Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 35
Náttúrusteinar á gólf og veggi hafa notið vinsælda um nokkurt skeið. Þeirra á meðal fjörusteinar sem verða sífellt eftirsóttara skraut á heimilið. „Þetta eru alvöru fjörusteinar, vel slípaðir eftir að hafa velkst um í sjónum, sem setja skemmtilega sjávarstemningu á heimilið,“ segir Sigurður Vil- helmsson, framkvæmdastjóri Vídd flísaverslunar, sem flytur inn steinamottur frá Spáni og Ítalíu. Steinarnir eru fáanlegir í nokkrum litaafbrigðum, meðal annars hvítum, svörtum og grábeisuðum, og eru mjúkir viðkomu gagnstætt því sem ætla mætti, enda búnir að slípast vel í sjónum. Að sögn Sigurðar henta steinarnar nánast hvar sem er á heimilinu, þótt flestir kaupi þá fyrir sturtu- botninn. „Þá má nota sem skraut hvar sem er. Ég veit um mann sem notaði steinana í eldhúsið hjá sér. Nú eða mann sem setti hvítan stein í heitan pott hjá sér. Tónninn varð blár út af vatninu og kom vel út.“ Sigurður segir lítið mál að leggja steinana. „Ég treysti handlögnum einstaklingum til verksins og vísa nú bara til Steingríms Hermannssonar sem var ekki bara stjórnmálamaður heldur líka góður smiður. Steinarnir eru á mottum sem límast á flötinn með svipuðum hætti og flísar og auðvelt að sníða þær til með því að saga af þeim. Að sama skapi er auðvelt að taka steinana burt, fái maður til dæmis leiða á þeim. Þá er bara gripið til gamla góða múrhamarsins.“ Sigurður bætir við að auk þess að vera flott skraut séu steinarnir mjúkir viðkomu eins og áður sagði og hæðarmunur þeirra svo lítill að ekki ætti að vera hætta á að hrasa um þá. „Svo getur verið gott að bera steinvaraefni á steinana eftir að búið er að leggja þá, fúga og hreinsa. Þá skerpist liturinn og steinninn er betur vatnsvarinn. Það dregur úr söfnun óhreininda, sem veldur því aftur að steinninn verður bæði ljótari og sleipari með tímanum.“ Nánari upplýsingar um fjörusteinana má fá í versl- uninni Vídd í Bæjarlind 4, Kópavogi. Fjörusteinar heim í stofu Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Salerni með hæglokandi setu kr. 9.900.- Skútuvogi 4 - s. 525 0800 Baðdeild Álfaborgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.