Fréttablaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 12
MARKAÐURINN 28. NÓVEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
15,2%*
Peningamarka›ssjó›ur er tilvalinn fjár-
festingarkostur fyrir flá sem vilja binda fé
í skamman tíma án mikillar áhættu.
Enginn munur er á kaup- og sölugengi og
innstæ›an er alltaf laus til útborgunar.
Peningamarka›ssjó›ur
*Nafnávöxtun í íslenskum krónum á ársgrundvelli fyrir tímabili› 28/9/2007 - 31/10/2007.
Peningamarka›ssjó›ir eru fjárfestingarsjó›ir skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag
Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin
í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í
útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum Kaupflings e›a á www.kaupthing.is.
Ávaxta›u
betur
Sérfræ›ia
›sto›
vi› fjárfes
tingar
hringdu í
síma
444 7000
f i
i fj f
i
i í í
Ingimar Karl Helgason
skrifar
Þar kemur jafnframt fram að
vettvangsathugunum fækkar um
næstum tíu en athygli vekur að
athugasemdum, ábendingum og
kröfum FME um úrbætur fjölgar
um næstum 100 milli ára.
Þá lagði stofnunin töluvert
fleiri dagsektir á fyrirtæki en
árið á undan. Um 250 aðilar lúta
eftirliti FME.
FME sendi ekkert mál til Rík-
islögreglustjórans á síðasta tíma-
bili, en fimm mál fóru þangað
árið á undan.
Átján umsóknir bárust FME
um virkan eignarhlut í sjö fjár-
málafyrirtækjum. Einni umsókn
var synjað þar sem viðkomandi
hefði ítrekað brotið lög. Í sjö til-
vikum breyttist eignarhald áður
en samþykki FME fyrir virkum
hlut lá fyrir.
Lánastofnanir taka um helming
af starfstíma fjármálaeftirlitsins.
Þá fer næstum fimmtungur
starfstímans í vátryggingar
og annað eins í lífeyrissjóðina.
Raunar varði FME töluvert
meiri tíma í rekstrarfélög
verðbréfasjóða en á síðasta
tímabili.
Kröfum um úrbætur
fjölgar mikið
Fjármálaeftirlitið (FME) tók upp fimmtíu fleiri mál
frá miðju síðasta ári og fram á mitt þetta ár, miðað
við árið á undan. Athugasemdum, ábendingum og
kröfum um úrbætur fjölgaði um þriðjung milli ára.
Ú R M Á L A S K R Á F M E
Tímabil (frá miðju ári fram á mitt ár)
2005-6 2006-7
Mál stofnuð/tekin upp 1.123 1.179
Vettvangsathuganir 45 36
Starfsleyfi 8 5
Heimildir fyrir
virkum eignarhlutum 14 12
Tilkynningar um þjónustu
erlendra aðila 1.236 421
Tilkynningar um starfsemi
Íslendinga erlendis 43 44
Hæfismat á framkvæmdastjórum 21 23
Reglur, leiðbeinandi
tilmæli og túlkanir 3 8
Athugasemdir, ábendingar,
kröfur um úrbætur 358 453
Dagsektir 18 26
Stjórnvaldssektir 15 8
Févíti 1 0
Ríkislögreglustjóra greint frá máli 5 0
R Á Ð S T Ö F U N T Í M A F M E
2005 2006
Lánastofnannir 50% 50%
Vátryggingar 18% 18%
Lífeyrissjóðir 18% 16%
Rekstrarfélög verðbréfasjóða 3% 5%
Verðbréfafyrirtæki og verðbréfamiðlanir 1% 1%
Útgefendur hluta- og skuldabréfa 9% 9%
Ýmsir 1% 1%
S T A R F S M E N N F M E
Fjöldi starfsmanna: 54 (45 í fullu starfi)
18 viðskipta- og hagfræðingar
13 lögfræðingar
2 tryggingastærðfræðingar
4 sérfræðingar í upplýsingatækni
4 aðrir sérfræðingar
4 skrifstofufólk
9 tímabundnar ráðningar og sumarstörf
JÓNAS FR. JÓNSSON Forstjóri FME.
Hexa ehf | Smiðjuvegi 10 | 200 Kópavogur | sími: 414 8400 | e-mail: hexa@hexa.is
Réttur fatnaður
-fyrir rétta starfið
Heildarlausn í einkennis- og vinnufatnaði
T
B
W
A
\
R
E
Y
K
J
A
V
ÍK
-
9
0
7
1
1
7
8
„Það er ekki eins og við viljum ekki aukið samstarf
við hið opinbera. Það er bara sjálfsbjargarviðleitni
hjá okkur að afla tekna annars staðar frá,“ segir
Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss-
ins. Á hann þar við þá þróun að langstærstur hluti
tekna Alþjóðahússins kemur frá daglegri starf-
semi, svo sem túlka- og þýðingaþjónustu, íslensku-
kennslu og í gegnum ársfjórðungslegt rit sem fjár-
magnað er með auglýsingum. Ekki með opinberum
framlögum eins og margir kynnu að halda. Styrkir
frá fyrirtækjum í einstök verkefni eru um fimmtán
prósent af tekjum.
Í Alþjóðahúsinu fer fram ýmisleg starfsemi
sem ætlað er að stuðla að fjölmenningarlegum
samskiptum. Þangað er hægt að sækja ýmiss konar
þjónustu og fræðslu. Á fjórum árum hefur hlutfall
opinberra framlaga á móti rekstrartekjum félagsins
snúist við. Í dag koma um 25 prósent af tekjum
Alþjóðahússins frá ríki og sveitarfélögum en 75
prósent frá innra starfi. Hlutfallið var tuttugu prósent
á móti áttatíu prósentum fyrir fjórum árum, þegar
Einar Skúlason tók við starfi framkvæmdastjóra
Alþjóðahússins. „Skýring á þessu er ekki eingöngu
að framlögin frá hinu opinbera hafi dregist verulega
saman, þótt þau hafi reyndar gert það fyrir árið
2007. Hins vegar hafa umsvif okkar aukist verulega
á þessu tímabili,“ segir Einar.
Einar segir að hvergi í nágrannalöndum Íslands
spili ríki og sveitarfélög eins lítið hlutverk í rekstri
félaga á borð Alþjóðahúsið. Hins vegar sé erfitt
að bera Ísland saman við nágrannalöndin, enda sé
óvíða eins víðtæka þjónustu að finna á einum stað
eins og hér. „En það er vissulega einsdæmi að svona
lítið hlutfall tekna komi frá hinu opinbera, hjá aðila
sem gegnir ákveðnu opinberu hlutverki, eins og við
gerum.“ - hhs
ALÞJÓÐAHÚSIÐ Einungis tuttugu og fimm prósent af tekjum
Alþjóðahússins koma frá ríki og sveitarfélögum.
Hlutverk hins opinbera
lítið í Alþjóðahúsinu