Fréttablaðið - 01.11.2007, Page 35

Fréttablaðið - 01.11.2007, Page 35
Náttúrusteinar á gólf og veggi hafa notið vinsælda um nokkurt skeið. Þeirra á meðal fjörusteinar sem verða sífellt eftirsóttara skraut á heimilið. „Þetta eru alvöru fjörusteinar, vel slípaðir eftir að hafa velkst um í sjónum, sem setja skemmtilega sjávarstemningu á heimilið,“ segir Sigurður Vil- helmsson, framkvæmdastjóri Vídd flísaverslunar, sem flytur inn steinamottur frá Spáni og Ítalíu. Steinarnir eru fáanlegir í nokkrum litaafbrigðum, meðal annars hvítum, svörtum og grábeisuðum, og eru mjúkir viðkomu gagnstætt því sem ætla mætti, enda búnir að slípast vel í sjónum. Að sögn Sigurðar henta steinarnar nánast hvar sem er á heimilinu, þótt flestir kaupi þá fyrir sturtu- botninn. „Þá má nota sem skraut hvar sem er. Ég veit um mann sem notaði steinana í eldhúsið hjá sér. Nú eða mann sem setti hvítan stein í heitan pott hjá sér. Tónninn varð blár út af vatninu og kom vel út.“ Sigurður segir lítið mál að leggja steinana. „Ég treysti handlögnum einstaklingum til verksins og vísa nú bara til Steingríms Hermannssonar sem var ekki bara stjórnmálamaður heldur líka góður smiður. Steinarnir eru á mottum sem límast á flötinn með svipuðum hætti og flísar og auðvelt að sníða þær til með því að saga af þeim. Að sama skapi er auðvelt að taka steinana burt, fái maður til dæmis leiða á þeim. Þá er bara gripið til gamla góða múrhamarsins.“ Sigurður bætir við að auk þess að vera flott skraut séu steinarnir mjúkir viðkomu eins og áður sagði og hæðarmunur þeirra svo lítill að ekki ætti að vera hætta á að hrasa um þá. „Svo getur verið gott að bera steinvaraefni á steinana eftir að búið er að leggja þá, fúga og hreinsa. Þá skerpist liturinn og steinninn er betur vatnsvarinn. Það dregur úr söfnun óhreininda, sem veldur því aftur að steinninn verður bæði ljótari og sleipari með tímanum.“ Nánari upplýsingar um fjörusteinana má fá í versl- uninni Vídd í Bæjarlind 4, Kópavogi. Fjörusteinar heim í stofu Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Salerni með hæglokandi setu kr. 9.900.- Skútuvogi 4 - s. 525 0800 Baðdeild Álfaborgar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.