Fréttablaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 9
H A U S
MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007
Ú T T E K T
V I Ð B U R Ð A R Í K T Á R
2005 Landssími Íslands hf.
einkavæddur með sölu
ríkissjóðs á 98,8% hlutdeild
sinni; nafni fyrirtækisins breytt
í Síminn hf. í kjölfarið. Skjábíó
markaðssett í sjónvarpi Símans.
2006 Síminn kaupir Sirius IT. Stærsta
fjárfesting Símans til þessa.
2007
Mars: Farsímafélagið Aerofone keypt.
Mars: Ákveðið að skipta Símanum
upp í Fasteignafélagið Jöfra,
Mílu og Símann hf. Skipti
verður móðurfélag.
April: Upplýsingatæknifyrirtækið
Sensa ehf. keypt.
Maí: Tæplega helmingur hlutabréfa
Símans í Tæknivörum seldur.
Maí: Undirbúningur hefst fyrir
skráningu Skipta hf. á markað.
Júní: Rekstrarfélagið Skjá miðlar
ehf. stofnað um rekstur
upplýsingaveitunnar Já og
Skjásins.
Ágúst: Fjarskiptafyrirtækið Business
Phone í Danmörku keypt.
Október: Fjarskiptafyrirtækið Ventelo
í Danmörku keypt, Skipti
gerir óbindandi tilboð í
Slóvenska Símann, Skipti
samþykkir kauptilboð Exista í
fasteignafélagið Jörfa ehf.
Nóvember: Skipulagsbreytingar sem
felast í því að tvö svið, Starfs-
mannasvið og Fjár málasvið sem
áður tilheyrðu Símanum, færast
til Skipta og sameinast í einu
sviði undir nafninu Sameiginleg
þjónusta. Starfsmenn Skipta
eru þá orðnir 130 talsins.
Í október samþykkja Skipti að
selja Fasteignafélagið Jörfa
til Exista Properties. Exista er
stærsti eigandinn í Skiptum.
Upphaflega þegar Símanum var
skipt upp var fjármálaráðherra
spurður, fyrir hönd ríkisstjórn-
arinnar sem seldi Símann, hvort
við það væri nokkuð að athuga.
Hins vegar var ekki leitað eftir
leyfi til að selja félagið, og þar
með flestar fasteignir Símans,
út úr Skiptum.
„Það var ekki gerð athuga-
semd við uppskiptingu Sím-
ans í Mílu, Símann og Jörfa.
Hún var í samræmi við skilyrði
kaupsamningsins á meðan þetta
rýrði ekki verðmæti félagsins
og eign hluthafanna. Eigend-
ur Skipta þurftu því ekki að
spyrja ríkið hvort selja mætti
fasteignafélagið. Það rýrir ekki
verðmæti Skipta. Hluthafar eru
í raun betur settir á eftir. Sölu-
hagnaðurinn nam rúmum 1,3
milljörðum króna. Þá fjármuni,
sem áður voru fastir í fasteign-
um, er nú hægt að nota í fjár-
festingar sem eru arðbærari en
þessar eignir,“ segir Brynjólfur
Bjarnason, forstjóri Skipta.
Fjármálaráðuneytinu var ekki
tilkynnt um þessa sölu. Í sam-
tali við Markaðinn sagði fjár-
málaráðherra, Árni M. Mathie-
sen, að sér virtist sem hluthaf-
ar væru að minnsta kosti jafn
vel settir eftir söluna á fast-
eignum Símans og fyrir. Hann
hafði samt ekki kynnt sér málið.
Engar athugasemdir hafa verið
settar fram um þennan gjörning
af hálfu stjórnvalda og kaupin
voru gerð með samþykki allra
hluthafa.
Í raun lýkur ekki
einkavæðingarferlinu fyrr en
búið er að standa við skilmála
kaupsamningsins og selja þrjátíu
prósenta hlut til almennings og
annarra fjárfesta. Pólitísk átök
í aðdraganda sölunnar árið 2005
snerust meðal annars um aðgang
venjulegs fólks að einkavæðingu
ríkisfyrirtækja. Stofnað var
sérstök hreyfing undir forystu
Agnesar Bragadóttur og Orra
Vigfússonar til að vekja athygli
á þessu og berjast fyrir aðkomu
almennings. Í ljósi þess vakna
spurningar um hvort það sé í
anda kaupsamningsins að selja
eignir út úr félaginu þó að
ekkert mæli sérstaklega gegn
því. Væri til dæmis heimilt að
selja Mílu út úr félaginu eða
aðrar stórar eignir áður en
almenningur fær tækifæri til
að kaupa í Skiptum?
Samkvæmt heimildum
Markaðarins hafa engar aðrar
sambærilegar eignir og Jöfra
verið seldar út úr Símanum
og Skiptum á síðastliðnum
þremur árum. Skipti, sem
hefur gert leigusamninga við
Jöfra, á einnig forkaupsrétt á
eignunum. Verðmatið var byggt
á leigusamningum sem Síminn
og Míla höfðu gert við Jöfra.
Þar sem leigusamningar lágu
ekki til grundvallar, svo sem
hvað varðar lóðaréttindi, voru
eignirnar metnar af tveimur
óháðum fasteignasölum og
var fundið meðalverð. Þessar
upplýsingar koma frá Skiptum.
Fasteignir voru
seldar úr Símanum
Samþykki allra hluthafa lá fyrir en ekki ríkis-
stjórnarinnar þegar flestar fasteignir Símans
voru seldar stærsta hluthafanum í Skiptum.
Forstjóri Skipta segir að ekki hafi verið
nauðsynlegt að fá samþykki ríkisins. Hluthafar
séu betur settir á eftir.
Nokkrar eignir sem Síminn seldi Exista
Þ E S S I R B U Ð U Í S Í M A N N
Hæsta boð 66,7 milljarðar króna
Skipti ehf., sem í eru:
Exista ehf. 45%
Kaupþing banki hf. 30%
Lífeyrissjóður verslunarmanna 8,25%
Gildi - lífeyrissjóður 8,25%
Sameinaði lífeyrissjóðurinn 2,25%
Samvinnulífeyrissjóðurinn 2,25%
MP Fjárfestingarbanki hf. 2%
Skúli Þorvaldsson 2%
Næsthæsta boð 60 milljarðar króna
Símstöðin ehf., sem í eru:
Burðarás hf. 45%
Kaupfélag Eyfirðinga svf. 7,86%
Ólafur Jóhann Ólafsson 23,56%
Talsímafélagið ehf.* 11,79%
Tryggingamiðstöðin hf. 11,79%
* Félag í eigu Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona
Hagkaupsbræðra, Ingimundar Sigfússonar fyrrverandi
sendiherra, Bolla Kristinssonar í 17 og Arnars
Bjarnasonar rekstrarhagfræðings.
Lægsta boð 54,7 milljarðar króna
Nýja símafélagið ehf., sem í eru:
Atorka Group ehf. 38,4%
Jón og Sturla Snorrasynir 28,8%
Jón Helgi Guðmundsson 28,8%
Frosti Bergsson 4%
KAUPSAMNINGUR UNDIRRITAÐUR
Forsvarsmenn Exista ásamt forsætisráðherra.
Stórhöfði 22-30 Stórhöfði Ármúli 25 Suðulandsbraut 28
Suðurlandsbraut 30 Ármúli 27 Suðurlandsbraut 30
Þar er dreift efni frá Skjánum, sem er í
eigu Skipta, jafnt sem öðrum eins og 365
miðlum.
GRUNNNETIÐ VAR SKILGREINT
Nokkur umræða spannst um hvort aðskilja
ætti það sem kallað var grunnet frá Símanum
áður en hann var einkavæddur. Margir sögðu
það erfitt en aðrir vildu selja allan pakkann
enda fengist þannig hærra verð. Einnig væri
betra að þetta tvennt væri á sömu hendi.
Erfitt væri að skilgreina hvar grunnnetið
byrjaði og hvar það endaði.
Brynjólfur segir það vissulega skilgrein-
ingaratriði hvað sé flokkað sem grunnet.
Þegar skoðaður hafi verið grundvöllur sam-
starfs við Orkuveitu Reykjavíkur um rekstur
dreifikerfis hafi þetta verið skilgreint. Niður-
staða þeirrar vinnu hafi verið lögð til grund-
vallar við ákvörðun um hvar línan skyldi
dregin. Hann segir Mílu sjá um rekstur fjar-
skiptanetsins og vera í viðskiptum við Sím-
ann og önnur fjarskiptafyrirtæki í landinu.
ÓHRÆDDUR
VIÐ SKRÁNINGU
FÉLAGSINS Á
MARKAÐ „Ef við
hefðum ekki verið
valdir áfram hefðum
við verið tilbúnir að
fara með Skipti á
markað 15. desem-
ber.,“ segir Brynjólfur
Bjarnason.