Fréttablaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 27. nóvember 2007 31
Hús Flea, bassaleikara Red Hot
Chili Peppers, brann til kaldra
kola í eldum sem hafa geisað í
Malibu í Kaliforníu. Flea var sem
betur fer ekki staddur heima hjá
sér þegar bruninn varð því hann
hafði flutt á annan stað og hafði
auglýst húsið til sölu fyrir rúmar
þrjú hundruð milljónir króna.
Alls hafa um fimmtíu glæsivill-
ur eyðilagst í eldinum og var
Hollywood-stjörnunum Minnie
Driver og Matthew McConaughey
gert að yfirgefa heimili sín ásamt
tíu þúsund manns til viðbótar,
þrátt fyrir að hægt hafi á vindin-
um á svæðinu. Fleiri þekktar per-
sónur sem búa í Malibu hafa verið
varaðar við eldunum, þar á meðal
Britney Spears, Courtney Love og
Sting.
Arnold Schwarzenegger, ríkis-
stjóri Kaliforníu, lýsti í síðasta
mánuði yfir neyðarástandi vegna
eldanna sem hafa verið afar
skæðir.
Hús Flea brann
RED HOT CHILI PEPPERS Flea, bassaleik-
ari Red Hot Chili Peppers, er annar frá
hægri á myndinni.
Breska fyrirsætan Katie Price,
betur þekkt sem Jordan, er búin
að leysa jólagjafa-
vandamál ársins.
Hún ætlar að
gefa eiginmanni
sínum, Peter
Andre, ný brjóst
í jólagjöf.
Brjóstin munu
þó prýða hana
sjálfa en
verða eigin-
manninum
eflaust
uppspretta
jólagleði.
Jordan fer
þar með í sína fjórðu brjóstaað-
gerð, en hún ætlar víst að minnka
við sig í þetta skiptið.
Daniel Craig er mættur aftur í
líkamsrækt til að komast í form
áður en tökur hefjast á næstu
Bond-mynd. Hann vakti athygli
hjá kvenþjóðinni víða um heim í
síðustu mynd,
Casino Royale,
en segist hafa
verið fljótur að
slá slöku við
í ræktinni.
Craig
ábyrgist
hins
vegar
að vera
aftur
kom inn
í form
þegar
tökur
hefjast. „Þegar þessi gaur fer úr
skyrtunni á hann að líta út eins og
hann gæti drepið einhvern,“ segir
Craig.
Naglanum Vinnie Jones var hent
út af bar í Cork á Írlandi á dögun-
um, eftir að hafa hrætt starfsfólkið.
Vinnie fór þar með
setningar úr næstu
glæpamynd sinni
fyrir drykkjufélaga
sína, en ekki vildi
betur til en svo að
rekstrarstjóranum
varð illa við og bað
hann um að fara
þar sem hann
hélt að þar
væri glæpa-
maður á ferð.
„Við gátum
ekki hætt að
hlæja og þegar við útskýrðum hver
Vinnie er dó hann næstum því af
skömm,“ segir vinur leikarans.
Byron Velvick, fyrrverandi
piparsveinn úr þáttunum The
Bachelor, komst í hann krappan
á dögunum. Kærasta hans, Mary
Delgado, sem hann trúlofaðist
einmitt í lokaþætti The Bachelor
árið 2004, hefur verið handtekin í
Flórída og sökuð um
heimilisofbeldi.
Þolandinn ku vera
Byron sjálfur sem
gengur nú um
með sprungna
vör.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Söngkonan Hrund Ósk Árnadóttir
heldur tónleika á Domo í kvöld
ásamt hljómsveitinni Park Projekt
sem er skipuð Pálma Gunnarssyni,
Gunnlaugi Briem, Agnari Má Magn-
ússyni og Kristjáni Edelstein.
Hrund Ósk kom fyrst fram á
sjónarsviðið þegar hún vann Söng-
keppni framhaldskólanna fyrir
nokkrum árum. Eftir mennta-
skólanám tók við nám í Söngskól-
anum í Reykjavík og tónleikahald
á hinum ýmsu djass- og blúshátíð-
um vítt og breitt um landið. Núna
standa yfir upptökur á fyrstu plötu
hennar. Tónleikarnir í kvöld hefj-
ast klukkan 21.
Hrund Ósk syngur
með Park Projekt
HRUND ÓSK ÁRNADÓTTIR Hrund Ósk
heldur tónleika á Domo í kvöld.
M
YN
D
/SVEIN
N
TH
O
R
A
R
EN
SEN
Reykskynjarar
á þúsund kall
(rafhlaða innifalin)!
Hvers virði er fjölskyldan?
990
krónur*
Reykskynjarar eru ódýrir. Auðvelt er að setja þá upp og halda þeim
við. Þeir eru mikilvægasta öryggistæki heimilisins. Skerandi vælið í
þeim hefur bjargað fjölmörgum mannslífum. Samt eru talsverð brögð
að því að reykskynjara vanti á íslensk heimili.
Eftir hverju ert þú að bíða?
Þú færð reykskynjara, slökkvitæki, eldvarnateppi og annan eldvarna-
búnað í byggingavöruverslunum, sérverslunum, hjá trygginga-
félögunum og víðar.
Er þér þá nokkuð að vanbúnaði?
Ítarlegar upplýsingar um eldvarnir heimilanna birtust í Eldvarnablaðinu
sem kom út með Morgunblaðinu 23. nóvember. Blaðið er að finna á
www.lsos.is. TM er samstarfsaðili LSS í Eldvarnaátakinu 2007.
TRYGGINGAMIÐSTÖÐINwww.lsos.is
www.tm.is
*dæmi um verð í byggingavöruverslun 31.10.07 – á ekki við reykskynjarann á myndinni.