Fréttablaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 21
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA BÆKUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir þarf að vera í góðu formi í vinnunni. Hún er í tveimur söngleikjum um þessar mundir og líkir hverri sýningu við tvöfalda æfingu. „Ég er að leika í þrem til fjórum sýningum í hverri viku, þar af tvisvar í Legi eftir Hugleik Dagsson og hins vegar í Hér og nú einu sinni til tvisvar í viku en það er alveg rosaleg brennsla í báðum þessum sýn- ingum,“ segir Elma Lísa. Hver sýning sé eins og tvö- föld æfing. „Annars er ég mikil tarnamanneskja og fer þá gjarnan í jóga eða dans,“ segir Elma Lísa en hún æfði dans í tíu ár. „Ég er ekki alltaf í ræktinni en geri það þó á köflum. Annars hreyfi ég mig svo mikið í vinnunni að það finnst mér stundum vera bara alveg nóg.“ Elma Lísa segir Pilates jóga heilla sig mjög og stefnir á að byrja á slíku námskeiði í janúar. „Ég hef prófað það áður og það er alveg frábær hreyfing. Ég er nú hrifnust af því að æfa jóga og dans og er minnst í tækjunum. Svo finnst mér líka voðalega gott að synda,“ segir hún. Spurð hvort hún passi upp á mataræðið á jólunum, segir Elma Lísa: „Ég er nú voðalega lítið í því að passa mig og borða bara það sem mér sýnist. Mín kenning er sú að ef maður er sem minnst að pæla í því þá heldur maður sér bara fínum. Ef maður er alltaf með þetta á heilanum eins og ég var stundum þá er þetta alltaf einhver barátta,“ segir hún og hlær og bætir því við að hún sé að fara að leika í nýjum söngleik eftir jól þar sem verði líka mikið dansað. „Manni líður náttúrlega miklu betur þegar maður er að hreyfa sig og hefur miklu meiri orku.“ Spurð hvort hún geri eitthvað fleira til að halda heilsunni í lagi segist hún vera algjör vítamínfíkill. „Ég held ég sé alveg orðin háð Spirulina til dæmis,“ segir leikkonan og hlær. sigridurh@frettabladid.is Dansar og æfir jóga Leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir hreyfir sig mest í vinnunni en er annars hrifin af jóga og dansi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FUNDAÐ UM FRIÐ Andrés Ingi Jónsson átaka- fræðingur er einn þeirra sem tala á málþingi sem efnt er til vegna útgáfu bókarinnar Hnífur Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð, rithöfund og heimspeking. BÆKUR 4 VOPN Í BARÁTTUNNI Champix er nýtt lyf sem hjálpar fólki sem vill hætta að reykja með því að festast við nikótínmóttaka í heilan- um svo að nikótínið komist ekki að. HEILSA 3 Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.