Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.11.2007, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 01.11.2007, Qupperneq 16
„Þetta var pólitísk barátta, þótt hún færi hljótt,“ segir heimildarmaður Fréttablaðsins sem tók þátt í við- ræðum milli íslenska ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrar- bæjar um sölu á helmingshlut sveit- arfélaganna í Landsvirkjun. Ríkið keypti að lokum til sín hlutinn fyrir tæplega þrjátíu milljarða en sam- kvæmt verðmati ParX-viðskipta- ráðgjafar var heildarverðmæti fyr- irtækisins áætlað um 59 milljarðar króna. Ríkið eignaðist hlutinn um síðustu áramót, mánuði áður en 15,2 prósenta hlutur ríkisins í Hita- veitu Suðurnesja var seldur. Fréttablaðið óskaði eftir því að fá verðmatið á Landsvirkjun í heild. Því var neitað, bæði af Reykjavík- urborg og fjármálaráðuneytinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á neitunina. Aðeins var veitt- ur takmarkaður aðgangur að verðmatinu. Teknar voru út upplýs- ingar um einingaverð í raforku- sölusamningum auk upplýsinga um álverðsspá fram í tímann. Það gekk ekki þrautalaust að ganga frá lausum endum varðandi söluna. Fulltrúar Reykjavíkurborgar, sem var stýrt af meirihluta R-listans, höfðu seinni part árs 2005 talið for- sendur verðmatsins ófullnægjandi. „Ég leit alltaf svo á að forsendur matsins væru ekki réttar til að eðli- legt verð fengist útreiknað og á því strönduðu viðræðurnar,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir þing- kona en hún var borgarstjóri á þessum tíma. Málið komst aftur á skrið eftir að Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn mynduðu meiri- hluta í borgarstjórn í maí fyrra. Þremur vikum síðar hófst vinna við verðmat á Landsvirkjun að nýju, þar sem leitast var við að uppfæra forsendurnar á grundvelli nýrra upplýsinga. Markmiðið var skýrt; að ná lendingu um verð og selja hlut Reykjavíkurborgar og Akur- eyrarbæjar til ríkisins sem fyrst. Einkum var það stór eignarhlutur Reykjavíkurborgar í bæði Lands- virkjun og Orkuveitu Reykjavíkur sem sagður var forsenda sölunnar, þar sem það þótti ótækt að Reykja- víkurborg væri eigandi tveggja stórra fyrirtækja á samkeppnis- markaði. Að þessu sinni gekk vinnan hratt fyrir sig. Borgarstjórn og bæjar- stjórn Akureyrarbæjar féllust á að selja hlutinn á nánast sama verði og meirihluti R-listans taldi vera of lágt. Það verð tók mið af því að virði eigin fjár Landsvirkjunar væri um sextíu milljarðar króna. Fyrra matið, sem eldri meirihluti R-listans taldi ekki vera nægilega traust, var að nánast öllu leyti sam- bærilegt við það sem sæst var á að lokum. Upplýsingar voru þó upp- færðar frá ári til árs en niðurstað- an var sú sama; að Landsvirkjun væri um sextíu milljarða króna virði. Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri í Reykjavík, gagn- rýndi söluna til ríkisins harðlega og taldi þáverandi meirihluta Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn hafa selt eigur Reyk- víkinga á tugmilljarða undirverði. „Það er alveg ljóst í mínum huga að það voru gerð stórkostleg mistök þegar þessi hlutur var seldur. Ég tel að það hafi verið mistök að verðleggja ekki virkjanaréttindi, framtíðarmöguleika og þekkingu Landsvirkjunar. Í verðmatinu er þetta allt metið á núll, ekkert. Á tímum gríðarlegrar eftirspurnar eftir vistvænni orku er það með miklum ólíkindum að möguleikar, og þar með framtíðarstarfsemi orkufyrirtækja, séu ekki verð- metnir að neinu leyti,“ sagði Dagur. Landslagið á íslenskum orkumark- aði tók miklum breytingum eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók ákvörðun um að einkavæða 15,2 prósenta hlut ríkisins í Hitaveitu Suður- nesja. Fjárfestingarfélagið Geysir Green Energy, sem er í eigu FL Group, Atorku, Glitnis, VGK, BAR Holding og Reykjanesbæjar, átti hæsta boð í hlutinn, 7,6 milljarða króna. „Uppsprengt verð,“ segja margir en aðrir benda á að þetta sýni gríðarlega eftirspurn einka- markaðarins eftir þekkingu og reynslu þeirra sem starfað hafa við nýtingu endurnýjanlegra orku- gjafa. „Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir möguleikum sem tengjast nýtingu á vistvænum orkuauðlindum erlendis. Þeir eru gríðarlegir,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, þegar Geysir Green Energy var stofnað en Reykjanesbær er í eigendahópi þess félags. Heimildarmenn voru flestir sam- mála þessu viðhorfi Árna, að mögu- leikarnir væru gríðarlegir. Það var þó ekki algilt. Sumir sögðu augljós- lega verið að „tala upp“ væntingar fyrir „óvissubransa sem í besta falli byrjar ekki að skila neinu[m peningum] fyrr en eftir mörg ár.“ Eigið fé Hitaveitu Suðurnesja var um fimmtán milljarðar um síðustu áramót. Samkvæmt kaupunum á ríflega fimmtán prósenta hlut rík- isins var hver króna eigin fjár metin á rúmlega 3,4 krónur. Til samanburðar var hver króna eigin fjár Landsvirkjunar metin á tæp- lega eina krónu. „Þetta er fullkom- lega eðlilegt þar sem fjárfestar á einkamarkaði horfa með öðrum hætti á hlutina þar sem möguleik- arnir eru miklu meiri á frjálsum markaði en á opinberum markaði,“ sagði einn þeirra sem tóku þátt í vinnu við verðmatið. Þessu mati eru ekki allir sam- mála. Einn heimildarmanna Frétta- blaðsins taldi verðið á Landsvirkj- un „hlægilegt“ og engan veginn í samræmi við eignir, umsvif fyrir- tækisins og framtíðarmöguleika. Auk þess hefði salan farið fram „á versta tíma“ þar sem augljóst væri að orkugeirinn í heild ætti eftir að verða sífellt verðmætari. Því væri ekki annað séð en að um „pólitíska eignafærslu til ríkisins“ væri að ræða skömmu áður en grundvallar- breyting á orkumarkaði ætti sér stað, með sölu á hlut ríkisins í Hita- veitu Suðurnesja. „Það er undar- legt að hugsa til þess að fyrirtæki sem stendur í yfir hundrað millj- arða króna framkvæmdum, sem eiga að skila góðum arði samkvæmt samningum sem eru frágengnir, gangi kaupum og sölum fyrir ríf- lega helminginn af kostnaði þessar- ar einstöku framkvæmdar. Einhver myndi segja að þetta stæðist ekki skoðun.“ Einnig voru háværar raddir um að kaup ríkisins á hlutnum væru liður í uppstokkun á fyrirtækinu, jafnvel hlutafélagavæðingu. Sérfræðingar sem Fréttablaðið leitaði til sögðu að verðmatið tæki mið af tilteknum forsendum sem taldar væru líklegar til að gefa rétta mynd af verðmætinu. Mikil umsvif væru ekki endilega til þess fallin að auka verðmæti fyrirtækis- ins. Allt væri háð gefnum forsend- um. „Framkvæmdunum fylgja skuldir sem hverfa ekkert á næst- unni og gróðinn af þessari miklu framkvæmd [Kárahnjúkavirkjun] kemur til eftir svolítinn tíma sam- kvæmt áætlunum,“ sagði einn heimildarmanna. Pólitísk eignasala á versta tíma Sala Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar á helmingshlut í Landsvirkjun til ríkisins er umdeild í meira lagi. Borgarstjóri segir borgarbúa hafa verið hlunnfarna um tugi milljarða. Verðmat ParX-viðskiptaráðgjafar á Landsvirkjun var grundvallargagn söluferils- ins. Völdum upplýsingum úr því var haldið leyndum. Magnús Halldórsson skoðaði forsendur verðmatsins. fylgir vöru frá Oroblu Kynningar á n‡ju vetrarvörunum frá Oroblu í Lyfju Fimmtudag, kl. 13-17 í Setbergi Föstudag, kl. 13-17 í Lágmúla Laugardag, kl. 12-16 í Smáralind Laugardag, kl. 12-16 á Laugavegi ENSOR sokkabuxur LEROYhásokkar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.