Fréttablaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN 28. NÓVEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T U m miðjan nóvember veitti fjár- málaráðherra Skipti, félaginu sem stofnað var utan um kaupin á Sím- anum, frest fram til loka mars 2008 til að selja almenningi og öðrum fjárfestum þrjátíu prósent í félaginu og skrá það í Kauphöllina. Samkvæmt kaup- samningi milli Skipta og ríkisins átti þetta að gerast fyrir lok árs 2007. Ástæðan var sú að Skipti hefur boðið í slóvenska símann, Telekom Slovenije. Kauphöllin gerði athugasemdir við að ekki væri hægt að gefa upp fullnægjandi upplýsingar um Skipti á meðan á því ferli stæði. Fjárfestar myndu því ekki hafa nægilega glögga mynd af rekstri Skipta í útboðsferlinum. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta, segir að alltaf hafi verið stefnt að því að skrá félagið fyrir árslok. „Samkvæmt áætlunum sem lágu fyrir stóð til að skrá félagið á markað 26. september síðastliðinn. Við þá dagsetningu miðuðum við okkar vinnu. Á þessum tíma voru ekki margir að fara á markað og slík tímasetning hafði reynst öðrum félögum vel. Hins vegar dróst þessi þátttaka okkar í Slóveníu alltaf á langinn vegna aðstæðna þar.“ Hann segir að forsvarsmenn Skipta hafi frá haustinu 2006 verið að kynna sér rekstur slóvenska símans. Í mars 2007 ákváðu svo þarlend stjórnvöld að hefja söluferlið þar sem allt að 75 prósent í félaginu verða á endanum seld. Útboðsskilmálar áttu að liggja fyrir í júní og í enda júlí átti að leggja inn óbindandi tilboð. Síðan var gerð athugasemd við fyrirkomulag sölunnar og því breytt. VORU LÍKA KLÁRIR Í DESEMBER „Við töldum samt allan tíman að þetta yrði klárt í september,“ segir Brynjólfur. „Það var í byrjun ágúst að við sáum að ekki næðist að fara með Skipti á markað 26. septemb- er eins og alltaf var stefnt að. Litlar upplýs- ingar fengust um framgang málsins í Slóven- íu. Það var ekki fyrr en 15. október að við lögðum inn óskuldbindandi tilboð. Ekki fyrr en 29. október vissum við að við fengjum að halda áfram og leggja inn skuldbindandi til- boð, einn af sjö aðilum. Ef við hefðum ekki verið valdir áfram hefðum við verið tilbún- ir að fara með Skipti á markað 15. desember. Við höfðum endurskrifað allar áætlanir og verið í góðu samstarfi við Kauphöllina. Þetta liggur fyrir.“ Frestur til að leggja inn skuldbindandi tilboð rennur út um miðjan desember. Brynjólfur segir ekki þurfa langan tíma til að skrá Skipti á markað þegar niðurstaðan liggi fyrir. Stjórnendur félagsins hafi tíma til loka mars og geti jafnvel verið tilbúnir fyrr, gangi allt greiðlega fyrir sig. „Við viljum gjarnan skrá Skipti á markað sem fyrst. Það var bara ekki hægt við þessar aðstæður. Við gátum ekki svarað nauðsynlegum spurningum fjárfesta,“ segir Brynjólfur. Hann segist óhræddur við skráningarferlið þrátt fyrir óróleika á fjármálamörkuðum um þessar mundir. Þetta sé ekki það stór hluti sem bjóða þurfi út til fjárfesta. Skipti sé líka orðið öflugt félag eftir allar breytingar á skipulagi undanfarin tvö ár. Síminn hafi verið á markaði áður og honum líki vel aginn sem fylgi því. „Því fyrr, því betra,“ segir forstjórinn. BREYTINGAR MEÐ NÝJUM EIGENDUM Ljóst er að Skipti hefur tekið miklum breytingum á þeim tveimur árum sem nýir eigendur hafa stjórnað því. Brynjólfur segir að áður en Síminn var einkavæddur hafi verið unnin ákveðin viðskiptaáætlun og framtíðarsýn sem kynnt var fyrir hugsanlegum tilboðsgjöfum. Eftir söluna hafi nýir eigendur beðið stjórnendur fyrirtækisins að vinna frekari stefnumörkun og teikna upp hvar ákjósanleg sóknarfæri lægju. „Niðurstaðan úr þeirri vinnu var meðal annars sú að við ættum að sækja fram á erlendum vettvangi. Á sama tíma vildum við nýta tækifæri sem fælust í að þjón- usta stóran hóp við- skiptavina á Íslandi. Við lögðum upp með þetta tvennt og feng- um mjög góðan stuðn- ing frá núverandi eig- endum,“ segir Brynj- ólfur. Útrásin mátti ekki bitna á heima- markaðnum. Er- lend fyrirtæki hafa verið keypt en einn- ig innlend til að auka við þjónustuna á Ís- landi. Þá hefur Sím- inn unnið að þétt- ingu farsímasam- bands við þjóðvegina og sett upp þriðju kynslóða farsímanet á höfuðborgar svæð- inu. „Við viljum vera fjarskipta- og upplýsingatæknifyrirtæki og höfum fengið mikinn stuðning eigenda í þessari vinnu.“ SÍMANUM SKIPT UPP Í ÞRJÚ FÉLÖG Brynjólfur segir að liður í þessari vinnu hafi verið að aðskilja rekstrareiningar innan Símans. Á aðalfundi 15. mars síðastliðinn var ákveðið að skipta Símanum upp. Skipti, sem var það félag sem keypti Símann af rík- inu, varð móðurfélag. Míla ehf. var stofn- uð til að halda utan um dreifikerfið. Fast- eignir sem áður voru í eigu Símans fóru svo inn í Fasteignafélagið Jöfra og svo var Sím- inn hf. Forstjóri Skipta segir sextán félög rekin undir móðurfélaginu. Hér áður fyrr hafi rekstur Símans nánast einskorðast við eina símalínu og heimasíma. Nú flytji fyrirtæk- ið tal, gögn og myndefni til fyrirtækja og einstaklinga. Markmiðið sé að vera inni á hverju heimili. Í dag séu til dæmis um fjöru- tíu þúsund heimili með Sjónvarp Símans. Til stóð að Síminn færi á markað 26. september Sala Símans árið 2005 var stærsta einkavæðing Íslandssögunnar. Samkvæmt kaupsamningi átti að selja þrjátíu pró- sent í félaginu til almennings og annarra fjárfesta fyrir árslok 2007 og skrá félagið í Kauphöllina. Áætlanir eigenda miðuðu við að skrá félagið 26. september síðastliðinn. Það gekk ekki eftir og er stefnt að því að taka síðasta skrefið í einkavæðingarferlinu fljótlega á nýju ári. Björgvin Guðmundsson fór yfir breytingar sem orðið hafa á Símanum í höndum nýrra eigenda. Umsvif innanlands Umsvif erlendis Við viljum gjarnan skrá Skipti á markað sem fyrst. Það var bara ekki hægt við þessar aðstæður. Við gátum ekki svarað nauð- synlegum spurningum fjárfesta

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.