Fréttablaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 28. NÓVEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR2
F R É T T I R
G E N G I S Þ R Ó U N
Vika Frá ára mót um
Atorka 0,2% 52,4%
Bakkavör -0,3% -8,5%
Exista -9,8% 10,7%
FL Group -3,7% -18,4%
Glitnir -1,4% 5,4%
Eimskipafélagið -0,1% 13,4%
Icelandair 8,5% -2,5%
Kaupþing 0,7% 9,6%
Landsbankinn -2,4% 40,0%
Straumur -3,4% -10,9%
Teymi -0,8% 16,5%
Össur 0,5% -12,9%
Miðað við gengi í Kauphöll á mánudag
Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi SPRON, í þjónustuveri í síma 550 1400 eða á spron.is
AR
GU
S
/
07
-0
81
0
SPRON, í samstarfi við Þróunarbanka Evrópu CEB og Norræna fjárfestingar-
bankann NIB, býður konum með mótaða og samkeppnishæfa viðskiptaáætlun,
hagstætt athafnalán* til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.
Fáðu aðstoð hjá viðskiptastjórum SPRON og draumurinn
gæti orðið að veruleika!
*Háð útlánareglum SPRON
Nú er tækifærið!
Ingimar Karl Helgason
skrifar
„Það verður að segjast að
þetta er frekar óljóst,“ segir
Guðmundur Ómar Hafsteins-
son lögmaður um skipti Eign-
arhaldsfélagsins Samvinnu-
trygginga.
Skjólstæðingur hans er
eldri kona sem telur sig eiga
rétt til hlutar í Fjárfestingar-
félaginu Gift. Hún og maður
hennar, sem fallinn er frá,
tryggðu hjá Samvinnutrygg-
ingum um árabil.
Einstaklingar sem tryggðu hjá Samvinnutrygg-
ingum, gagnkvæmu tryggingafélagi, árin 1987-8,
og þeir sem voru með brunatryggingu árin 1992-
3, eiga að eignast hlut í Fjárfestingarfélaginu Gift,
samkvæmt fréttatilkynningu um stofnun þess í
sumar.
Enginn nema tryggingataki á rétt til eignar og
hún erfist ekki, samkvæmt samþykktum félagsins.
„Það yrði forvitnilegt að vita hvers vegna eign-
in er bundin þessum skilyrðum,“ segir Guðmundur
Ómar.
Alls munu um fimmtíu
þúsund aðilar eiga rétt til
eignar í Gift, sem verður
með um þrjátíu milljarða
króna í eigin fé.
Samvinnusjóðurinn á
þriðjung hlutafjár. Eign-
arhlutir þeirra sem ýmist
hættu að tryggja eða hafa
fallið frá hafa runnið í
sjóðinn.
Skiptafundur eignar-
haldsfélagsins hefur ekki
verið haldinn.
„Þetta eru fleiri álita-
mál en við hugðum í upphafi,“ segir Kristinn
Hallgrímsson, lögmaður og formaður skilanefnd-
ar Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga, en til
stóð að ljúka málinu í september. „Þetta verður lík-
lega ekki fyrr en um eða eftir áramót.“
Álitamálin segir Kristinn snúast meðal annars
um hlut maka þeirra sem tryggðu hjá Samvinnu-
tryggingum. „Við erum að máta hvernig þau passa
við samþykktirnar.“
Óvíst er hversu margir gera kröfu til eignar í
Gift. „Það er eitt af því sem við erum að kanna,“
segir Kristinn. - ikh
Makar vilja hlut í
Samvinnusjóðnum
Skiptaferli Samvinnutrygginga er gagnrýnt fyrir ógagnsæi.
Enn er óljóst hverjir eiga rétt til eignar í félaginu.
HELDRI KONUR Tryggingar elstu kynslóðarinnar hjá
Samvinnutryggingum voru oftar en ekki í nafni bóndans. Hafi
hann fallið frá er óljóst hvort ekkjan fái hlut hans í félaginu.
Stofnfjáreigendur í Sparisjóði
Vestfirðinga (SpVf) kjósa á föstu-
dag um sameiningu sjóðsins við
Sparisjóð Keflavíkur (SpKef) og
Sparisjóð Húnaþings og Stranda
(SpHS). Boðað hefur verið til
funda meðal stofnfjáreigenda
hinna sparisjóðanna 4. desember
í sama tilgangi.
Fastlega er búist við að samein-
ing sjóðanna nái fram að ganga,
enda um nokkurt skeið búið að
vinna eftir samþykktri sam-
runaáætlun. Hluti af því ferli er
nýafstaðin stofnfjáraukning þar
sem stofnfjáreigendur áttu for-
gangsrétt á kaupum á aukning-
unni. Tryggingasjóður sparisjóða,
stærsti skráði eigandi SpVf með
21,51 prósents hlut, féllst hins
vegar á að nýta sér ekki kauprétt-
inn að beiðni annarra stofnfjár-
eigenda. Hlutur sjóðsins minnk-
ar því væntanlega í nálægt því
fimmtán prósent.
„Tryggingasjóður hefur aldrei
verið fjárfestingarsjóður og er
þess vegna ekki að eignast neitt.
Hann er stofnaður til að vera bak-
hjarl sparisjóðanna en ekki til að
vera eignaraðili,“ segir Björgvin
Sigurjónsson, stjórnarformaður
SpVf. Þar sem Tryggingasjóður-
inn hefur áður lagt sparisjóðum
lið hefur hann svo verið keyptur
út aftur þegar hagur viðkomandi
sjóða vænkaðist. Björgvin bendir
hins vegar á að sjóðurinn sé í eigu
sparisjóðanna og þeir vegi það
þungt í eigendahópi SpVf að ekki
sé hægt að tala um að þeir verði
af verðmætum þótt Trygginga-
sjóðurinn nýti ekki kauprétt sinn.
Guðmundur Hauksson, spari sjóðs-
stjóri SPRON og stjórnarformað-
ur Tryggingasjóðs sparisjóða,
segir hlutverk Tryggingasjóðs að
styðja við sparisjóði þurfi þeir á
að halda. Hann segir hins vegar
allan gang á því hvernig unnið
hafi verið úr málum á síðari stig-
um, hvort sjóðurinn hafi verið
keyptur út, eða stofnfjárhlutur
jafnvel seldur þriðja aðila. - óká
VÍÐIDALSTUNGURÉTT Í HÚNAÞINGI
Unnið er að sameiningu Sparisjóðs Keflavíkur,
Sparisjóðs Vestfirðinga og Sparisjóðs
Húnaþings og Stranda. Stofnfjáreigendur
taka afstöðu til sameiningar á næstu
dögum. MARKAÐURINN/KÁRI
Þrír sjóðir sameinast
Stærsti skráði eigandi Sparisjóðs Vestfirðinga nýtti
ekki forkaupsrétt í hlutafjáraukningu.
„Það getur verið snúið að fá end-
anlegar upplýsingar,“ segir Már
Másson, upplýsingafulltrúi Fjár-
málaeftirlitsins (FME).
FME hefur enn til skoðunar við-
skipti með ríflega fimm prósenta
hlut í Straumi-Burðarási frá því
um miðjan ágúst.
Þá keypti ónefndur aðili hlut í
bankanum. Hluturinn er geymdur
á safnreikningi í Landsbankanum
í Lúxemborg. Talsmaður
Björgólfs Thors Björgólfssonar,
stjórnarformanns Straums, hefur
vísað því á bug að kaupandinn
tengist Björgólfi eða fyrirtækjum
hans.
Meðal þess sem FME skoðar er
hvort yfirtökuskylda hafi myndast
við viðskiptin auk hugsanlegs
brots á flöggunarskyldu.
Félag Björgólfsfeðga, Samson
Holding, á 32,9 prósenta hlut í
bankanum en Landsbankinn í Lúx-
emborg er skráður fyrir 24,2 pró-
sentum. Landsbankinn í Lúxem-
borg er að öllu leyti í eigu Lands-
bankans. Samson á um fjörutíu
prósenta hlut í bankanum.
Samkvæmt lögum myndast
yfirtökuskylda þegar hluthafi,
einn eða í samráði eða samstarfi
við aðra, ræður yfir fjörutíu
prósenta eignarhlut eða meira.
Már segir að Straumur hafi
greiðlega veitt FME allar um-
beðnar upplýsingar, en segist
ekki geta tjáð sig um aðra aðila.
„Við erum hins vegar í samstarfi
við systurstofnanir annars stað-
ar í Evrópu og öflum því nauð-
synlegra upplýsinga hjá þeim ef
þurfa þykir.“
Óvíst er hvenær athugun FME
lýkur. - ikh
Straumur enn í rannsókn FME
Fjármálaeftirlitið rannsakar hvort yfirtökuskylda hafi myndast í sumar.
Ísland heldur lánshæfis -
einkunninni Aaa og stöðugum
horfum í næsta mati alþjóðlega
lánshæfismats fyrirtækisins
Moody‘s, jafnvel þótt yfir vofi
„hörð lending“ í efnahagsmálum.
Þetta er haft eftir Joan Feldbaum-
Vidra, sérfræðingi Moody‘s í frétt
Bloom berg í gær.
Um miðja síðustu viku breytti
matsfyrirtækið Standard &
Poor‘s horfum á lánshæfismati
ríkisins úr stöðugum í neikvæð-
ar, en í skýrslu voru gagnrýnd
mikil útgjöld ríkissjóðs og út-
lánastefna Íbúðalánasjóðs. - óká
Ríkið heldur
hæfi og horfum