Fréttablaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 28. NÓVEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR4
F R É T T I R
■ Bear Sterns
■ Merrill Lynch
■ Lehman Brothers
■ Morgan Stanley
■ Citigroup
■ Bank of America
Júlí ágúst September Október Nóvember
150
120
90
60
30
G E N G I S Þ R Ó U N N O K K U R R A A F S T Æ R S T U B Ö N K U M H E I M S
Á T Í M A B I L I N U 1 . J Ú L Í T I L 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 0 7
Kröfufjármögnun á netinu
- einföld og skilvirk lausn
Með Kröfufjármögnun Landsbankans gefst fyrirtækjum
kostur á lántöku gegn veði í viðskiptakröfum með einfaldari
hætti en áður.
Ávinningur fyrirtækja er margþættur, m.a. er auðveldara að
fjármagna vöxt fyrirtækisins þar sem rekstrarfé eykst í
hlutfalli við aukna sölu.
Hafðu samband við fyrirtækjasérfræðing í næsta útibúi eða
Þjónustuborð fyrirtækja í síma 410 9191ÍSL
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
L
B
I
40
00
2
11
/0
7
www.landsbanki.is
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Gengi banka og fjármálafyrirtækja tók snarpa
dýfu víða um heim á mánudag eftir að bandaríski
fjárfestingarbankinn Goldman Sachs sagði útlit fyrir
að HSBC, einn af stærstu bönkum heims, þyrfti að
afskrifa allt að tólf milljarða dala, jafnvirði um 760
milljarða íslenskra króna, úr bókum sínum vegna
tapaðra útlána á næstunni. Bakslagið er að mestu
tilkomið vegna mikilla vanskila á svokölluðum
undirmálslánum; fasteignalánum sem einstaklingar
með lágar tekjur og lélegt greiðsluhæfi hafa fengið
til að koma sér þaki yfir höfuðið. Bloomberg segir að
enn sé ekki vitað hversu djúpt sé á væntu útlánatapi
fjármálafyrirtækja vegna vanskilanna vestanhafs
og ekki séu öll kurl enn komin til grafar.
Bandarískir bankar hafa orðið fyrir talsverðum
skelli vegna þessa og dregið með sér fjármála -
fyrirtæki víða um heim, auk þess sem eignasafn
erlendra fyrirtækja sem fjárfest hafa í
Bandaríkjunum hefur lækkað. Hagnaður þeirra
síðustu misseri hefur snúist upp í tap á síðasta
ársfjórðungi og vart útlit fyrir að hagurinn batni
fljótlega, jafnvel ekki fyrr en á seinni hluta
næsta árs. Hluthafar hafa ekki farið varhluta
af vandræðunum sem bankarnir hafa ratað í
vegna áhættusamrar útlánastefnu sinnar enda
hefur gengi flestra banka hríðlækkað frá því
fjármálakreppunnar varð vart að marki í júlí.
Í raun má segja að bankastjórar stærstu banka
landsins hafi tekið ábyrgð á störfum sínum en
nokkrir þeirra tóku poka sína fyrir skömmu.
Þetta hefur hins vegar orðið til þess að stærstu
fjármálafyrirtæki Bandaríkjanna sigla um öldudal
kreppunnar um þessar mundir án skipstjóra við
stýrið. Þar á meðal er Citigroup, sem brugðið hefur
á það ráð að selja fjárfestingasjóði í arabaríkinu
Abu Dhabi 4,9 prósenta hlut fyrir 7,5 milljarða
dala, jafnvirði 475 milljarða íslenskra króna,
í því augnamiði að styrkja eiginfjárstöðuna. Þá
hefur bankinn tilkynnt um uppsagnir á þúsundum
starfsfólks. Þetta kemur til viðbótar uppsögnum
sautján þúsund manns fyrr á árinu. Aðrir bankar
hafa gripið til svipaðrar hagræðingar og hert
útlánastefnu sína til muna.
Svo hörð er lending Citigroup að einn
greinahöfundur fjármálamiðilsins MarketWatch tók
djúpt í árinni í fyrradag og sagði að bankinn yrði að
gera skurk í rekstrinum og hugsanlega skipta upp
eignasafninu, sem væri allt of þungt í vöfum. Með
því móti yrði rekstur bankans gegnsærri auk þess
sem hægt yrði að einbeita sér að kjarnarekstrinum.
Þá gæti ákveðið hagræði falist í uppskiptingunni
enda reiknað með að einstaka einingar gætu orðið 27
prósentum verðmætari en nú.
Krafan um aukið gegnsæi er engin nýlunda og
minnir á hugmyndir sem FL Group varpaði fram
varðandi reksturinn á flugrekstrarsamstæðunni
AMR, móðurfélagi American Airlines, en hún snerist
einmitt um að færa einingar úr rekstrinum í því
augnamiði að auka virði kjarnarekstursins.
Bankarnir í kreppu
Vart sér fyrir endann á fjármálakreppunni. Fjármála skýr end-
ur segja nauðsynlegt að bankar auki sýnileika eignasafna.
EITT ÚTIBÚA CITIGROUP Bandaríski bankinn Ciitigroup hefur brugðið á það ráð að selja 4,9 prósenta hlut í bankanum til að bæta eig-
infjárstöðuna og vega upp á móti útlánatapi. MARKAÐURINN/AP
Nokkrir hópar fjárfesta hafa
borið víurnar í bandaríska fjár-
málafyrirtækið E*Trade Financ-
ial Corp, sem fyrr í mánuðinum
neyddist til að afskrifa þrjá millj-
arða Bandaríkjadala, jafnvirði
tæpra 200 milljarða íslenskra
króna, vegna tapaðra fasteigna-
útlána heima fyrir. Í framhald-
inu drógu stjórnendur úr horf-
um fyrirtækisins. Gengi bréfa í
fyrirtækinu hrundi um tæp sex-
tíu prósent í kjölfarið og var
um tíma óttast að það gæti orðið
gjaldþrota.
Í framhaldi af þessari miklu
gengislækkun sendu fyrirtæki á
borð við Landsbankann viðskipta-
vinum tilkynningu þar sem árétt-
að er að E*TRADE, sem kúnn-
ar bankans nýta til verðbréfavið-
skipta, sé dótturfélag bandaríska
fyrirtækisins en sjálfstætt að
öllu öðru leyti.
Bandaríska dagblaðið Wall
Street Journal segir ekki enn
liggja ljóst fyrir hvort fjármála-
fyrirtækið þurfi að afskrifa frek-
ari upphæðir úr bókum sínum.
Af því gæti orðið og rýna fjár-
festar nú í bækur fjármálafyr-
irtækisins um vísbendingar um
hið gagnstæða, samkvæmt Wall
Street Journal. - jab
Fjárfestar rýna í
bækur E*Trade
Einn af hverjum
fimm stjórnend-
um sem gengust
undir hæfismat
Fjármálaeftir-
litsins féll á próf-
inu. Þetta kemur
fram í ársskýrslu
FME.
Fólkið fær þá
að endurtaka prófið, en almennt
gerir FME ekki ráð fyrir því að
fólk þreyti það oftar en tvisvar.
Enginn hefur fallið tvisvar, eftir
því sem næst verður komist.
FME kannar þekkingu fram-
kvæmdastjóra fjármálafyr-
irtækja og lífeyrissjóða á lög-
unum sem
fyrirtækin
starfa eftir
og kannar
einnig hvort
þeir uppfylli
önnur skil-
yrði viðkom-
andi laga.
Þeir mega til
að mynda ekki hafa orðið gjald-
þrota eða hlotið dóm í tengsl-
um við atvinnurekstur síðustu
fimm árin áður en þeir tóku við
starfinu.
44 gengust undir hæfismatið
frá því í nóvember 2005 og fram
á mitt þetta ár. - ikh
Stjórnendur falla á prófinu
H Æ F I S M A T F M E
Fjöldi stjórnenda sem gengust undir hæfismat FME.
Fjármálafyrirtæki 18
Vátryggingafélög 13
Vátryggingamiðlarar 10
Lífeyrissjóðir 3
Samtals 44
Erlend lán heimilanna nema nú
fjórtán prósentum af heildar-
skuld þeirra og hefur hlutfall er-
lendra lána þeirra aldrei verið
hærra.
Gengisbundin lán til heimila
standa nú í 112 milljörðum króna
og jukust um 7,7 prósent í októb-
er, þegar gengisáhrif eru dregin
frá, samkvæmt tölum Seðlabank-
ans. Verðtryggð lán til heimila
drógust saman um tæpt prósentu-
stig í fyrra mánuði.
Yfirdráttarlán einstaklinga
jukust um tvo og hálfan milljarð
króna í október og nema nú alls
rúmum 74 milljörðum króna.
Heildarskuldir heimilanna við
innlánastofnanir nema tæpum
809 milljörðum króna.
Fimmtungur lána fyrirtækja
er óverðtryggður og hefur það
hlutfall aldrei verið hærra. Yfir-
dráttarlán fyrirtækjanna jukust
um 5,9 prósent í október.
Þau skulda tæplega tólf hundr-
uð milljarða króna í útlöndum.
Þjónustufyrirtæki skulda um
helminginn af þeirri upphæð.
Eignarhaldsfélög eiga þar yfir
400 milljarða króna. - ikh
Hlutfall erlendra skulda
aldrei verið hærra
Miklar líkur þykja á að Virgin
Money, fjármálaarmur bresku
Virgin-samstæðunnar, sem er í
eigu breska ævintýramannsins
og auðjöfurins Sir Richard
Branson, taki yfir breska
bankann Northern Rock. Gangi
allt eftir munu Virgin og aðrir
fjárfestar greiða tæpan helming
þeirra neyðarlána sem bankinn
hefur tekið hjá Englandsbanka á
næstu þremur árum. Lánin nema
25 milljörðum punda, jafnvirði
3.273 milljarða íslenskra króna.
Bankinn lenti í gríðarlegum
vandræðum í september þegar
stjórnendur hans sögðust hafa
tryggt sér vilyrði fyrir neyðar-
láni Englandsbanka til varnar
lausafjárþurrð. Þetta olli tauga-
titringi í röðum sparifjáreigenda,
sem þustu í bankann til að taka
út fjármuni sína af ótta við að
þeir gufuðu upp. Engu skipti þótt
ráðamenn í Bretlandi gerðu allt
sem í valdi þeirra stóð til að telja
sparifjáreigendum hughvarf.
Gengi bréfa í bankanum rauk
upp um rúm 28 prósent við frétt-
irnar á mánudag og fór í 110 pens
á hlut. Mjög hefur saxast á það
frá því fjármálakreppan hófst en
hæst fór það í 1.251 pens í byrjun
febrúar. - jab
EITT ÚTIBÚA NORTHERN ROCK Virgin
Group og aðrir fjárfestar eru líklegir til að
taka yfir breska bankann Northern Rock.
MARKAÐURINN/AFP
Branson til bjargar
Northern Rock