Fréttablaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 16
210 6,7 11milljónir hluta sem Kaupþing mun selja í hlutafjárútboði vegna kaupa á hollenska bankanum NIBC. milljarðar króna sem móðurfélag Atorku hagn-aðist um eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. sinnum í viku mun Iceland Express fljúga milli Íslands og London eftir að ferðum verður fjölgað hinn 26. febrúar. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Hallur Magnússon, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, segist bráðlega verða „snupraður“ í starfi fyrir að hafa sent út umdeildan tölvupóst frá vinnunetfangi sínu. Hann hefur því sagt starfi sínu lausu. Hallur áframsendi á fjölmarga afskræmingar á auglýsingum Kaupþings um fasteignalán. „Það er hvimleitt þegar menn nota netföng opinberra stofnana í svona hluti,“ sagði Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, um þetta atvik. Hallur viðurkennir samt, eins og fleiri, að grínið var fyndið. En óheppilegt. Snupraður Gengi hlutabréfa Straums hefur lækkað nokkuð skarpt frá því um ágúst; nálægt tuttugu pró- sentum á fjórum vikum. Þetta er í takt við verðþróun víðar. Exista hefur lækkað um 25 pró- sent og FL Group um tæp nítján á sama tíma. Slíkar hreyfingar geta farið illa með skuldsetta fjárfesta. Um miðjan þennan mánuð datt inn í kauphallarkerf- ið tilkynning um sölurétt Skúla Valbergs Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra rekstrarsviðs Straums, á tíu milljóna nafnvirð- ishlut sínum í Straumi á genginu 14. Fram kom að þetta væri gert til að styrkja veðhæfi bréfanna. Þá var gengi bréfanna í sautj- án krónum á hlut, en nálgast nú óðum töfratöluna. Spurning hvort fjárfestar hafi jafnvel talið að gengi bréfa bankans ætti heima þar sem framkvæmda- stjórinn dró línuna. Línan dregin Sé kreppan á næsta leiti, eins og sumir halda blákalt fram, má búast við að nokkur stjórnenda- höfuðin verði látin fjúka, enda þurfa menn að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Konur eru fáar efst á toppnum en fjölmargar á metorðastigunum fyrir neðan. Þangað hafa þær klifið og bíða nú átektar, tilbúnar að taka við stjórnartaumunum. Það er því ekki seinna vænna fyrir karl- menn að fella einhver kvenna- vígi. Út er komin bókin „Eldaðu maður“ hjá bókaforlaginu Sölku. Hún er „alvöru matreiðslubók fyrir alvöru karlmenn“. Þar kenna karlar öðrum körlum hvernig á að elda dýrindisrétti og heilla þannig spúsurnar upp úr skónum. Á meðan konurnar taka til eftir karlana geta þeir tekið því rólega heima í eldhúsinu og hugsað sinn gang. Enginn þarf að örvænta. Í bókinni eru uppskrift- irnar settar fram á karl- amáli – það er að segja einföldu. Eldaðu maður Það skiptir máli að spara á réttum stað Þú ert ekki hjá SPRON Verðbréfum er það? Peningamarkaðssjóður SPRON hefur gefið langhæstu ávöxtun allra peningamarkaðssjóða á Íslandi síðustu 12 mánuði eða 15,4%* Vegmúla 2 – 108 Reykjavík – 550 1310 – verdbref@spron.is – www.spronverdbref.is *Nafnávöxtun miðast við 31. ágúst 2006 til 31. ágúst 2007, skv. sjodir.is. Peningamarkaðssjóður SPRON er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Rekstrarfélag SPRON. Útboðslýsingu má nálgast á heimasíðu SPRON Verðbréfa, www.spronverdbref.is. H im in n o g h af / S ÍA - 9 0 7 1 0 9 6

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.