Fréttablaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 42
34 27. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR KÖRFUBOLTI Kvennalið Keflavíkur hefur verið mikið í sviðsljósinu það sem af er vetri. Ekki bara fyrir það að hafa unnið tvo fyrstu titla vetrarins sem og fyrstu átta leiki sína í Iceland Express-deild- inni heldur einnig fyrir að hafa misst tvo sína bestu leikmenn í meiðsli. Í stað þess að gefa eftir við að missa landsliðskonuna Bryndísi Guðmundsdóttur eða bandaríska bakvörðinn Keshu Watson þá hafa aðrir leikmenn í liðinu tekið við keflinu. Þær Bryndís og Watson voru saman með 50,2 stig, 12,7 fráköst og 10,6 stoðsendingar að meðaltali í leik þannig að hér er enginn smá missir á ferðinni. Sá leikmaður sem hefur farið fyrir Keflavíkurliðinu í þessum áföllum er Ingibjörg Elva Vil- bergsdóttir sem hefur hækkað sig í nánast öllum tölfræðiþáttum og er sem dæmi að skora 9,9 stigum meira að meðaltali í leikjunum án þeirra Bryndísar og Keshu heldur en hún gerði þegar þær voru báðar heilar. Ingibjörg er auk þess að taka 4,1 fleiri frákast og gefa 0,6 fleiri stoðsendingar. Þetta sést líka vel á framlaginu hennar sem hefur hækkað um 5,3 stig síðan Kefla- víkurliðið missti þær Bryndísi og Keshu. Í síðasta leik á móti Val var Ingibjörg Elva með 16 stig, 10 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta og hjálpaði þar sínu liði að vinna upp 13 stiga forskot Valskvenna frá því í upphafi leiks. Ingibjörg Elva sem er aðeins 19 ára gömul tók við fyrirliðaband- inu í haust eftir að ljóst var að fyr- irliðinn Birna Valgarðsdóttir og varafyrirliðinn Svava Ósk Stef- ánsdóttir yrðu báðar í barneignar- leyfi. Síðan Ingibjörg Elva varð fyrir- liði liðsins hafa Keflavíkurstúlkur unnið alla tólf leiki sína í deild, bikar og Meistarakeppni. Í síðustu tveimur leikjum hefur hún ekki aðeins skorað 13,5 stig að meðal- tali heldur einnig gefið 6 stoðsend- ingar í báðum leikjum. Þrír aðrir leikmenn Keflavíkur- liðsins hafa einnig hækkað sig mikið í framlagi síðan Bryndís og Kesha meiddust. Hrönn Þorgríms- dóttir hefur hækkað sig mest við þessar breytingar á Keflavíkurlið- inu en hún hefur skilað 6,3 fleiri framlagsstigum í leik og hefur nýtt það vel að fá mun meiri spila- tíma í forföllum Bryndísar og Keshu. Þær Rannveig Randvers- dóttir (+4,5) og Halldóra Andrés- dóttir (+3,0) koma síðan næstar á eftir Ingibjörgu og Hrönn. - óój Keflavíkurkonur hafa unnið alla leiki sína á tímabilinu í kvennakörfunni síðan þær fengu nýjan fyrirliða: Ingibjörg fer fyrir meiðslahrjáðu liði FLOTTUR FYRIRLIÐI Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir hefur leitt sitt lið til sigurs í öllum 12 leikjum tímabilsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Marco van Basten, lands- liðsþjálfari Hollendinga, sagðist eiga sérstakar minningar um leik gegn Íslandi eftir að þjóðirnar höfðu dregist saman í undan- keppni HM 2010. Van Basten lék einmitt sinn fyrsta landsleik 18 ára og 311 daga gamall þegar þjóðirnar mættust síðast í A-landsleik í Groningen 7. september 1983. Van Basten lék alls 58 landsleiki frá 1983 til 1992 þegar hann varð að leggja skóna á hilluna aðeins tæplega 28 ára gam- all. Marco van Basten skoraði 24 mörk í þessum leikjum en hann náði ekki að skora í þessum leik þökk sé frábærri markvörslu Þor- steins Bjarnasonar í íslenska markinu. Hann vakti engu að síður mikla athygli fyrir frammistöðu sína. „Ísland náði ekki góðum árangri í undankeppninni en þeir náðu 1-1 jafntefli við Spánverja á heima- velli sem sýnir að Ísland er erfið- ur andstæðingur. Þegar Holland spilaði síðast við Ísland þá lék ég minn fyrsta landsleik og Ísland er því sérstakur andstæðingur fyrir mig,“ sagði Van Basten eftir að ljóst var að þjóðirnar yrðu saman í riðli í undankeppni fyrir HM í Suður-Afríku sem hefst næsta haust. Van Basten skoraði í næstu tveimur landsleikjum sínum á eftir, mark Hollendinga í 1-1 jafn- tefli í vináttuleik við Belga tveim- ur vikum síðar og síðan eitt marka liðsins í 3-2 sigri á Írum í Dublin en það var Ruud Gullit sem skor- aði hin tvö. Hollendingar unnu leikinn við Íslendinga fyrir rúmum 24 árum 3-0 og öll mörkin komu á fimm mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik. Ruud Gullit og Ron- ald Koeman voru báðir meðal markaskorara hollenska liðsins í leiknum en Frank Rijkaard sem lék fyrri leikinn á Laugardalsvell- inum var ekki með að þessu sinni. Ísland náði 1-1 jafntefli í fyrri leiknum sem fram fór 1. septemb- er 1982. - óój Hollenski landsliðsþjálfarinn Marco van Basten á sérstakar minningar frá leik gegn íslenska landsliðinu: Lék sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi FRÁBÆR LEIKMAÐUR Marco Van Basten hóf landsliðs- ferilinn gegn Íslandi. NORDICPHOTOS/GETTY LEIKIR KVÖLDSINS Stuttgart-Rangers (E-riðill) 19.45 Lyon-Barcelona (E) Sýn 19.45 Dynamo Kyiv-Roma (F) 19.45 Man. Utd-Sporting (F) Sýn Extra2 CSKA Moskva-PSV (G) Sýn 17.30 Internazionale-Fenerbahçe (G) 19.45 Sevilla-Arsenal (H) Sýn Extra 19.45 Steaua-Slavia (H) 19.45 FÓTBOLTI Línurnar eru farnar að skýrast í Meistaradeildinni í fót- bolta en næstsíðasta umferðin hefst í kvöld með leikjum í E til H- riðli. Ensku liðin Manchester Unit- ed og Arsenal hafa þegar tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum og það má búast við því að fleiri lið tryggi sér sæti eftir leiki þessarar viku. Þau sex sæti sem eru enn laus í þessum fjórum riðlum geta verið frátekin eftir leiki kvölds- ins. Manchester United er eina liðið sem hefur unnið alla fjóra leiki sína en liðið fær portúgalska liðið Sporting Lissabon í heimsókn á Old Trafford í kvöld. Gengi United á heimavelli hefur verið frábært en liðið hefur unnið þar átta heima- leiki í röð og hefur ekki tapað í Leikhúsi draumanna í síðustu 11 Evrópuleikjum sínum. Leikurinn er í F-riðli og þar geta Rómverjar tryggt sér seinna sætið í boði með því að vinna Dynamo Kyiv í Úkra- ínu. Roma gæti einnig komist áfram burt séð frá úrslitunum í Kænugarði tapi Sporting í Manchester. Cristiano Ronaldo og Nemanja Vidic koma væntanlega aftur inn í United-liðið en þeir voru fjarri góðu gamni í tapinu á móti Bolton um helgina. Ronaldo mun þarna mæta sínu gamla félagi en hann skoraði einmitt sigurmarkið í fyrri leik liðanna í Lissabon. Alex Ferguson gaf það út í gær að bæði Ronaldo og Nani myndu byrja leikinn gegn sínu gamla félagi. „Ef við vinnum þennan leik þá vinnum við riðilinn og við ætlum að gera allt til þess að það gangi eftir,“ sagði Sir Alex fyrir leikinn. Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Barcelona sem verður án Thierry Henry gegn Lyon í kvöld. Brasilíumaðurinn Ronaldinho kemur einnig aftur inn í hópinn en hann var ekki með í 3-0 sigri á Recreativo um helgina þar sem Eiður Smári var í byrjunarlið- inu. Bracelona er í góðum málum ósigrað á toppi riðilsins en frönsku meistararnir verða að vinna ætli þeir að halda voninni um sæti í 16 liða úrslitunum á lífi. Lyon er stigi á eftir Rangers sem gæti tryggt sér sætið með því að vinna Stutt- gart á útivelli á sama tíma og Bar- celona vinnur í Frakklandi. Arsenal er komið áfram í næstu umferð en toppsætið í H-riðlinum er undir þegar liðið heimsækir Sevilla í kvöld. Heimamenn geta tryggt sér sæti í næstu umferð með sigri en þangað komast þeir einnig ef Slavia Prag nær ekki að vinna Steaua í hinum leik riðils- ins. „Við ætlum ekki að hugsa um það sem er liðið, hvorki tapið í London né tapið gegn Mallorca um helgina. Við ætlum okkur að sýna rétta andlit Sevilla og að við getum spilað flottan fótbolta. Það er góður andi í liðinu og við höfum margoft spilað best gegn stóru lið- unum,“ sagði Frederic Kanoute, sóknarmaður Sevilla, á blaða- mannafundi fyrir leikinn. Lið Arsenal og Barcelona hafa enn ekki fengið á sig mark í Meist- aradeildinni í ár, markatala Bör- sunga er 7-0 í leikjunum fjórum en markatala Arsenal-liðsins er 16-0 í sex leikjum. Internazionale fær Fenerbahçe í heimsókn og það er ekki bara sigur og þrjú stig í boði því sigur- liðið tryggir sér farseðilinn í 16 liða úrslitin. Hollenska liðið PSV heimsækir CSKA Moskvu og á enn möguleika með sigri en jafntefli og tap hjá Hollendingunum þýðir að stig tryggir bæði Inter og Fen- erbahçe sæti í 16 liða úrslitunum. ooj@frettabladid.is Sex lið geta komist áfram í kvöld Fimmta umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. AS Roma, Sevilla, Barcelona, Rangers, Internazionale og Fenerbahçe geta öll tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum þangað sem ensku liðin Manchester United og Arsenal eru þegar komin. SAMAN Í KVÖLD Portúgalarnir Cristiano Ronaldo og Nani mæta sínu gamla liði á Old Trafford í kvöld. NORDICPHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI LeBron James náði þrefaldri tvennu annan leikinn í röð þegar Cleveland vann 111-106 sigur á Indiana. James sem var með 30 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar var með 37 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar í 111-108 sigri á Toronto kvöldið áður. Danny Granger hjá Indiana gætti James næstum allan leikinn og komst vel að orði í leikslok. „Hann er eini leikmaðurinn sem ég hef séð sem er eins og hann hafi verið sérstaklega hannaður til þess að spila körfubolta,“ sagði Granger. James hefur verið ótrúlegur í síðustu sex leikjum þar sem hann hefur skorað 37,5 stig, tekið 10,2 fráköst og gefið 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. James er sem stendur stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar (31,3 í leik) en hann er einnig í 6. sæti í stoðsend- ingum (8,1), í 9. sæti í stolnum boltum (2,07), 20. sæti í vörðum skotum (1,57) og í 26. sæti í fráköstum (8,3). Það þarf því ekki að koma mörgum á óvart að þessi 23 ára leikmaður sem er á sínu fimmta ári í NBA-deildinni er efstur í framlagi í erfiðustu körfubolta- deild í heimi. - óój LeBron James hjá Cleveland: Þreföld tvenna leik eftir leik BROSMILDUR LeBron James leikur vel þessa dagana. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Billy Davies er hættur þjálfun Derby í ensku úrvalsdeild- inni en nýliðarnir eru neðstir með aðeins einn sigur í fyrstu 14 leikjunum. Davies var búinn að vera í starfinu í 18 mánuði en lið Derby hefur átt í miklum erfiðleikum í upphafi tímabilsins og hefur meðal annars fengið á sig 33 mörk. Davies er sjötti stjórinn í ensku deildinni sem hættir eða missir starfið sitt í vetur en hinir voru Steve Bruce (Birmingham City), Chris Hutchings (Wigan Athletic) Sammy Lee (Bolton Wanderers), Martin Jol (Tottenham Hotspur) og José Mourinho (Chelsea). - óój Enska úrvalsdeildin í fótbolta: Sex lið hafa nú skipt um stjóra EKKERT GEKK Derby vann aðeins einn leik undir stjórn Billy Davies í vetur. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.