Fréttablaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 10
10 27. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR
ATVINNUMÁL Samtök atvinnulífsins
gera athugasemdir við stjórnar-
frumvarp til laga um jafna stöðu
og jafnan rétt karla og kvenna. Í
umsögn samtakanna segir að sum
ákvæði frumvarpsins séu
beinlínis skaðleg og önnur til þess
fallin að draga úr sveigjanleika
atvinnulífsins.
Samtökin ítreka að mikilvægt
sé að vinna gegn kynbundinni
mismunun en eru ósammála þeim
aðferðum sem lagt er upp með í
frumvarpinu sem nú er til
umfjöllunar í félags- og trygg-
ingamálanefnd Alþingis.
Að mati samtakanna er
ávinningur frumvarpsins óljós og
aðrar leiðir árangursríkari.
Samtökin hafa til dæmis lýst sig
reiðubúin að styrkja tilrauna-
verkefni um jafnlaunavottun. - þo
Samtök atvinnulífsins:
Gagnrýna
frumvarp um
jafnrétti
HAFNARFJÖRÐUR Tveir leikskóla-
kennarar stefna að því að opna
ungbarnaskóla í Hafnarfirði og
hafa óskað eftir að gera þjónustu-
samning við
Hafnarfjarðar-
bæ svipaðan og
Hjallastefnan
hefur gert og
hafa óskað eftir
því að bærinn
leggi þeim til
viðeigandi
húsnæði.
Ungbarna-
skólinn myndi
taka við börnum
um eins árs
aldurinn og brúa
bilið þar til börnin kæmust inn í
leikskóla í kringum 18-20 mánaða
aldur. Miðað yrði við 24 börn.
Ellý Erlingsdóttir, formaður
Fræðsluráðs, segir að bilið milli
orlofsloka og leikskóla sé að
styttast og alltaf séu einhverjir
sem þurfi að brúa bilið. Fræðslu-
ráð hafi tekið jákvætt í erindið en
það sé enn til umfjöllunar. - ghs
Hafnarfjörður:
Ungbarnaskóli í
undirbúningi
ELLÝ
ERLINGSDÓTTIR
BAUGSMÁL Yfirskattanefnd hefur
lokið umfjöllun um álitaefni varð-
andi skattamál einstaklinga og
félaga tengdum Baugi Group,
segir Björn Þorvaldsson, settur
saksóknari efnahagsbrota hjá
Ríkislögreglustjóra.
Niðurstaða nefndarinnar er
trúnaðarmál, en saksóknari mun
í kjölfarið meta hvort ástæða sé
til að gefa út ákærur í málinu eða
hvort það verði látið niður falla.
Líta má á þetta mál sem þriðja
anga hins svokallaða Baugsmáls.
Þessi angi málsins varð opinber
þegar skattrannsóknarstjóri
kærði þrjú fyrirtæki og fjóra ein-
staklinga fyrir brot gegn skatta-
lögum í nóvember 2004. Meint
brot voru í upphaflegri kæru talin
nema hundruðum milljóna króna.
Á meðal þeirra sem hafa legið
undir grun eru Jón Ásgeir
Jóhannesson, stjórnarformaður
Baugs Group, og Tryggvi Jóns-
son, fyrrverandi forstjóri Baugs.
Baugur Group er stærst þeirra
félaga sem fjallað er um, en hin
eru Gaumur, fjölskyldufyrirtæki
Jóns Ásgeirs, og Fjárfar, sem
settur ríkissaksóknari í Baugs-
málinu hefur haldið fram að Jón
Ásgeir hafi stjórnað í raun. Því
hefur Jón Ásgeir ávallt neitað.
Yfirskattanefnd hafði til með-
ferðar álitaefni um skattskyldu
vegna meintra brota, og getur
niðurstaða hennar haft áhrif á
niðurstöðu saksóknara.
Gestur Jónsson, verjandi Jóns
Ásgeirs, sagði í samtali við
Fréttablaðið í gær að niðurstaða
yfirskattanefndar væri trúnaðar-
mál, og hann gæti því ekki fjallað
um málið í fjölmiðlum. - bj
Yfirskattanefnd hefur komist að niðurstöðu um álitamál tengd Baugi Group:
Styttist í ákvörðun um ákæru
BÍÐA NIÐURSTÖÐU Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort ákæra verður
gefin út á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni eða Tryggva Jónssyni vegna meintra
skattalagabrota. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
STJÓRNMÁL Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir umhverfisráðherra hyggst
á morgun upplýsa fjölmiðla um
þróun mála í
loftslagsmálum
í heiminum.
„Innan
skamms hefst
alþjóðleg
samningalota
um hvað muni
taka við þegar
Kyoto-bókunin
rennur út
áramótin 2012-
2013. Loftslags-
ráðstefna í Balí
í desember verður fyrsti fundur-
inn í þessari lotu en henni mun
ljúka með fimmtánda aðildarríkj-
afundi Loftslagssamnings
Sameinuðu þjóðanna í Kaup-
mannahöfn árið 2009,“ segir í
tilkynningu frá umhverfisráðu-
neytinu. Ráðuneytið hefur boðið
Árna Finnssyni, formanni
Náttúruverndarsamtaka Íslands,
og Pétri Reimarssyni, forstöðu-
manni stefnumótunar- og
samskiptasviðs Samtaka atvinnu-
lífsins, á fundinn til að lýsa
afstöðu sinna samtaka til
komandi viðræðna. - gar
Umhverfisráðherra:
Aftur samið
um loftslagið
ÞÓRUNN SVEIN-
BJARNARDÓTTIR
FINNLAND Hátt í þrjátíu Grænfrið-
ungar voru handteknir í Finnlandi
í gær þegar þeir mótmæltu
innflutningi á tíu þúsund tonnum
af pálmaolíu til Finnlands.
Grænfriðungarnir sátu í fangelsi
í nótt en yfirheyrslur hefjast í
dag.
Mómælin eru liður í alþjóðleg-
um mótmælum Grænfriðunga, að
sögn finnska dagblaðsins, en þeir
eru mótfallnir því að pálmaolía,
sem er lífrænt eldsneyti, sé flutt út
frá Suðaustur-Asíu. Í vefútgáfu
Aftonbladet kemur fram að til að
framleiða það magn sem var flutt
til Finnlands þurfi svæði sem
jafngildir 2.400 fótboltavöllum. - ghs
Grænfriðungar handteknir:
Mótmæltu inn-
flutningi olíu
Tveir í geimgöngu
Tveir geimfarar héldu í gær í geim-
göngu til að klára nýjasta hluta
Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þetta
er síðasta geimganga áhafnarinnar
áður en geimferjan Atlantis kemur á
staðinn.
ALHEIMURINN
Hugo Chavez, forseti Venesúela,
segist hafa fryst tvíhliða tengsl við
nágrannaríkið Kólumbíu eftir að
forseti Kólumbíu, Alvaro Uribe,
batt enda á hlutverk Chavez sem
sáttasemjara í gísladeilu við uppreisn-
arhreyfinguna FARC. Chavez sagði
ákvörðunina „hráka í andlitið“ og
kallaði Uribe lygara.
VENESÚELA
Tengsl við Kólumbíu fryst
VÍGALEGUR VIÐ DÓMKIRKJUNA Þessi
vígalegi maður stóð fyrir utan dómkirkj-
una í Mexíkóborg í gær. Kirkjunnar er
vandlega gætt af lögreglu síðan mót-
mælendur brutust inn í hana í síðustu
viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
RÚSSLAND, AP Vladimír Pútín Rúss-
landsforseti sakar Bandaríkin um
að standa á bak við ákvörðun
Öryggis- og samvinnustofnunar
Evrópu (ÖSE) um að senda ekki
kosningaeftirlitsmenn til Rúss-
lands um næstu helgi, þegar þar
verða haldnar þingkosningar.
„Samkvæmt upplýsingum sem
við höfum var þetta gert samkvæmt
ráðleggingu bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins, og við munum vafa-
laust taka það með í reikninginn í
samskiptum okkar við þetta ríki,“
sagði Pútín. „Markmið þeirra er
greinilega að láta líta út fyrir að
kosningarnar verði ekki lögmætar,
en þeim mun ekki takast það.“
Sean McCormick, talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytis-
ins, segir ekkert hæft í þessum
ásökunum og Urður Gunnarsdótt-
ir, talsmaður kosningaeftirlits
ÖSE, sagði þær fáránlegar.
Um síðustu helgi voru tugir
stjórnarandstæðinga handteknir á
mótmælafundum, bæði í Moskvu
og Pétursborg, aðeins viku fyrir
kosningar.
Í gær úrskurðaði dómari í
Moskvu að Garrí Kasparov, fyrr-
verandi heimsmeistari í skák,
þyrfti að afplána fimm daga í fang-
elsisdóm sem hann hlaut fyrir þátt-
töku sína í mótmælunum. Kaspar-
ov hafði áfrýjað dómnum. - gb
Pútín sakar Bandaríkin um að ekkert kosningaeftirlit verður í Rússlandi:
Hefur áhrif á samskiptin
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/A
FP
GARRÍ KASPAROV
Skákmeistarinn áfrýjaði
dómsúrskurði en þarf
að sitja fimm daga í
fangelsi.