Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 34
Lýðheilsustöð stendur um þessar mundir fyrir viðamik- illi könnun á heilsu, líðan og velferð Íslendinga. Viðamikil könnun á heilsu, líðan og velferð Íslendinga fór í gang á vegum Lýðheilsustöðvar í vikunni. Þátttakendur eru um 10.000 þús- und talsins á aldrinum 18-79 ára og eru valdir af handahófi. Markmið könnunarinnar er að fá nákvæma mynd af heilsu og líðan Íslendinga eftir búsetu og bakgrunni þeirra. Rannsókninni er ætlað að auka skilning á orsaka- þáttum lífsstílstengdra sjúkdóma á Íslandi en fram kemur í fréttatil- kynningu frá Lýðheilsustöð að reglubundnar rannsóknir á heilsu og heilsutengdum lífsháttum séu undirstaða lýðheilsustarfs. Stuðst er við viðurkennda staðlaða mæli- kvarða á heilsu og heilsusamlega lífshætti auk sérsniðinna mæl- inga. Áhersla er lögð á að mæla atriði sem töluleg gögn íslenska heilbrigðiskerfisins og Hagstofu Íslands ná ekki yfir. Niðurstöðurn- ar munu verða grunnur að aukinni þekkingu á útbreiðslu sjúkdóma og sjúkdómseinkenna og þannig nýtast í stefnumótun, alþjóðlegum samanburði og fræðastarfi. Könnunin er unnin í samstarfi við Landlæknisembættið, Vinnu- eftirlitið, Krabbameinsfélag Íslands og sérfræðinga frá Land- búnaðarháskóla Íslands, Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri. Kanna líðan landans Borðaðu þig granna(n) Nánari upplýsingar Sími 865-8407 www.vigtarradgjafarnir.is Brjóstakrabbameini, eins og flest- öllum krabbameinum, er skipt í fjögur stig. Á stigi eitt til þrjú er krabbameinið staðbundið annað- hvort við brjóstið eingöngu eða hefur einnig borist í eitla í handar- krika. Krabbamein getur dreift sér með þrennum hætti. Það getur vaxið inn í aðliggjandi líffæri, eins og til dæmis í vöðva eða ferðast með blóð- og sogæðum og tekið sér bólfestu í öðrum líffærum. Þar getur það vaxið og myndað æxli t.d. í beinum, lifur, lungum eða heila. Oft eru tekin sýni t.d. úr æxli í lifur eða lungum til að staðfesta að hér sé um útsæði eða meinvarp frá brjóstakrabbameininu að ræða. Er þá talað um að æxlið í lifrinni sé meinvarp frá brjóstakrabbameini, en ekki lifrarkrabbamein sem er allt annar sjúkdómur og meðhöndl- aður á annan hátt. Þegar svo er komið er í flestum tilvikum ekki hægt að lækna sjúkdóminn endan- lega en einstaklingur getur samt lifað með þennan sjúkdóm jafnvel árum saman, allt eftir því hversu útbreiddur hann er. Einstaka sinn- um finnst einn einstakur krabba- meinshnútur utan brjósts og hol- handar og er þess þá stundum freistað að fjarlægja hann með skurðaðgerð. Aðalmeðferð við útbreiddu brjóstakrabbameini er lyfjameð- ferð. Þar sem krabbameinsfrumur þurfa að ferðast með æðum til að taka sér bólfestu annars staðar eru gefin lyf sem fara um allan líkam- ann í þeim tilgangi að drepa krabbameinsfrumurnar og þannig halda sjúkdómnum í skefjum þrátt fyrir að ekki hægt sé að lækna hann. Brjóstakrabbamein er eitt þeirra krabbameina sem svara vel lyfjameðferð. Það þýðir að mörg krabbameinslyf virka á þennan sjúkdóm, bæði lyf sem gefin eru í æð og einnig töflur. Þegar einstakl- ingur er kominn með útbreitt brjóstakrabbamein sem ekki er hægt að lækna er reynt að velja lyf með sem minnstum aukaverkun- um. Þar verða oft fyrir valinu svo- nefnd andhormónalyf, ef krabb- meinið er næmt fyrir hormónum. Það eru töflur sem teknar eru dag- lega og hafa oft minni aukaverkan- ir en önnur krabbameinslyf sem gefin eru í æð. Öll hafa þessi lyf þó einhverjar aukaverkanir en mjög einstaklingsbundið er hvernig ein- staklingar þola lyfin. Þegar svona er komið leitar fólk oft eftir öðrum meðferðarúrræð- um. Mikið framboð er á ýmsum jurtalyfjum og fæðubótarefnum. Þau eru þó mjög misjöfn af gæðum og geta verið hættuleg fólki sem tekur mörg önnur lyf samhliða. Oft getur læknirinn fundið upplýs- ingar um milliverkanir algengra jurta og krabbameinslyfja og er því nauðsynlegt að láta lækninn vita hvað er tekið inn. Einstakling- ar með útbreitt krabbamein velja einnig oft að kollvarpa mataræði sínu og er það vel ef mataræði hefur verið slæmt og næringar- snautt áður, en mikilvægt að gæta meðalhófs. Aðrir þættir sem þessir einstakl- ingar þurfa að huga að er regluleg hreyfing og andlegur stuðningur því mikilvægt er að einstaklingur geti lifað sem eðlilegustu lífi þrátt fyrir að vera með ólæknandi sjúk- dóm. Einstaklingar eru mismun- andi og það er ekki alltaf það sama sem hentar öllum, á meðan einn finnur sig í hópi annarra sjúklinga með svipuð vandamál þá finnst öðrum það ekki henta sér. Hér á Reykjavíkursvæðinu eru ýmis úrræði og staðir sem hægt er að benda á til stuðnings. Þá eru öflug krabbameinsfélög víða um land sem einnig er hægt að leita til. Þægilegur, saumlaus og fallegur fatnaður. S. Gunnbjörnsson ehf. Nýtt á Íslandi! NO STRESS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.