Fréttablaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 1
Standa vel | Íslensk fjármála- fyrirtæki eru vel í stakk búin til að mæta erfiðleikum sem nú steðja að á alþjóðlegum mörk- uðum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Við- skiptaráð. Ekkert frost | Fasteignamarkað- urinn fer ekki undir frostmark heldur verður við ísskápshita á næstu árum. Verðhækkanir verða sem sagt undir fimm prósentum, að mati sérfræðinga greiningar- deildar Kaupþings. Ekkert okur | Ríkisstjórnin hefur afgreitt frumvarp viðskiptaráð- herra um innheimtukostnað sem ætlað er að koma í veg fyrir okur. Dæmi eru um að innheimtuþókn- un sé hærri en höfuðstóll skuldar. Íslenskur kynjafiskur | Hér kunna að vera tækifæri til eldis á matfiski af áður óþekktum tegund- um sem alla jafna þrífast í heitum sjó og ferskvatni. Þetta kom fram á haustráðstefnu Matís ohf. Krónubréf glæðast | Þýski bank- inn Rentenbank gaf út krónubréf fyrir fjóra milljarða. Bankinn mun alls hafa gefið út bréf fyrir fimmtán milljarða króna. Alls eru krónubréf að nafnvirði 371,5 millj- arðar króna útistandandi. Nokkur samdráttur | Hagnað- ur til hluthafa fyrstu níu mán- uði ársins dregst saman um 66 prósent hjá hollenska bankanum NIBC fyrstu níu mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn nemur um sex millj- örðum króna. Mikil vonbrigði | Orkuveitan mun kaupa aftur það hlutafé í REI sem eignarhaldsfélög Bjarna Ár- mannssonar og Jóns Diðriks Jóns- sonar hafa lagt í félagið. Bjarni mun sitja sem formaður REI til áramóta. Mojito er drykkurinn Vinsæll hjá báðum kynjum 14 Tilbúnir að skrá Símann Seldu fasteignir frá félaginu 8-9 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 28. nóvember 2007 – 48. tölublað – 3. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Uppgjör fjárfestingarfyrirtækja Misjöfn afkoma í alþjóðlegu umróti 6 www.trackwell .com Flotaeftirlit – tækjanotkun og aksturslagsgreining FORÐASTÝRING G O TT F Ó LK Peningabréf ISK/EUR/USD/GBP eru fjárfestingarsjó›ir í skilningi laga nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingar- sjó›i. Sjó›irnir eru reknir af Landsvaka hf., rekstrarfélagi me› starfsleyfi FME. Landsbankinn er vörslua›ili sjó›anna. Athygli fjárfesta er vakin á flví a› fjárfestingarsjó›ir hafa r‡mri fjár- festingarheimildir skv. lögunum heldur en ver›bréfasjó›ir. Um frekari uppl‡singar um sjó›ina, m.a. hva› var›ar muninn á ver›bréfasjó›um og fjárfestingarsjó›um og fjárfestingar- heimildir sjó›anna, vísast til útbo›sl‡singar og útdráttar úr útbo›sl‡singu sem nálgast má í afgrei›slum Landsbankans auk uppl‡singa á heimasí›u bankans, landsbanki.is. CAD 6,5%* DKK 5,6%*Örugg ávöxtun í fleirri mynt sem flér hentar EUR 4,2%* GBP 6,4%*ISK14,3%* Markmið Peningabréfa er að ná hærri ávöxtun en millibankamarkaður og gjaldeyrisreikningar. Enginn munur er á kaup- og sölugengi. Peningabréf Landsbankans USD 5,0%* * Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 1. okt. - 1. nóv. 2007. V i s t væ n prentsmiðja Sími 511 1234 • www.gudjono.is Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sem nýverið hlaut friðarverðlaun Nóbels vegna framlags síns til umhverfismála, flytur lokaerindi á ráðstefnu Merrion Capital, banka Landsbankans í Bretlandi, um orku og umhverfismál sem haldin verður 1. desember næstkomandi á Írlandi. Fimm aðrir framsögumenn verða á ráðstefnunni, þar á meðal Willie Walsh, forstjóri British Airways, og Eamon Ryan, orku- og fjarskipta ráðherra Írlands. Eins og frægt er laut Gore í lægra haldi fyrir George W. Bush í baráttu um forsetaembættið árið 2000. Hann hefur um árabil einbeitt sér að umhverfismálum og hóf nýverið störf hjá Kleiner Perkins Caufield & Byers, einu stærsta fjárfestingarfélagi í heimi sem einbeitir sér að umhverfisvænni tækni og endurnýjanlegum orkugjöfum. Þá var Gore í lykilhlutverki í heimildarmyndinni An Inconvenient Truth, sem hlaut Óskarsverðlaun á síðasta ári. - jab Gore í boði Landsbankans AL GORE Nóbelsverðlaunahafinn Al Gore flytur erindi á vegum Landsbankans í Bretlandi í næsta mánuði. Björgvin Guðmundsson skrifar Eigendur FL Group hafa unnið að því undanfarna daga að finna leiðir til að styrkja rekstur félags- ins og hafa þeir átt fundi með fjármálafyrirtækj- um vegna þess. Samkvæmt heimildum Markaðarins er stefnt að því að hluthafar leggi meiri fjármuni inn í félagið og auki eigið fé þess. Ekki eru þó allir hluthafar í stakk búnir til þess. Valdahlutföll munu því breytast og nýir hluthafar jafnvel bætast í hópinn. Markmiðið er að efla félagið frekar og bregðast við óhagstæðri þróun á fjármálamörkuðum. Verðmæti stærstu eigna FL Group hefur lækkað mikið á þriðja og fjórða ársfjórðungi. Sjálft félagið hefur lækkað um tuttugu prósent síðasta mánuðinn. Frá júlí til september á þessu ári tapaði FL Group 27 milljörðum króna. Miklar sögusagnir hafa gengið á milli manna um að félagið standi orðið tæpt fjárhagslega. Það þurfi að losa um eignir og þá með miklu tapi. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, hefur sagt að félagið standi ágætlega og blásið á sögusagnir um annað. Hann vildi ekki tjá sig um efni þessarar fréttar. Eftir því sem leið á gærdaginn lækkaði gengi FL Group mikið. Í viðtölum við fólk í fjármálafyrirtækjum kom fram að óvissan um framtíð félagsins væri slæm. Vonuðust viðmælendur Markaðarins til að fréttir um ráðstafanir til að styrkja félagið bærust í dag. Fyrir síðustu helgi fóru starfsmenn Fjármálaeftirlitsins í vettvangsathugun í Glitni og Tryggingamiðstöðina, sem FL Group keypti nýlega. Var þetta hluti af reglulegu eftirliti stofnunarinnar. Sérstaklega voru athuguð viðskipti og samningar sem tengdust FL Group. Samkvæmt heimildum Markaðarins kom ekkert athugavert í ljós; staða beggja fyrirtækja gagnvart FL Group væri í lagi og engin hættumerki á lofti. Í lok þriðja ársfjórðungs var FL Group með tæpa 150 milljarða króna í eigin fé. Er bent á að staðan sé sterk þó að miklir peningar hafi tapast í fjárfestingum undanfarið. Ekkert alvarlegt hættuástand sé fram undan og væntanlegar breytingar á félaginu muni efla félagið til sóknar. Eigendur FL Group vilja styrkja félagið Hluthafar í FL Group vinna að því að styrkja félagið. Þeir vilja leggja inn meiri fjármuni. Fjárfestingar hafa fallið í verði. „Fyrstu þrjár vikurnar í nóvember voru 600 veðköll hjá sex af stærstu fyrirtækjunum en einungis var í einu tilviki um þvingaða sölu að ræða,“ sagði Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), í ræðu á ársfundi FME sem haldinn var í gær. Tryggingarþekja beinna útlána með veði í verðbréfum hefur aukist milli ára og veðsetningarhlutfall lækkað „sem gefur til kynna að fjármálafyrirtækin hafi haft borð fyrir bára ef markaðir myndu lækka,“ að sögn Jónasar. Tryggingarþekja gefur til kynna hlutfall markaðsverðmætis hlutabréfa af útlánum með veði í hlutabréfum. Sé hún yfir 100% þýðir það að markaðsverð hlutabréfa sé yfir upphæð láns. Jónas sagði að mikilvægt væri að gæta jafnræðis við veðköll. „Jafnframt er rétt að hvetja fjármálafyrirtækin til að sýna varfærni í að slaka verulega á kröfu um tryggingarþekju þó svo að verð hlutabréfa hafi almennt lækkað.“ Lárus Finnbogason, stjórnar - formaður FME, benti á að nægar fjárheimildir væru grunnforsenda fyrir eftirliti í alþjóðlegu umhverfi. Alþjóðavæðingin hefði aukið flækjustig og allan kostnað. „Skilningur á því að Fjármálaeftirlitið búi yfir nægum fjárheimildum hefur verið að aukast, en það er nauðsynlegt að Fjármálaeftirlitið geti vaxið samhliða stækkun markaðarins.“ Þetta væri nokkuð sem matsfyrirtæki og alþjóðastofnanir spyrðu um. Lárus lagði jafnframt þunga áherslu á mikilvægi sjálfstæðis FME, ekki síst í litlu landi eins og Íslandi, „þar sem eignarhald fjármálafyrirtækja er þröngt, fyrirtækin gríðarlega stór miðað við landsframleiðslu og hagsmunir eigenda þeirra gjarnan samofnir.“ - ikh / sjá síðu 12 Ein þvinguð sala í nóvember Hundruð veðkalla voru framan af mánuðinum. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins vill ekki að slakað verði á tryggingum þrátt fyrir lækkun hlutabréfaverðs.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.