Fréttablaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
0%
10%
20%
30%
40%
50%
60%
70%
Þriðjudagur
*Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í ágúst–október 2007
Lestur meðal 18–49 ára
á höfuðborgarsvæðinu*
36%
B
la
ð
ið
/2
4
s
tu
n
d
ir
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
F
ré
tt
a
b
la
ð
ið
38%
68%
B
la
B
l
Sími: 512 5000
ÞRIÐJUDAGUR
27. nóvember 2007 — 323. tölublað — 7. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
JÓL 2007
Koma þau senn
• matur • hefðir • skraut • föndur
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
ÓL
2007
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA BÆKUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir þarf að
vera í góðu formi í vinnunni. Hún er í t i
söngleikju
Dansar og æfir jóga
Leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir hreyfir sig mest í vinnunni en er annars hrifin af jóga og dansi.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FUNDAÐ UM FRIÐAndrés Ingi Jónsson átaka-fræðingur er einn þeirra sem tala á málþingi sem efnt er til vegna útgáfu bókarinnar Hnífur Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð, rithöfund og heimspeking.
BÆKUR 4
VOPN Í BARÁTTUNNIChampix er nýtt lyf sem hjálpar fólki sem vill hætta að reykja með því að festast við nikótínmóttaka í heilan-um svo að nikótínið komist ekki að.
HEILSA 3
ELMA LÍSA GUNNARSDÓTTIR
Hreyfir sig í vinnunni,
dansar og stundar jóga
• heilsa • bækur
Í MIÐJU BLAÐSINS
Súkkulaði og
rósir í Reykjavík
Edda Heiðrún Back-
man opnar verslun á
fimmtugsafmælinu.
TÍMAMÓT 22
www.kornax.is
- veldu ferskasta hveitiÐ!
Súperman
saknaði Guðna
Guðni Gunnars-
son komst ekki í
brúðkaup Brandons
Routh sem leik-
ur Súperman.
FÓLK 38
Bíóspil úr Breiðholtinu
Sverrir Þór Sverrisson
gefur í samstarfi
við æskufélaga
sína út spurn-
ingaspilið
Bíóbrot.
FÓLK 30
Vignir til Lemgo
Vignor Svavarsson
hefur samið við þýska
úrvalsdeildarfélagið
Lemgo til
tveggja ára.
ÍÞRÓTTIR 32
BJART EYSTRA - Í dag verða suð-
vestan 3-8 m/s víðast hvar. Skúrir
eða él á vesturhluta landsins, ann-
ars skýjað með köflum og yfirleitt
þurrt. Hiti við frostmark nyrðra en
2-5 stig syðra.
VEÐUR 4
SKIPULAGSMÁL Gera má ráð fyrir
að árið 2010 verði að minnsta kosti
3.200 hótelherbergi í boði á höfuð-
borgarsvæðinu, eða um það bil
eitt hótelherbergi fyrir hverja 55
íbúa Reykjavíkur og nágrennis.
Hótelherbergi og hótelrúm eru
í dag jafnmörg á höfuðborgar-
svæðinu og þau voru á öllu Íslandi
árið 2000. Það sama gildir ef gisti-
heimili eru talin með.
Árið 2000 voru sextán hótel í
höfuðborginni, en nú eru þau tut-
tugu og átta talsins. Á hótelunum
eru 2.576 herbergi, samkvæmt
upplýsingum á heimasíðu Hag-
stofunnar. Verið er að byggja
fjögur ný hótel í miðbæ Reykja-
víkur sem flest eru í hæsta gæða-
flokki. Bætast þar við á bilinu 600
til 650 hótelherbergi.
Við hafnarbakkann í miðbæ
Reykjavíkur rís hótel í tengslum
við Tónlistarhúsið undir merkj-
um Starwood Hotels hótelkeðj-
unnar. Samkvæmt upplýsingum
frá Ásthildi Sturludóttur, hjá
Portus hf., verða 400 herbergi og
íbúðir á hótelinu og gert er ráð
fyrir að það verði skreytt fimm
stjörnum.
Við Laugaveg 4 til 6 er ráðgert
að byggja hótel í stað gömlu hús-
anna. Að sögn Jóhannesar Sig-
urðssonar, eiganda hótelsins,
verða um 50 til 90 herbergi í því
hóteli. Ekki liggur fyrir í hvaða
gæðaflokki hótelið verður.
Á teikniborði Icelandair Hotels
Group og Rivulus ehf. er 133 her-
bergja hótel við Lækjargötu 12,
þar sem nú er útibú Glitnis. Gert
er ráð fyrir að hótelið, sem miðað
er við að fái fjórar stjörnur, verði
opnað árið 2009.
Þá byggir Karl J. Steingríms-
son, kenndur við Pelsinn, 24
lúxusíbúðir við Tryggvagötu. Til
greina kemur að íbúðirnar verði
til útleigu fyrir erlenda viðskipta-
vini fyrirtækja. Karl segir líklegt
að íbúðirnar verði tilbúnar í mars
á næsta ári, en framkvæmdin
hefur dregist nokkuð vegna erf-
iðra aðstæðna við Tryggvagötu.
Frá því árið 2000 hafa tólf ný
hótel verið opnuð í borginni, sem
er tæplega tvöföldun á sjö árum.
Þrjátíu og níu gistiheimili hófu
starfsemi á sama tíma. Um 85
prósenta aukning varð á fram-
boði hótelherbergja og 100 pró-
senta aukning á framboði á
rúmum.
Á landsvísu hefur hótelum
fjölgað um 52 prósent síðastliðin
sjö ár. Á sama tímabili hefur nýt-
ing hótelherbergja ekkert breyst
og hefur nánast staðið í stað í 60
prósent nýtingu að meðaltali.
Nýting hótelrúma er um 47 pró-
sent. eva@frettabladid.is
Hátt í sjö hundruð hótelher-
bergi í smíðum í miðbænum
Á síðustu sjö árum hefur fjöldi hótela á höfuðborgarsvæðinu nánast tvöfaldast. Árið 2010 stefnir í að
minnsta kosti 230 prósenta aukningu á framboði hótelherbergja á tíu árum. Nýting herbergjanna er góð.
NEYTENDUR Svokallað Wagyu-nauta-
kjöt verður í fyrsta sinn til sölu í
verslunum hér á landi, milli jóla og
nýárs, en kjötið er dýrasta kjöt sem
völ er á í heiminum. Kílóið kostar
um tólf þúsund krónur frá heild-
sala, en kílóverðið út úr búð verður
líklega um sextán þúsund krónur.
Kjötið er af nautgripum af jap-
önsku kyni sem ber heitið Kobe en
nafnið er dregið af svæðinu þar
sem ræktun þeirra hófst árið 1860.
Nautgripirnir eru aldir á bjór og
úrvalsfæði auk þess sem þeir eru
nuddaðir reglulega. Þá er leikin
klassísk tónlist fyrir þá og þeim
strokið daglega. Ræktun þeirra
hefur breiðst út til Bandaríkjanna,
Nýja-Sjálands og Ástralíu og
kemur kjötið á Evrópumarkað
þaðan, en þá heitir það Wagyu-
beef.
Kjötið hefur verið að finna á
matseðlum nokkurra íslenskra
veitingastaða undanfarið, en aldrei
fyrr hefur almenningi staðið kjötið
til boða í verslunum. „Við byrjuð-
um að selja kjötið til veitingastaða
í byrjun ársins og viðtökurnar hafa
verið frábærar. Fólk er farið að
þekkja þetta og þeir sem hafa
smakkað kjötið vilja helst ekki
borða aðra gerð af nautakjöti,“
segir Gunnar Guðsveinsson hjá
Sælkeradreifingu, en fyrirtækið
flytur mest inn af kjötinu hérlend-
is.
„Það er von á þrjú til fjögur
hundruð kílóum af kjötinu til
landsins núna fyrir jól, en það er
mjög erfitt að fá þetta kjöt því það
er mikil eftirspurn eftir því, enda
besta kjöt í heimi. Ég reikna með
að um 150 kíló af kjötinu muni
fara í verslanir.“
Wagyu-kjötið er ávallt sent
ferskt og er aldrei fryst. „Kjötinu
er alltaf flogið fersku inn, en því
miður fyrir okkur hér á Íslandi
gilda sömu reglur um þetta kjöt
eins og annað ferskt kjöt sem
hingað er flutt inn, en það verður
að hafa verið frosið í þrjátíu
daga.“ segir Gunnar.
Um sextíu kíló af kjötinu fóru í
nýafstaðið brúðkaup Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar, kenndan við
Baug, og Ingibjargar Pálmadótt-
ur.
aegir@frettabladid.is
Wagyu-nautakjöt í íslenskum verslunum á milli jóla og nýárs:
Kílóið á sextán þúsund krónur
VIÐ REYKJAVÍKURTJÖRN Félagarnir Gísli og Steinar úr Hafnarfirði biðu saman spakir og prúðir í tunglsljósinu við Tjörnina þegar
ljósmyndari Fréttablaðsins hitti á þá í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
NÁTTÚRA Snarpur jarðskjálfti
mældist við norðanverðan
Langjökul klukkan hálf fjögur í
gær. Fannst hann víða í Húna-
vatnssýslu, á Blönduósi og á
Akureyri. Skjálftinn var stærstur
í jarðskjálftahrinu sem
byrjaði um hádegisbil.
Fjöldi eftirskjálfta fannst
fram eftir kvöldi í gær.
Upptök skjálftanna voru
á svæði um tólf til fjórtán
kíló metra norðvestur af
Hvera völlum og voru þeir
á bilinu 4,4 til 2,3 stig á
Richterskvarða. Alls höfðu
mælst fimmtán skjálftar á
svæðinu á tíu klukkustund-
um. Svæðið er á svokölluðu
Langjökulsbelti sem er þekkt
jarðskjálftasvæði. - shá
Jarðskjálftar við Langjökul:
Stærsti skjálft-
inn 4,4 stig
KÍNA Stjórnvöld í Guandong-
héraði í Kína hafa lagt rúman
milljarð í smíði á skipasafni
tuttugu og fjóra metra undir
yfirborði sjávar. Í safninu verða
fimm sýningarsalir en megin-
ástæðan fyrir byggingunni er
800 ára gamalt skipsflak sem er
talið ómetanlegt. Safnið verður
byggt þar sem flakið liggur en
um borð er talið að megi finna
allt að 80 þúsund fornmuni. Árið
2002 náðust sex þúsund munir úr
skipinu, en aðeins náðist að opna
eitt herbergi.
Talið er að skipið myndi grotna
í sundur yrði reynt að lyfta því
upp á yfirborðið. Í þess stað
verður skipið sett í stálgám sem
er fimm þúsund tonn að þyngd
og síðan flutt inn í safnið.
Bygging safnsins gengur vel
og er áætlað að það verði opnað
seint á næsta ári.
- shá
Sérstakt safn í Kína:
Skipasafn undir
yfirborðinu