðar, og
tryggingagjalds, 23,1 milljarður
króna. Alls voru gjöldin 57,1 millj-
arður.
Bankarnir borga átján
milljarða í opinber gjöld
Bankarnir greiða mörgum milljörðum meira en önnur fyrirtæki í skatta og opinber gjöld. Launaafgreiðsla
fjársýslu ríkisins greiðir mest samkvæmt álagningarskrám sem lagðar voru fram í gær.
Sænsk kjarn-
orkumálayfirvöld hafa ákveðið
að hætta að flytja geislavirkan
úrgang frá kjarnorkuverum Sví-
þjóðar til endurvinnslustöðvar-
innar í Sellafield á Englandi.
Þá ætla þau að taka aftur þaðan
hliðstætt magn af slíkum úrgangi
og þau höfðu látið flytja þang-
að á undangengum árum. Þetta
tilkynnti Andreas Carlgren,
umhverfisráðherra Svíþjóðar, á
fundi Norðurlandaráðs í Ósló í
gær.
Stjórnvöld á Íslandi og í Noregi
hafa lengi verið því fylgjandi að
endurvinnslustöðinni í Sellafield
yrði lokað, þar sem rannsóknir
hafa sýnt að geislavirkar samsæt-
ur sem berast í sjóinn frá stöðinni
berast með hafstraumum á upp-
eldisslóðir fiskistofna í Norður-
Atlantshafi.
Hætta flutningi
til Sellafield
Skapast hafa
ný mengi norræns samstarfs á
sviði öryggis- og varnarmála, sem
ganga jafnvel þvert á aðild land-
anna að NATO og Evrópusam-
bandinu. Þetta kom fram á blaða-
mannafundi utanríkisráðherra
Norðurlandanna í Ósló í gær, í
tengslum við 59. þing Norður-
landaráðs.
Eitt slíkt mengi er samstarf
Noregs, Svíþjóðar og Finnlands
um öryggismál í Norður-Skandin-
avíu, sem meðal annars snýr að
tengslunum yfir landamærin við
Rússland. Annað slíkt mengi er
samtarf Noregs, Danmerkur og
Íslands um öryggi á Norður-
Atlantshafi. Norski utanríkisráð-
herrann Jonas Gahr Störe lýsti
þessu bæði á blaðamannafundin-
um og í umræðum á Norðurlanda-
ráðsþinginu sjálfu. Í andsvari við
fyrirspurn staðfesti hann hins
vegar að allt slíkt samstarf sem
tekið sé upp á milli tiltekinna
Norðurlanda verði opið hinum,
sýni þau áhuga á því að vera með.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
utanríkisráðherra segir það vera
nýtt að öryggismál fái svona mikið
vægi í sambandi við fundi Norður-
landaráðs. „Þetta sýnir okkur bara
að málin sem við erum að fást við
eru mál sem stöðvast ekki við ein-
hver landamæri,“ segir hún. Mál-
efni norðurslóða séu í sérstökum
brennidepli vegna bráðnunar íss,
aukinnar skipaumferðar, opnunar
siglingaleiða og svo framvegis.
Ný mengi norræns varnarsamstarfs
„Ég tel að ASÍ sem og
aðrir ábyrgir aðilar í þessu þjóðfé-
lagi ætti að beina kröftum sínum
að því að styrkja íslenskan gjald-
miðil og þar með innviði íslensks
samfélags,“ segir Ögmundur
Jónasson, þingflokksformaður VG.
Vegna umræðu um að evrulaun
verði samningsatriði í komandi
kjarasamningum vill Ögmundur
benda á þá ábyrgð sem hvíli á allra
herðum.
Fyrrnefnd styrking verði ekki á
kostnað launþega, því það geti
aldrei verið á þeirra kostnað að
styrkja samfélagið. „Það getur
hins vegar verið á þeirra kostnað
að grafa undan því.“
Einnig þurfi að upplýsa laun-
þega vel um gengisáhættuna sem
fylgi evrum.
Þingflokksformaðurinn minnir
á að það sé „síðan allt annar hand-
leggur hvað framtíðin kann að
bera í skauti sér. En þetta er staða
mála núna“.
ASÍ styðji krónuna
Hvað heitir vopnaframleið-
andinn sem fundar á Nordica
þessa dagana?
Hvaða sveitarfélag verður
það fyrsta á Íslandi til að bjóða
upp á þráðlaust internet alls
staðar í bænum?
Hvað heitir nýr sæstrengur
milli Íslands og Danmerkur?