Fréttablaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 11
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007
S K O Ð U N
Við erum heppin þjóð Íslending-
ar. Við búum í landi þar sem
við höfum nóg af heitu og köldu
vatni, höfum stóra jökla og afl-
miklar ár sem renna til sjávar.
Orkan er til staðar, það er hag-
kvæmt að nýta hana, hún er sam-
keppnishæf við aðra orkugjafa
og síðast en ekki síst þá er hún að
mestu endurnýjanleg. Um 99 pró-
sent af rafmagnsframleiðslu og
70 prósent af heildarorku fram-
leiðslu í landinu eru með notk-
un jarðvarma og vatnsorku. Það
eru ekki mörg samfélög sem geta
státað af annarri eins nýtingu á
hreinni orku. Þessi staða hefur
tryggt okkur samkeppnisforskot
umfram aðrar þjóðir og byggt
upp almenna velsæld í landinu.
Margir líta á þessa nýtingu á
endurnýjanlegri orku sem nægj-
anlegt framlag okkar til þess að
leysa loftslagsvanda heimsins.
Endurspeglun þessa viðhorfs kom
m.a. fram þegar samið var um
hið svokallaða „íslenska ákvæði“
sem heimilaði Íslandi aukið út-
streymi gróðurhúsalofttegunda
umfram aðrar þjóðir á grundvelli
Kyoto-samkomulagsins.
BRENNSLA JARÐEFNAELDSNEYTIS
Þrátt fyrir gnægð endurnýjan-
legra náttúruauðlinda eins og
rakið var hér að ofan þá er ekki
annað en hægt að furða sig á mjög
miklu útstreymi gróðurhúsaloft-
tegunda hér á landi. Skýringar
eru þó nærtækar, flug til og frá
landinu er mikið, bílaeign lands-
manna er gífurleg og skipastóll-
inn tekur sinn toll jafnframt því
sem útstreymi frá iðnaðarferlum
er töluvert.
Niðurstaðan er því sú að hver
Íslendingur er með útstreymi
sem er mun hærra en meðal-
tal ríkja Evrópusambandsins.
Meðaltal Evrópusambandsríkj-
anna er um 12 tonn, en er að nálg-
ast 17 tonn á hvern Íslending. Til
að nefna nokkur fleiri dæmi til
samanburðar þá er útstreymi á
hvern Kínverja u.þ.b. 4 tonn, Ind-
verja rúmlega 1,0 tonn, á hvern
íbúa Chad 0,02 tonn og Búrundí
0,05 tonn. Íslendingar skipa sér
sem sagt á bekk með ríkjum eins
og Bandaríkjunum, Ástralíu og
Kanada og nokkrum olíufram-
leiðsluríkjum í Miðausturlöndum
hvað útstreymi varðar.
HVER HORFI SÉR NÆR
„Allir vilja breyta heiminum en
enginn vill breyta sjálfum sér,“
svo vitnað sé í Leo Tolstoy. Nú
líður að þeim tíma að íslensk
stjórnvöld verða að setja sér
samningsmarkmið vegna endur-
nýjunar Kyoto-samkomulagsins
sem rennur sitt skeið á enda árið
2012, en samningaviðræður hefj-
ast á Balí í næsta mánuði. Fróð-
legt verður að sjá hver þau mark-
mið verða en búast má við að þau
taki mið af háleitri stefnuyfir-
lýsingu íslenskra stjórnvalda um
að draga úr útstreymi hér innan-
lands um 50 til 75 prósent fyrir
árið 2050.
Nálgun íslenskra stjórnvalda í
komandi viðræðum skiptir miklu
máli upp á framhaldið hér inn-
anlands því það er nú einu sinni
þannig að eftir höfðinu dansa lim-
irnir. Skilaboð stjórnvalda til al-
mennings þurfa að vera skýr. Ef
takast á að draga úr útstreymi hér
á landi þarf hverjum og
einum Íslendingi að
finnast hans fram-
lag skipta máli.
Kristján Vigfússon
aðjúnkt við
Háskólann í Reykjavík
kennir m.a. orku- og
umhverfismál.
Endur nýjanleg
orka
O R K A O G U M H V E R F I
Bölsýnisspá
Þeim líður ekki vel um þessar
mundir sem eru skuldsettir langt
upp fyrir haus í verðbréfasafn-
inu. Ég veit um nokkra sem sitja
mest orðið heimavið, langt komn-
ir með að bryðja upp svefntöflu-
safnið sem þeir hafa notað fram
til þessa á langflugi til erlendra
og fjarlægra staða. Þeir sjá víst
ekki fram á að hífa upp yfirdrátt-
inn frekar eða hala inn nýtt lán
til ferðalaga á framandi slóðir og
vilja helst sofa þar til gengi verð-
bréfanna hækkar á ný. Sumir sofa
en aðrir eru fyrir löngu búnir með
pillurnar og komnir í sjóveiki-
töflurnar. Þeir sem eru verst á
sig komnir eru búnir með allt lyf-
seðilsskylt og hakka í sig panódíl
í veikri von um að sljóvgast. Það
skilar litlu.
Vissulega kemur betri tíð með
blóm í haga eftir leiðindadag-
ana sem sumir upplifa núna. En
fáir ef nokkrir vita dagsetning-
una á þeirri ókomnu tíð. Á meðan
bryðja þeir allt sem þeir koma
höndum yfir og bíða milli vonar
og ótta eftir símhringingu frá
bankanum.
Enginn veit svo sem hvað ger-
ist en margir slúðra um að fyrir-
tækin heima þurfi að ná ákveðnu
lágmarksgengi áður en bankinn
gerir þau upp. Ef slúðrið reynist
rétt og allt fer á versta veg verð-
ur framtíðin svona:
Ef heimskreppuspá bölsýnis -
manna rætist verður ekki ljóst
hver étur hvern. Hugsanlega
gætu bankarnir þó tekið til sín
skuldsettustu félögin og búið til
úr þeim sjóði. Þannig sé ég fyrir
mér FL-safn Lansans og Bakka-
sjóð Kaupþings sem að mestu yrði
samansettur úr eignum Exista. Ef
allt fer svo á alversta veg taka
svo útlensku risabankarnir þá ís-
lensku yfir og gera að sérstökum
söfnum í skrifborðsskúfunni sem
heyrir undir erlenda starfsemi.
En ég vona það besta fyrir vini
mína og kollega í bransanum.
Mikið er nú annars gott að sitja
á svölunum á Costa del Sol, horfa
á döbbaðan Seinfeld, skanna tæki-
færin í Makkanum og spand-
era gróðanum sem ég innleysti í
sumar í bréf á brunaútsölu. Meira
sangría, segi ég nú bara. Hasta la
vista, baby. Skál.
Spákaupmaðurinn á horninu.
S P Á K A U P M A Ð U R I N N
G
O
TT
F
Ó
LK