Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 50
Enn einu sinni sýna hinir ungu lista- menn Stúdentaleikhússins að þetta er eitt skemmtilegasta leikhús landsins. Leikhús þar sem ekki er verið að hika við að segja það sem þarf að segja, gera það sem þarf að gera og varpa ljósi á dellur nútím- ans. Hlín Agnarsdóttir mætir nú til leiks með leikrit sem hún átti oní skúffu og hefur dustað rykið af og með aðstoð mjög hressilegra ung- menna hefur henni tekist að búa til sýningu sem ekki aðeins skemmtir og skelfir heldur hefur einnig eitt- hvað að segja án þess að velta sér bara upp úr fordómum og klisjum. Hópur fólks lifir vinnulífinu sínu á fundum. Tilgangslausum fundum sem ekkert kemur út úr. Líklega væru nú margir sem gætu þekkt sjálfan sig í þessu endalausa tuði en hinn hefðbundni fundarsetu- maður er varla svo víðsýnn að hann drífi sig í Stúdentaleikhúsið í sínum frítíma. Það sem einkennir þessa sýningu öðru fremur er geysigóður samleik- ur. Allir hlusta á alla og þó að raun- sæið sé brotið upp með stílfærðum atriðum, eins konar stóladans og þar sem menn skjótast úr hlutverk- um sínum inn í hálfgerðan dans, þá er sú tilfinning allsráðandi að hér sé hreinlega um spunaverk að ræða. Þegar áhugaleikarar taka að sér svona viðamikla sýningu er til- hneiging til þess að meðferð texta verði svolítið utanbókarlærdóms- leg, en hér hefur Hlín unnið fanta- vel með einmitt þann þátt, það er hver einasti af þessum ungu leikur- um talar eðlilega en ekki í uppskrúf- uðum lestrarstíl eins og oft vill verða. Þetta eru vel afmarkaðar persónur. Björg, sem er pjattrófa og nýskilin við manninn sinn með það fyrir augum að ná í hinn fallega Guðmund, er í meðförum Snjólaug- ar Dísar Lúðvíksdóttur frábærlega fyndin og meitluð. Hreyfir sig eins og hæna og beitir líkama og andlits- svipbrigðum eins og hún hafi verið á leiksviði um áraraðir. Ragna, sem þrífur í fyrirtækinu, er kannski sá karakter sem minnst passar inn í verkið því í nútímanum eru það fyrst og fremst útlendingar sem þrífa en engu síður er hún ótrúlega einlægur og sjarmerandi karakter. Einkum og sér í lagi þegar hún tekur lagið með bónda sínum sem var eins og stokkinn út úr hressabandalaginu. Erla Steinþórs- dóttir fer með hlutverk Rögnu og eiginmaður hennar og eins konar kórstjóri sýningarinnar er leikinn af Hafliða Arnari Hafliðasyni sem er greinilega tónlistarmaður hóps- ins. Það er um að gera að mæta á rétt- um tíma á þessa endalausu fundi en það gera þær ekki stöllurnar Arn- dís og Vala. Arndís er einhvers konar framkvæmdastýra og ljáir Sigríður Eir Zophoníasdóttir henni líf hrokans og yfirgangsins í mjög húmorískum búningi. Vala, sem verður aðeins of full í afmælinu, er leikin af Ágústu Ósk Backman og það er ekki laust við að þessa stelpu þekki maður enda lá salurinn í hvert sinn sem hún opnaði munn- inn. Það var ekki endalaus hlátur á sýningunni þar sem allt sem þar gerðist var ekki fyndið en leikurinn var í alla staði skemmtilegur. Hinn fallegi Guðmundur sem tekur upp á því að hengja sig í afmælisteiti sínu er leikinn af Kolbeini Arn- björnssyni og hann var líka einn af þessum sem allir þekkja, stórglæsi- legur Hollywood-gæi. Það er alltaf einn sem segir vit- lausa hluti á vitlausum stöðum, Atli Sigurjónsson var í því hlutverki sem hinn vammlausi Þór. Axla- böndin og fálmkennd nálgun hans gerðu persónuna að trúverðugum nörd sem með sinni elskulegu fram- komu var frábær andstæða hinna sem titruðu um í sinni farsímaþjök- uðu veröld. Ein þeirra sem vinnur á skrifstofunni er Soffía. Hún mætir á réttum tíma og hefur einhver áhugamál önnur en að bulla. Lana Íris Guðmundsdóttir er fáguð í túlkun sinni á þessari viðkvæmu stúlku. Sigurður Hólm leikur hinn sjálf- upptekna Loga af miklum krafti og eiginkona hans sem kemur fram undir lokin er leikin af Uglu Egils- dóttur sem er ákaflega raddmikil. Sýningin er kannski helst til of löng. Eins og þegar þau fara að byrja aftur frá byrjun og safna sér saman í lokin, en engu síður er hér verið að fjalla um eitthvað sem endalaust er verið að fjalla um, nefnilega umfjöllun um eitthvað sem er kannski í sjálfu sér ekki neitt en sem menn ímynda sér samt að sé aðalatriðið í hinu uppskrúfaða nútímalífi. Næstu sýningar verða í kvöld, laugardag og þriðjudag, sjá stu- dentaleikhusid.is. Fundastrit að tala frá sér allt vit New York-búinn Elizabeth Gibson var á leiðinni að kaupa sér kaffi á Manhattan-eyju einn morguninn fyrir rúmum fjórum árum. Á göngu sinni rak hún augun í málverk sem hafði verið komið fyrir innan um ruslapoka á gangstéttinni. Málverkið var stórt og því veigr- aði hún sér við að hirða það. Henni þótti það búa yfir einhverjum krafti og því varð það úr að hún tók verkið og hengdi það upp í íbúðinni sinni. Elizabeth var að vonum forvitin um uppruna verksins og spurðist fyrir í nágrenninu hvort einhver kannaðist við það eða vissi hver hefði hent því, en uppskar engin svör. Málverkið var merkt með nafninu Tamayo og fékk hún því vini sína sem vinna í listgalleríum borgarinn- ar til þess að kanna málið. Fljótlega kom í ljós að um var að ræða verk eftir mexíkóska myndlistarmanninn Rufino Tamayo og leitaði Elizabeth því á náðir gallerís sem sérhæfir sig í myndlist frá Mið-Ameríku til að fá frekari upplýsingar. Þar var hún uppfrædd um það að verkið sem hún hafði undir höndum heitir Þrjár manneskjur og að það hafði horfið af heimili eigenda sinna fyrir tuttugu árum. Elizabeth var skiljanlega brugðið, en hún setti sig umsvifalaust í samband við listsér- fræðinga sem staðfestu að verkið væri ósvikið og metið á eina milljón dollara, eða rúmar 60 milljónir íslenskra króna. Málverkinu hefur nú verið komið til réttmæts eig- anda síns og fékk Elizabeth rífleg fundarverðlaun. Enn er allt á huldu varðandi hvar málverkið var árin sextán sem liðu frá því að því var stolið og þar til það endaði í ruslinu á Manhattan-eyju. Meistaraverk í ruslinu Sætir ný saga um Erlend og rann- sóknarvinnu hans hjá rannsóknar- lögreglunni í Reykjavík tíðindum? Umfram það að upplögin stækka og staða Arnaldar Indriðasonar í sveit norrænna glæpasagnahöf- unda styrkist stöðugt? Nýja sagan hans, Harðskafi, kemur út í dag. Í henni er Arnaldur á kunnuglegum slóðum, Erlendur, börnin hans tvö sem hann yfirgaf, eiginkonan fyrrverandi, samstarfs- fólkið, tvö þrjú mál sem ganga fram hlið við hlið í ferlinu, allt er hér til staðar. Stíllinn er fumlaus og öruggur, ekki tilþrifamikill en tök Arnalds á þeim frásagnarmáta sem hann hefur tamið sér verða æ öruggari. Hann verður að vísu að leggjast undir ok síns stóra lesendahóps sem hneigist til að gera saman- burð á þessari sögu og þeim fyrri eins og það er nú kjána- leg iðja: Arn- aldur er að vinna í hefð sem getur í besta lagi fund- ið sér nýjar leiðir í snjallri og óvæntri fléttu eða skörpum mann- lýsingum. Ég hef saknað þess þótt ekki hafi ég lesið allar sögur hans að enn hafi hann ekki farið lengra aftur í tímann og rakið einhver mál Erlends frá árum hans með Marion gamla sem er ein frjóasta persóna sem Arnaldur hefur skapað. Í Harðskafa – sem er nafn á fjalli – og vísar sumpart í þema sögunn- ar – gömul atvik elta okkur uppi með ýmsu móti, gamlir skaflar eyðast seint, er margt kunnuglegt: bróðurmissirinn vofir yfir, sam- band við móður skýrist frekar, líka samband við föður en ekki til fulls. Það er efni sem Arnaldur mun fyrr eða síðar taka á. Sambandið við fyrrverandi eiginkonu kemur hér við sögu en er ekki útrætt. Og svo eru málin: sjálfsmorð og miðils- mál, horfin ungmenni: á bókarkápu er mynd af mannlausum bát og bíl í djúpi – reyndar myndir sem gefa fullmikið til kynna fyrir minn smekk. Sögurnar af Erlendi eru að vissu leyti framhaldssögur. Þræðir liggja milli bóka. Enn er ekki útrætt mál barnaníðingsins úr Vetrarborginni. Fjölskyldumál Erlends eru í sífelldri þróun og þar eru líklega mörg hólf sem Arnaldur getur sótt í. Þumbarinn Erlendur á sér marga frændur erlendis. Fráskilinn og tæpur seiglukarl, sjóaður í rang- lætinu og í stöðugri sekt sjálfur. Þokki hans felst í hversdagsleikan- um. Í þessari sögu er Arnaldur minna upptekinn af samfélagsleg- um efnum þótt alltaf örli í samfé- lagslega vitund höfundarins sem skín í gegnum söguna: „Undirfólk, hefði Sigurður Óli sagt. … Í huga Sigurðar Óla átti það sannarlega við um glæpahyski og dópistalýð, sem hann sagði að væru einfald- lega aumingjar, en líka allt annað fólk sem honum mislíkaði við af einhverjum ástæðum: ómenntað starfsfólk, afgreiðslufólk, verka- menn, jafnvel iðnaðarmenn sem fóru óstjórnlega í taugarnar á honum.“ Ætli þokki Erlendar liggi ekki í bland í því að hann er næmur fyrir hroka sem svo víða finnst í samfélaginu og við könnumst mörg við jafnvel hjá okkur sjálfum. Þótt það sé reyndar ofsagt og hljómi nærri sem háð eins og sagt er á kápu að þessi karl sé „einhver dáð- asta sögupersóna íslenskra nútíma- bókmennta“? Arnaldi er þökkuð tilurð íslensku glæpasögunnar og margir runnu í hans slóð. Á þeim vettvangi er sam- keppnin hörð. Ekki bara við inn- lenda smiði, heldur líka við nor- rænu sögurnar, meginlandshöfunda og engilsaxnesku hefðina og þá amerísku. Hann stendur samt föst- um fótum í íslenskri sagnahefð frá fyrri tíð, nokkuð sem ber að þakka. Hvað hann endist lengi á þessum skika skal ósagt látið. Hann skrifar sögur almenningi til skemmtunar, er fundvís á grunnkveikjur, eins og hér, í Kleifarvatni, og Grafarþögn – efni sem dugar langt sem grunn- ur undir meginfléttu. Og meðan hann hefur nennu til að vinna í þessu formi er óhætt að lesendur munu fylgja honum. Svo er bara spurningin þegar gervi Erlends verður honum of þröngt og hann sækir inn á ný mið, önnur en spennusögurnar sem sýnilega heilla hann líka. Ég spái því að það styttist í frekari tilraunir. Leiðin upp á fjallið Höfundar Forlagsins munu alla fimmtudaga fram að jólum lesa upp úr glænýjum verkum sínum á Súfistanum, Laugavegi 18. Er fyrsti upplesturinn í kvöld og hefst kl. 20. Þau sem lesa upp í kvöld eru: Edda Andrésdóttir les upp úr bók sinni Í öðru landi – Saga úr lífinu, ljúfsárri og lágstemmdri frásögn dóttur sem horfir á eftir föður sínum hverfa inn í óminnis- land Alzheimers-sjúkdómsins. Bárður Ragnar Jónsson les upp úr Breiðavíkurdreng, sögu sem hann skrifaði ásamt Páli Elísyni og byggist á reynslu þess síðarnefnda af hinu illræmda drengjaheimili á Breiðavík. Hildur Helgadóttir les upp úr bókinni Í felulitum, en bókina skrifaði Hildur eftir að hún fór til Bosníu á vegum íslenska utanrík- isráðuneytisins. Bækurnar sem lesið er úr eru á sérstöku tilboðsverði í bókaversl- un Máls og menningar. Súfistakvöld ARI JÓNS: söngur, trommur SVENNI GUÐJÓNS: söngur, hljómborð FINNBOGI KJARTANS: söngur, bassi GÚI RINGSTED: söngur, gítar SIGGI PEREZ: söngur, saxafónn, slagverk Gamla dansstuðið endurvakið með trukki og dýfu Föstudags- og laugardagskvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.