Fréttablaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 14
MARKAÐURINN 28. NÓVEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR14
F Y R S T O G S Í Ð A S T
Einar Skúlason er forstjóri Alþjóðahússins. Í Alþjóðahúsinu fer fram ýmiss
konar starfsemi sem ætlað er að stuðla að fjölmenningarlegum samskiptum.
Þar er meðal annars boðið upp á túlka- og þýðingarþjónustu, íslenskukennslu,
lögfræðiráðgjöf og fræðslu af öllu mögulegu tagi.
8.00 Ég svaf út til klukkan átta, fór þá á fætur, skellti mér í sturtu
og fékk mér AB-mjólk í morgunverð.
8.50 Stökk út rétt fyrir klukkan níu og var mættur í vinnuna
klukkan níu, enda stutt að fara.
9.00-10.00 Fékk mér tebolla og settist yfir tölvupóstinn. Spjallaði
svo við starfsmenn Alþjóðahússins um vel heppnað jólahlaðborð
á föstudagskvöldið. Þar voru sjötíu manns af tuttugu og fimm
þjóðernum komin saman. Jólahlaðborðið var þrátt fyrir það hefð-
bundið. Það var samt karrí í kartöflusalatinu, til að gera þetta
svolítið exótískt.
10.00-10.45 Undirbjó erindi fyrir útibússtjóra Glitnis sem
var á dagskrá næsta dag. Það fjallar um ýmis sjónarmið tengd
innflytjendum og bankaþjónustu.
10.55 -12.00 Gekk af stað niður á Tjarnargötu á vikulegan fund
með nefnd um stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum innflytjenda.
Fyrst og fremst snerist umræðan um Reykjavíkurborg sem
þjónustuveitanda.
12.00-13.00 Á leiðinni til baka kom ég við á Gráa kettinum og
fékk mér óhollan og mjög góðan hádegismat; egg og beikon. Grái
kötturinn er rétt hjá vinnunni og það er fínt að kíkja þangað af og
til.
13.00 Kom aftur upp í vinnu og heilsaði upp á gest frá Eistlandi.
Þetta var kona sem var að kynna sér starfsemi Alþjóðahússins en
hún vinnur við rannsóknir á mansali. Heimsóknir á borð við þessa
eru því sem næst daglegt brauð hjá okkur.
13.30 Ræddi við Maríönnu Traustadóttur hjá ASÍ um sameiginleg-
an blaðamannafund á miðvikudaginn. Alþjóðahúsið, ASÍ, Efling VR,
SA og SVÞ eru að taka sig saman um dreifingu á barmmerkjum
sem ætlað er að stuðla að betri framkomu í garð innflytjenda.
14.00-17.00 Smotterí hér og smotterí þar það sem eftir var vinnu-
dagsins. Ég átti nokkra innanhússfundi og var meðal annars að
aðstoða taívanskan lærling sem er að vinna að rannsóknarverkefni
hjá okkur.
17.00-18.00 Fór í Bónus úti í Holtagörðum og verslaði í matinn.
Þar er alltaf nóg af stæðum.
18.30 Hófst handa við að undirbúa kvöldmatinn. Það voru ham-
borgarar, franskar, sósa og salat í matinn fyrir mig og Gabríel, einn
af þremur sonum mínum. Hann stakk nú upp á að fara út að borða
en við fórum milliveginn og elduðum hamborgara heima.
20.00 Settist við tölvuna og lauk við að undirbúa erindi morgun-
dagsins.
„Uppáhaldið mitt í dag er Sunnu-
dagskrossgáta Morgunblaðsins.
Alveg frábær heilaleikfimi og
skemmtun,“ segir Áslaug Frið-
riksdóttir, framkvæmdastjóri
veffyrirtækisins Sjá.
Hún segir að áhugamálin fyrir
utan vinnuna hafi
tekið ýmsum breyt-
ingum í gegnum tíð-
ina. „Ég hef alltaf
átt ákveðin áhuga-
mál, svo sem að
fylgjast með
pólitík, synda
og fara í bíó. Eitthvað sem er auð-
velt án þess að þurfa að skipu-
leggja það sérstaklega.“
Áslaus segist hafa ferðast
mikið og farið á skíði og göng-
ur áður en börnin komu til sög-
unnar, en hún á nú þrjú. „Meðan
börnin eru lítil og geta ekki fylgt
manni í hvað sem er hefur maður
þróað svona hliðaráhugamál sem
hægt er að sinna heima við.“
„Það besta sem ég veit er að
eiga góð stund til að sitja yfir
krossgátunni og reyna við hvert
orðið á fætur öðru,“ segir Áslaug
brosandi og bætir því við að oft
sé erfitt að slíta sig frá gátunni.
„Þegar gestir koma í heimsókn
er oft bara brugðið á það ráð að
fá alla með í leikinn þannig að
stundum situr heilt matarboð og
pælir í gegnum þetta.“
Áslaug segist ekki oft ná að
ljúka allri gátunni. „En ég er svo
heppin að ég veit um fólk úti í
bæ sem deilir áhugamálinu. Við
skiptumst á vísbendingum þegar
mér þykir ég hafa fullreynt eitt-
hvað.“
Samskiptanetið í kringum
gátuna sé ótrúlega stórt. „Stundum
fær maður vísbendingar í gegnum
langsótt og skemmtileg tengsl,“
segir Áslaug. Þar sé stríðnin
stundum við völd. „Og maður
fær það alveg óþvegið hversu
heimskur er hægt að vera,“ segir
Áslaug Friðriksdóttir og hlær.
- ikh
Frábær heilaleikfimi
ÁSLAUG
FRIÐRIKS-
DÓTTIR
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
„Mojito er vinsælastur bæði
hjá körlum og konum í dag.
En þær vilja samt stundum
Cosmopolitan,“ segir Guðvarður
Gíslason, betur þekktur sem
Guffi. Þetta er í samræmi við
niðurstöður óformlegrar könnunar
Markaðarins á vinsælasta
drykknum í dag.
Mojito hefur verið þekktur hér
á landi í nokkur ár en Guffi á
talsvert í landnámi hans: „Þegar
ég seldi drykkinn á fyrstu árum
Apóteksins botnuðu fáir í honum.
Það var ekki fyrr en þegar við
opnuðum Mojito-barinn við
Austur völl fyrir nokkrum árum
sem salan tók kipp. Hún hefur
varla farið niður síðan,“ segir
hann. Guffi ætti að þekkja
þetta enda er hann líklegast
einn þeirra sem best þekkja
drykkjarvenjur landans. Guffi
rekur nú veitingahúsið á Hótel
Radisson SAS 1919 í miðborg
Reykjavíkur.
Af öðrum vinsælum drykkjum
segir Guffi vodka blandaðan í
orkudrykk hafa sótt í sig veðrið upp
á síðkastið þrátt fyrir vafasamar
umfjallanir um hann. „Menn
eiga það til að verða of hressir
þegar þeir drekka hann,“ segir
Guffi. Kampavínskokkteillinn
Kir Royal og Remy Martin voru
sömuleiðis nefndir á nafn en þeir
þykja vinsælir fordrykkir.
Auk Mojito lenti gin í tónik
ofarlega á lista í könnuninni. En
gin er ekki sama og gin enda
bendir Guffi á að fólk geri
meiri kröfur til gins nú en áður.
Bombay Sapphire og Tanqueray
eru þar vinsælustu
tegundirnar.
„Bombay-ginið er
að ná sér á strik.
Menn eru tilbúnir
að greiða meira
fyrir gott gin,“ segir
hann og bætir við að
börunum hérlendis
hafi að sama skapi
fjölgað sem bjóði
upp á tónik í litlum
flöskum í stað þess
að hella nokkrum
sinnum úr sömu
flöskunni í marga
drykki. „Menn eru
að fá betra tónik úr
þessu. Mun betra en
úr dælu eða brúsa,“
segir Guffi.
Þegar einstaka drykkjum
sleppir er vinsælast
að drekka rauðvín
eða hvítvín með
mat. Rauðvín frá
Mið-Evrópu eru
ofarlega á lista á
Vox en í nokkrum
tilvikum hvítvín
frá Bandaríkjunum
og Chile þar og á
öðrum stöðum.
Domaine Laroche
Chablis Vaudevey og Domaine
Laroche Chablis Grand Cru
Blanchots eru vinsæl á meðal
fólks í fjármálageiranum á 101
Hótel í Reykjavík. Flaskan af
hvoru tveggja kostar á bilinu átta
til ellefu þúsund krónur. „Þeir
koma hérna stundum fjórir til
fimm strákar og taka saman
þrjár flöskur með hamborgara
eða lambasteik,“ segir þjónn á
hótelinu. „Síðan fara þeir í vodka
og tónik eða annað álíka. Það fer
þó allt eftir því hvort fólk kemur
í miðri viku eða um helgar hvað
það fær sér.“
Mojito í fyrsta sæti
hjá báðum kynjum
Hinn kaldi og ferski Mojito er vinsælasti drykkur beggja kynja. Menn og
konur tóku drykknum hikandi í upphafi.
GUFFI GALDRAR FRAM EINN FERSKAN MOJITO Vinsælasti drykkur-
inn á börum bæjarins er rommdrykkurinn Mojito. Guffi á 1919 á heiðurinn
af landnámi hans hér. MARKAÐURINN/VILHELM
6 cl ljóst romm
2 tsk. hrásykur
hálft lime
nokkur mintulauf
sódavatn (eftir smekk)
sítróna (eftir smekk)
Mintulauf og lime er skorið
niður í báta, kreist og kramið
saman í glas svo sem mest
fari í hliðar glassins. Romm,
sykri og klaka bætt út í og
hrært vel saman. Fyllt upp
með sódavatni eftir smekk.*
*Heimild: ÁTVR
M O J I T O
F R Í S T U N D I N
D A G U R Í L Í F I . . .
Einars Skúlasonar, framkvæmdastjóra Alþjóðahússins
Á LEIÐ Á FUND Á mánudaginn
átti Einar Skúlason, framkvæmda-
stjóri Alþjóðahússins, meðal ann-
ars fund með nefnd um stefnu
Reykjavíkurborgar í málefnum
innflytjenda. MARKAÐURINN/VALLI