Fréttablaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 27. nóvember 2007 27 Söngkonan Ragnheiður Gröndal sat fyrir svörum í viðtalsþætti Evu Maríu Jónsdóttur síðastliðið sunnudagskvöld. Viðtalið fór vel fram í alla staði og var aðdáendum söngkonunnar kærkomið tækifæri til þess að heyra hana viðra skoð- anir sínar á ýmsum málefnum. En alltaf er það jafn ljúft að hlusta á þessa ungu hæfileikakonu kyrja lög. Því skal tónleikum henn- ar annað kvöld á vegum djass- klúbbsins Múlans tekið fagnandi, en þar kemur hún fram ásamt bróður sínum Hauki Gröndal og hljómsveit. Á efnisskrá tónleikanna verða eftirlætislög þeirra systkina með söngkonunni góðkunnu Billie Holi- day. Billie er heimsþekkt fyrir magnaðar túlkanir sínar á djass- tónlist á milli- og eftirstríðsárun- um. Meðleikarar þeirra systkina verða þeir Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Þorgrímur Jónsson á bassa og Erik Qvick á trommur. Múlinn er samstarfsverk- efni Félags íslenskra hljóm- listar manna og Jazzvakningar. Klúbb urinn heitir í höfuðið á helsta djassgeggjara þjóðar inn- ar, Jóni Múla Árnasyni sem jafn- framt var heiðursfélagi og vernd- ari Múlans. Tónleikarnir fara fram annað kvöld á Domo bar í Þingholtsstræti og hefjast kl. 21. Aðgangseyrir er 1.000 kr. - vþ Systkinin Gröndal djassa á Domo RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Þessi vinsæla og fjölhæfa söngkona kemur fram á Domo annað kvöld. HANDRIT Útlagar koma fyrir í mörgum íslenskum miðaldahandritum. Joonas Ahola frá Háskólanum í Helsinki heldur fyrirlesturinn The Saga Outlaw and Medieval Iceland annað kvöld kl. 20. Fyrirlesturinn verða haldinn í húsi Sögufélagsins við Fischersund 3. Í fyrirlestrinum mun Joonas greina frá efni doktorsverkefnis síns við Þjóðfræðideild Háskólans í Helsinki, en verkefnið fjallar um útlaga í íslenskum miðaldahand- ritum. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn. Joonas veltir fyrir sér mikil- vægi frásagna um útlaga í íslenskum fornritum á þeim tíma sem þau voru rituð. Farið verður ofan í saumana á merkingu útlagafrásagna í Íslendingasögun- um í stuttu máli og rætt hvað nútímarannsóknir geta sagt okkur um mismunandi þýðingu textanna fyrir ritara þeirra og áheyrendur. - vþ Hvers vegna útlagar? TÓNLIST Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari stóð fyrr á þessu ári fyrir myndarlegu átaki í hljóðritunum á smærri verkum Sveinbjörns Sveinbjörnssonar sem brátt koma í verslanir í útgáfu Naxos. Væntanlegur er diskur á forlagi Naxos-útgáfunnar sem mörgum er kunn með verkum eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson sem kunnastur er hér á landi fyrir þjóðsönginn sem tónskáldið samdi við ljóð Mattíasar Jochumssonar. Það er Nína Margrét Gautadóttir píanóleikari sem stóð fyrir hljóðritunum á nokkrum verka Sveinbjarnar fyrr á þessu ári en nú eru liðin 160 ár frá fæðingu hans. Sveinbjörn var brautryðjandi í íslensku tónlistar- lífi og eins og þeir fáu sem vildu eiga feril á því sviði lista starfaði hann mest erlendis, bjó í Dan- mörku og Skotlandi. Verk hans urðu því fæst hluti af íslenskum tónbókmenntum eins og þeirra sem störfuðu hér heima. Hann samdi talsvert af tónlist og það eru píanó-tríó og fiðlusónata sem eru helstu verkin á disknum auk lýrískra smáverka. Auk Nínu leika á disknum þau Auður Hafsteins- dóttir, Sigurgeir Agnarsson og Sigurður Bjarki Gunnarsson. Eru tvö verkanna sem þau spila frumhljóðritanir. Verkefnið var styrkt af Tónskáldasjóði Ríkisút- varpsins, Hljómdiskasjóði FÍT og Þjóðhátíðarsjóði. Nína og félagar munu fylgja útgáfu disksins eftir með tónleika- haldi er nær dregur jólum en hann verður fáanlegur í öllum betri hljómplötuverslunum og ætti í raun að vera skylduhlustun hjá áhugamönnum um íslenskar tónmenntir frá upphafi borgara- legrar tónlistarsköpunar hér á landi. pbb@frettabladid.is Verk eftir Sveinbjörn komin á disk Kór leitar félaga Karlakórinn Stefnir í Mosfells- bæ hefur hafið nýjan starfs- vetur. Síðastliðinn vetur gerði kórinn víðreist og fór meðal annars til Rússlands og Finnlands. Fyrirhugaðar eru söngferðir um Norður- og Austurland og einnig á erlendar slóðir með vorinu. Stefnir getur enn bætt við sig góðum mönnum í allar raddir og eru áhugasamir hvattir til að sækja um sem fyrst með því að hafa samband við Hörð í síma 694 7525 eða með því að senda línu á netfangið stefnir@stefnir.is. - vþ Gildir til 2. desember VSK af öllum húsgögnum Sófar Hornsófar Tungusófar Relax sófar Borðstofuhúsgögn Fáanlegt í Hagkaupum Smáralind og á Akureyri Mikið úrval af glæsilegum húsgögnum Afnemum Að sjálfsögðu fær ríkissjóður sinn virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin er alfarið á kostnað Hagkaupa.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.