Fréttablaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 22
[ ]Ólívuolía er grundvallarhráefni í ítalskri matargerð. Einfaldleiki olíunnar lífgar oft upp á og dregur fram bragðgæði annars hráefnis sem notað er í matseldina auk þess sem ólívuolía þykir meinholl. Kínversk stjórnvöld hafa fyrir- skipað hóteleigendum í Peking að birgja öll hótelherbergi sín af smokkum. Heilbrigðisyfirvöld í kínversku höfuðborginni hafa reyndar hvatt til þessa undanfarin ár, en hingað til hafa aðeins 133 af 700 hótelum í Peking brugðist við. Samkvæmt upplýsingum frá opinberu fréttastofunni Xinhua greindust 973 einstaklingar með HIV/AIDS í Peking fyrstu tíu mán- uði ársins, og er það 54 prósenta aukning frá árinu 2006. Hóteleigendum er frjálst að rukka gesti sína fyrir þær verjur sem notaðar eru, en fyrirskipun stjórnvalda sýnir viðleitni þeirra til að fyrirbyggja frekara eyðni- smit í Kína. Í lok október höfðu 4.663 eyðni- smitaðir einstaklingar verið skráð- ir í Peking einni frá árinu 1985; þar af 171 útlendingur, 964 heimamenn og 3.524 frá öðrum svæðum í Kína. - þlg Verjur með lyklunum Hótelgestir í Peking eiga að geta fundið smokka á herbergjum sínum. Úrlausnir fyrir reykingafólk ÝMSIR AÐILAR BJÓÐA UPP Á REYKLEYSISMEÐFERÐ OG STUÐNING ■ Reyksíminn – Ráðgjöf í reykbindindi 800 6030/ www.8006030.is ■ Heilsugæslustöðvar um land allt ■ Viltu hætta að reykja? – Krabba- meinsfélag Reykjavíkur ■ Aðstoð við að hætta að reykja – Heilsustofnun NLFÍ ■ Reyklaust líf/ Reykjalundi ■ Reyklaus.is, ný gagnvirk heimasíða ■ Hjartavernd, áhættumat www. hjarta.is ■ Reykleysisnámskeið í Mývatnssveit, Dagbjört Bjarnadóttir, hjúkrunarfræð- ingur ■ Aðstoð til reykleysis fyrir fólk sem á von á barni – Miðstöð mæðraverndar í Reykjavík. Reykingar valda skalla VÍSINDAMENN HAFA FUNDIÐ ENN EINA NEIKVÆÐA HLIÐ REYKINGA Reykingar virðast auka líkur á skallamyndun ef marka má niðurstöður vísindamanna við Far Eastern Memorial-spítalann í Taipei. Hingað til hefur skallamyndun karlmanna aðallega verið tengd erfðum og karlhormónum. Vísindamennirnir hafa þó komist að því að asískum karlmönnum, sem síður mynda skalla en karlar frá Vesturlöndum, sé hættara við að fá skalla ef þeir reykja. Rannsóknin, sem náði til 740 taívanskra karlmanna sem að meðaltali voru um 65 ára gamlir, birtist í tímaritinu Archives of Dermatology. Vísindamennirnir söfnuðu saman upplýsingum um á hvaða aldri mennirnir fóru að mynda skalla og tóku saman ýmsa áhættuþætti. Niðurstaðan varð sú að ef mennirnir reyktu að minnsta kosti 20 sígarettur á dag voru meiri líkur á því að þeir mynduðu skalla, jafnvel þegar aðrir áhættuþættir höfðu verið teknir með í reikn inginn. Vísindamennirnir leiða líkur að því að reykingarnar skemmi hársekkina eða hafi eyðileggjandi áhrif frumur í hársverðinum. - ve Offita hrjáir í auknum mæli íbúa Vesturlanda og eru Íslendingar ekki þar undan- skildir. Dr. Tinna Laufey Ás- geirsdóttir heilsuhagfræðingur hefur skrifað bók um málið. Meirihluti fullorðinna Íslendinga er yfir kjörþyngd og í bókinni er leitað svara við því hvaða hag- fræðilegu áhrif þeir lifnaðarhætt- ir sem orsaka offitu hafa. Einnig er leitað svara við fleiri spurning- um er snerta holdafar enda heitir bókin „Holdafar – hagfræðileg greining“. Lýðheilsustöð fól Tinnu að gera heilsuhagfræðilega úttekt á of fituvanda Íslendinga, orsökum og mögulegum úrlausnum og er bókin afrakstur þeirrar vinnu. Í samantekt kemur meðal annars fram að hægt sé að stöðva fram- gang ofþyngdar og koma í veg fyrir hana með breyttri hegðun. - hs Holdafarið greint Í bókinni eru sjö tillögur að aðgerðum til að taka á offituvanda Íslendinga. 11 -2 00 7 N át tú ra n .is www.natturan.is ....kíktu inn, opið allan sólarhringinn! ....og pakkinn er sendur beint heim til okkar. Náttúran.is gefur góð ráð um allt sem varðar heilsu og umhverfisáhrif á heimilinu... ..og er líka náttúrumarkaður með lífrænar og umhverfisvottaðar vörur og gjafir... Fæst í Bónus og Inspired (Flugstöðinni) Japanir hafa sushi Við höfum bitafisk og harðfisk í hæsta gæðaflokki Íslenskir karlmenn verða nú langlífastir! www.madurlifandi.is Næstu fyrirlestrar og námskeið Hátíðakökur og eftirréttir Fimmtudagur 29 nóvember Fimmtudagur 6. desember kl 18:00 - 20:00 Leiðbeinandi: Auður Ingibjörg Konráðsdóttir meistarakokkur Staður: Maður lifandi Borgartúni 24 Skráning: madurlifandi@madurlifandi.is Verð: 3.500

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.