Fréttablaðið - 27.11.2007, Qupperneq 36
28 27. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR
folk@frettabladid.is
Brad Pitt og Angelina Jolie
gætu verið að stefna geð-
heilsu barna sinna í hættu.
Fjölskylduráðgjafinn
Sloane Veshinski gagnrýndi
parið nýlega fyrir enda-
laust flakk um heiminn með
börnin.
Sjónvarpsstöðin Fox News tók
nýlega viðtal við fjölskylduráð-
gjafann Sloane Veshinski. Hún
sagði að endalausar ferðir Angel-
inu Jolie og Brad Pitt gætu haft
slæm áhrif á börnin þeirra fjögur,
Maddox, Zahöru, Pax og Shiloh.
„Lítil börn þurfa rútínu; endalausir
flutningar geta gert þeim erfitt um
vik að tengjast öðrum í kringum
sig tilfinningaböndum og að ná að
stofna til vináttu við önnur börn,“
segir Veshinski.
Jolie-Pitt-fjölskyldan hefur nú
þegar búið í New York, New
Orleans, Los Angeles, Chicago og
Prag og fregnir herma að þau séu
nú að leita að húsi á Spáni. Ves-
hinski segir að bæði flutningarnir
og ný tungumál geti gert börnun-
um erfitt að kynnast jafnöldrum
sínum.
„Börnin gætu átt erfitt með að
tengjast leikfélögum. Í framtíðinni
gætu þau verið greind með ADHD
– athyglisbrest með ofvirkni – af
því að heimur þeirra breytist hrað-
ar en þau geta áttað sig á,“ segir
Veshinski.
Angelina hefur áður sagt að fjöl-
skyldan hafi mikla ánægju af að
ferðast. „Við eigum hús í New
Orleans, en við eigum ekki bara eitt
heimili. Sem er gott. Við sem fjöl-
skylda elskum að ferðast og erum
heppin að geta gert svo mikið af
því,“ sagði hún. En Veshinski segir
ævintýraþrána stangast á við þörf
barnanna fyrir stöðugleika í lífinu.
„Þau eru foreldrar sem eru
ómeðvitaðir um grundvallarþarfir
barnanna sinna. Brad og Angelina
þurfa leiðbeiningar um hvað þarf
til að börnin fái gott uppeldi, út frá
sálfræðilegu sjónarhorni,“ segir
Veshinski.
Þurfa hjálp við uppeldið
JOLIE-PITT SLÆMIR FORELDRAR? Fjölskylduráðgjafinn Sloane Veshinski segir Angel-
inu og Brad þurfa leiðbeiningar með uppeldið og óttast um framtíð barna þeirra. Hér
eru þau með dætur sínar tvær, Zahöru og Shiloh.
Britney Spears áformar að ættleiða
kínverska tvíbura, samkvæmt
heimildum breska slúðurblaðsins News
of the World. Hún hefur sagt vinum
sínum að hún hafi fundið sér
ættleiðingarskrifstofu og sé langt
komin í ferlinu. Sömu vinir halda að
kínversku börnunum sé þannig ætlað
að fylla skarð Jaydens James og Seans
Prestons í lífi Britneyjar, en eins og
margir vita missti söngkonan forræði
yfir sonum sínum tveimur til
fyrrverandi eiginmanns síns, Kevin
Federline, í haust. Ekki er annað vitað
um kínversku tvíburana en að þeir
munu vera sex ára gamlir.
News of the World greinir einnig frá
því að Britney hafi á dögunum reitt
fram andvirði ríflega þriggja milljóna
íslenskra króna, til þess að borga fyrir
sína eigin jarðarför. Heimildarmaður
blaðsins og vinur söngkonunnar segir:
„Það lítur ekki út fyrir að Britney hafi
hugsað þetta til enda. Ættleiðing og
jarðarför? Þetta tvennt á ekki beint
samleið!“
Miðað við þá skipun dómarans í máli
Britneyjar og Kevins Federline að
Britney verði að gangast undir lyfja-
próf og fá kennslu í barnauppeldi þykir
honum hún ekki nógu hæf móðir. Það er
því spurning hvort ættleiðingarskrif-
stofan sé á sama máli.
Britney ættleiðir kínverska tvíbura
Bókaútgáfufélögin Bjartur og Ver-
öld héldu sameiginlegt útgáfuteiti
um helgina. Þangað komu margir
góðir gestir til að fagna jólaupp-
skeru félaganna í útgáfumálum,
meðal annars þeir Guðni Ágústs-
son og Sigmundur Ernir sem höfðu
áður fagnað útkomu bókar sinnar í
Bókabúð Máls og menningar.
Bjart yfir gestum í útgáfuteiti
GUÐNI ÁGÚSTSSON, MARGRÉT HAUKSDÓTTIR OG SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL R.
ANETTA INGIMUNDARDÓTTIR, ANNA
CYNTHIA OG MARGRÉT TRYGGVADÓTTIR
PÉTUR ÁSTVALDSSON OG SÍMON JÓN
JÓHANNSSON
ÆTTLEIÐING OG JARÐARFÖR Britney
Spears vill ættleiða kínverska tvíbura og
hefur þegar greitt þrjár milljónir inn á
sína eigin jarðarför.
Í Ingólfsstræti var nýlega opnuð
verslunin Rauða eplið sem býður
upp á fatnað úr danska hönn unar-
merkinu Isaksen Design. „Við
vorum á röltinu í Kaupmannahöfn
og kíktum inn í þessa búð. Okkur
leist svo vel á að við ákváðum að
skella okkur í rekstur,“ segir hinn
23 ára gamli Guðjón Häsler sem
rekur verslunina í slagtogi við
móður sína, Kristínu Guðjóns-
dóttur.
„Danskar mæðgur hanna fötin
en þær eru ættaðar frá Grænlandi
og sækja innblástur í grænlenska
náttúru. Þær nota til dæmis mikið
ull, skinn og leður,“ segir Guðjón
og bætir við að einnig gæti asískra
áhrifa. Helstu litirnir í fatalínunni
eru hvítt, svart og rautt en þeir
litir eru táknrænir í grænlenskri
menningu og vísa til anda forfeðr-
anna.
Isaksen Design fagnar fimm ára
afmæli sínu um þessar mundir og
hefur náð gríðarlegum vinsældum
á þessum stutta tíma. „Rauða eplið
er nítjánda búðin í heiminum til að
selja vörurnar. Merkið er að finna
víðs vegar um Norðurlöndin og
nýbúið er að opna verslun í New
York,“ segir Guðjón sem ætlar
seinna að bæta við fylgihlutum
eftir aðra danska hönnuði.
„Búðin sjálf er öll hin glæsileg-
asta, við gerðum allt sjálf,“ segir
Guðjón sem er lærður rafvirki.
„Við höfum ekkert auglýst ennþá
en samt fer þetta þrælvel af stað
og búin að vera rífandi sala,“ segir
Guðjón og hvetur alla til að líta inn
í Rauða eplið í Ingólfsstræti 12.
- eá
Grænlenskur andi
í Rauða eplinu
GUÐJÓN HÄSLER Hefur opnað fataversl-
unina Rauða eplið með danskri/græn-
lenskri hönnun.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
> UMDEILT HÁR
Breska söngkonan Joss Stone
tjáði sig nýlega um það hvers
vegna hún skiptir svo oft um
háralit. „Ástæðan er sú að ég vil
undirstrika að ég hljóma
eins, sama hvort ég er
ljóshærð eða fjólublá
eða blá,“ segir Joss,
sem finnst athyglin
sem hár hennar hefur
vakið „pirrandi“.
SM
S
LEI
KUR
Vi
nn
in
ga
r v
er
ða
a
fh
en
di
r h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
T
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
k
FRUMSÝND 30. NÓVEMBER
SJÁÐU MYNDINA OG SPILAÐU LE IK INN!
SENDU SMS JA HMF Á
NÚMERIÐ
1900 OG ÞÚ GÆTIR UN
NIÐ!
V INN INGAR ERU B Í
ÓMIÐAR FYR IR TVO
,
H I TM AN LE IK IR , DV
D MYND IR , VARN IN
GUR
TENGDUR MYND INN
I OG MARGT FLE IRA
!