Fréttablaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 38
30 27. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR Tímaritið Entertainment Weekly hefur krýnt skemmti krafta ársins 2007. J.K. Rowling trónir á toppn- um innan um bæði gömul andlit og ný. Entertainment Weekly hefur skipt skemmtikröftunum niður í nokkra flokka, sem virðast sækja inn- blástur sinn í hefðir í kringum útskriftir úr skólum þar ytra. Þannig er að finna hóp ræðumanna á listanum, vinsælustu persónurn- ar, undrabörnin, bekkjartrúðana, umtalaðasta hópinn og að lokum, drottningu listans. Undir ræðumennina falla þekkt andlit á borð við George Clooney, Will Smith og Angelinu Jolie, sem þykja öll hafa áorkað miklu á árinu. Jolie hefur til dæmis vakið mikla athygli í myndinni A Mighty Heart, og þá ekki síðri sem móðir skrímslisins Grendels í Bjólfs- kviðu. Matt Damon, Johnny Depp og Kanye West slást í för með Kath- erine Heigl og Carrie Underwood hvað varðar vinsælustu skemmti- kraftana, en þau hafa öll sett mark sitt á árið með kvikmyndaleik eða tónlistarútgáfu. Undrabörnin eru hins vegar þau Zac Efron, sem lék meðal annars í Hairspray, og söng- konan Rihanna, sem er Íslending- um vel kunnug. Þeim til samlætis eru leikkonan Miley Cyrus, sem leikur í gríðarlega vinsælum þætti að nafni Hannah Montana vestan- hafs, og Shia LaBeouf úr Transfor- mers. Bekkjartrúðarnir eru úr öllum áttum, en þeirra á meðal eru Will Ferrell, Simpson-fjölskyldan og Vanessa Williams, sem hefur vakið mikla athygli með frammistöðu sinni sem hin illskeytta Wilhelm- ina Slater í þáttunum Ugly Betty. Í hópi umtalaðasta fólksins þekkja Íslendingar helst Amy Winehouse og Gerard Butler, sem lék í Bjólfskviðu Sturlu Gunnars- sonar hér á landi. Það er hins vegar J.K. Rowling sem slær alla út, en eins og flestir vita lauk bókaflokknum um Harry Potter á þessu ári. Entertainment Weekly útskýrir valið á eftirfar- andi hátt: „Það sem hún gerði var mjög, mjög erfitt og hún gerði það mjög, mjög vel og gladdi þannig hundruð milljóna barna og full- orðinna mjög, mjög mikið.“ SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 10 7 12 14 16 10 16 16 14 DAN IN REAL LIFE kl. 8 - 10 RENDITION kl. 8 - 10:10 WEDDING DAZE kl. 6 ROGUE ASSASSIN kl. 6 10 16 12 16 14 DAN IN REAL LIFE kl.5.45- 8 - 10.15 LA VIE EN ROSE/LÍF RÓSARINNAR kl.5.20 - 8 - 10.40 LIONS FOR LAMBS kl.6 - 8 - 10 THIS IS ENGLAND kl.6 - 8 - 10 DAN IN REAL LIFE kl. 3.40 - 5.45 - 8 - 10.15 DAN IN REAL LIFE LÚXUS kl. 3.40 - 5.45- 8 - 10.15 WEDDING DAZE kl. 3.40-5.50- 8 -10.10 BALLS OF FURY kl. 4 - 6 - 8 ÆVINTÝRAEYJA IBBA 600 KR. kl. 4 - 6 THE HEARTBREAK KID kl. 8 - 10.30 LIONS FOR LAMBS kl. 10 !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu RENDITION kl.3- 5:30- 8 -10:30 WEDDING DAZE kl.3 EASTERN PROMISES kl. 10.40 SYNDIR FEÐRANNA SÍÐUSTU SÝN. kl. 4 - 6 - 8 - 10 VEÐRAMÓT SÍÐUSTU SÝN. kl. 3.20 - 5.40 - 8 - 10:20 ELIZABETH kl. 5.30 NÝTT Í BÍÓ! Eitthvað hefur komið fyrir Dan. Það er flókið. Það er óvenjulegt. Það er fjölskylduvandamál. Steve Carell úr 40 year Old Virgin og Evan Almighty leikur ekkill sem verður ástfanginn af kærastu bróður síns! Frábær rómantísk gamanmynd í eftir handrithöfund About a Boy ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFSTBRÚÐKAUPSBILUN DAN Í RAUN OG VERU LÍF RÓSARINNAR BORÐTENNISBULL ÁSTARSORG LOFORÐ ÚR AUSTRI ÞETTA ER ENGLAND LJÓN FYRIR LÖMB Stórskemmtileg rómantísk gamanmynd - bara lúxus Sími: 553 2075 RENDITION kl. 5.30, 8 og 10.30 16 AMERICAN GANGSTER kl. 7 og 10 16 MR. WOODCOCK kl. 6 L ROGUE ASSASSIN kl. 10.30 16 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR www.laugarasbio.is - Miðasala á SV MBLLIB TOPP5.IS „Þetta er eitthvað sem hefur vant- að hérna niðri í bæ,“ segir Arnar Þór Gíslason veitingamaður sem opnar enskan pöbb í Austurstræti á fimmtudaginn. Barinn verður til húsa í Austurstræti 12, þar sem Deco var áður, og kallast einfald- lega Enski barinn, The English Pub. „Þetta er alvöru enskur pöbb með teppi á gólfunum eins og fólk ætti að þekkja að utan,“ segir Arnar þegar hann er beðinn að lýsa staðnum. Arnar segir að staðurinn ætti að henta vel fyrir þá sem vilja kíkja við eftir vinnu til að fá sér eina kalda ölkrús. Þá muni einnig verða mikið lagt upp úr góðri stemningu yfir fótboltaleikjum. Guinness-bjórinn verður að sjálfsögðu í hávegum hafður á enska pöbbnum en Arnar lofar einnig fjölda annarra tegunda, sem og glæsilegu úrvali af viskí. Á miðjum barnum verður svo lukku- hjól sem gestir staðarins geta spreytt sig á. „Fólk borgar þús- undkall fyrir að snúa hjólinu og getur unnið allt frá einu skoti og upp í tuttugu bjóra,“ segir Arnar sem hyggst einnig selja fólk bjór í metratali: „Já, fólk getur keypt sér metra af bjór. Það eru tíu litlir bjórar á einum planka. Það er hug- mynd sem við fengum frá Berlín og skapar alltaf mikla stemn- ingu.“ Enskur pöbb í Austurstræti ENSKI PÖBBINN Arnar Þór Gíslason á nýjum bar sínum í Austurstræti, The English Pub, sem hann opnar á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Dagskrárgerðarmaðurinn Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur gefið út spurninga- spilið Bíóbrot þar sem reynir á kvikmyndaþekkingu þátttakenda. „Ég gerði þetta með þremur æskufélögum mínum úr Breið- holtinu. Við vorum að spila ensku útgáfuna af spilinu, Real Clue, og fannst bráðvanta svona kvik- myndaspil á íslensku. Höfðum því samband við framleiðandann og fengum leyfi til að gefa það út á Íslandi,“ segir Sveppi, en spilið hefur verið í bígerð í um tvö ár. Hönnunarfyrir- tækið Koma hannaði nýtt útlit spilsins. „Það er nauðsynlegt að borðið í svona borðspilum sé flott,“ segir Sveppi, „Við breyttum því og gerðum það veglegra. Ég er ljóm- andi sáttur við útkomuna.“ Bíóbrot inniheldur margs konar verkefni sem spila- aðdáendur ættu að þekkja vel. Meðal annars þurfa keppendur að teikna og leika kvikmyndatitla eða annað tengt bíómyndum, í bland við hefð- bundnar vísbend- ingaspurningar. „Þú þarft ekki að vera kvik- myndagúrú til að spila Bíóbrot, spurt er út í myndir sem flestir ættu að hafa séð,“ segir Sveppi. „Við breyttum talsvert frá ensku útgáfunni. Tókum út spurningar um gamlar klassískar myndir sem við sjálfir þekktum ekki og settum í staðinn inn íslenskar myndir, leik- ara og leikstjóra.“ Kvikmyndaspilið Bíó- brot fæst í verslun- um BT. Sveppi gefur út bíómyndaspil SVEPPI Fannst vanta kvikmyndaspil á íslensku. BÍÓBROT Borðspil fyrir kvikmynda- áhugafólk. Skemmtikraftar ársins J. K. ROWLING Rithöfundurinn J. K. Rowling trónir á toppi lista Ent- ertainment Weekly yfir skemmti- krafta ársins. Einum vinsælasta bókaflokki allra tíma lauk þegar hún sendi frá sér síðustu bókina um Harry Potter. KATHERINE HEIGL Á lista Entertainment Weekly yfir skemmtikrafta ársins 2007 kennir ýmissa grasa. Þar er að finna þekkt andlit á borð við George Clooney og Matt Damon, sem var einmitt kosinn kynþokkafyllsti maðurinn af People um daginn, og nýgræðlinga eins og Zac Efron og Miley Cyrus, sem enn eru Íslendingum ókunn að mestu. Listinn teygir sig frá teiknuð- um stjörnum Simpson-fjölskyldunnar til Amy Winehouse, sem þykir enn eiga hrós skilið fyrir hæfileika sína, þó að meira hafi borið á öðrum afrekum hennar upp á síðkastið. TRÚÐAR OG UNDRABÖRN N O R D IC PH O TO S/G ETTY R IH A N N A GERARD BUTLER A N G EL IN A J O LI E VA N ESSA W ILLIA M S

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.