Fréttablaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN 28. NÓVEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR6 F R É T T A S K Ý R I N G Þ riðji ársfjórðungur þessa árs markast hjá fjárfestingarfélögum í Kauphöll Íslands af markaðsóróa og lækkunum í kjölfar vandræða með undirmálslán í Bandaríkjunum. Stórir erlendir bankar eru enn að tilkynna um afskriftir hárra fjárhæða vegna líkra lánavöndla. Hér á landi hafa bankar og önnur fjármála- og fjárfestingarfyrirtæki lagt á það áherslu að bein áhrif undirmálslánanna séu engin. Umrót á alþjóðamörkuðum og tap stórra fyrirtækja geta hins vegar af sér aukna áhættufælni og hafa því óbein áhrif um heim allan. Ætla má því að fjármálaumrót setji líka mark sitt á lokafjórðung ársins. Fyrir helgi skilaði Atorka uppgjöri sínu vegna fjórðungsins og því öll uppgjör komin í hús og hægt að bera félögin saman. Þó verður að hafa nokkurn fyrirvara á þeim samanburði því nokkru munar í uppgjörsaðferðum hjá hreinu fjárfestingarfélögunum Existu, Atorku og FL Group, þar sem Exista gerir upp með svokallaðri hlutdeildaraðferð. Það gerir að verkum að lækkun á markaðsvirði undirliggjandi eigna á fjórðungnum skilar sér ekki í bækur félagsins sem tap, líkt og hún gerir hjá hinum. Munurinn kemur mjög greinilega fram þegar horft er á uppgjör FL Group og Existu þar sem fyrrnefnda félagið er með bókfært tap upp á rúmlega 27,1 milljarð króna en hitt skilar í bókum sínum hagnaði upp á tæplega 648 milljónir króna (miðað við gengi evru í lok ársfjórðungsins). Þá sker Atorka sig dálítið frá hinum vegna þess að þar er hlutfall óskráðra eigna hærra og því sveiflast ekki verð þeirra í bókum félagsins með sama hætti og ef þau væru skráð á markað. Óskráð félög eru metin inn í uppgjör fjárfestingarfélaga samkvæmt hóflegu mati og á stundum endurmati. Þannig var í uppgjöri Existu uppfært um 65 milljónir evra virði óskráðrar eignar félagsins. PUNKTSTAÐA Í UMRÓTI Hér er engu að síður gerð tilraun til að bera félögin saman með því að reikna út svokallað V/I-hlutfall (eða Price-to-book ratio). Hlutfallið er notað til að bera saman markaðsvirði og bókfært virði. Lágt gildi getur bent til þess að bréf félagsins séu vanmetin. En „of lágt“ gildi getur um leið bent til þess að grundvallarbrestur sé í starfsemi félagsins. Sömuleiðis getur gildið gefið vísbendingu um hvort fjárfestar eru að greiða of hátt verð miðað við það sem eftir stæði ef félagið hætti skyndilega starfsemi eða yrði gjaldþrota. Í útreikningi á V/I-gildi Atorku er tekið tillit til frestanlegs skatts af söluhagnaði hlutabréfa og hefur það nokkur áhrif á útkomuna. Að öðrum kosti væri gildi félagsins nánast á pari við FL Group, 1,42 á móti 1,44. Slíkum skattgreiðslum má fresta með endurfjármögnun og ólíklegt að þær komi nokkurn tímann til greiðslu. Þá stendur yfir endurskoðun á lögum um þessa skatta með það fyrir augum að fella þá út, líkt og gert hefur verið sums staðar annars staðar. Skatturinn er í uppgjörinu tiltekinn rúmlega 1,9 milljarðar króna. Atorka virðist því koma nokkuð vel út úr uppgjöri þriðja ársfjórðungs og lágt V/I-gildi bendir til að bréf félagsins á markaði eigi töluvert inni í verði. Hagnaður móðurfélags Atorku Group fyrir þriðja ársfjórðung nemur rúmum 734 milljónum króna á fjórðungnum, en sé litið til uppgjörstæðunnar, þar sem beitt er hlutdeildaraðferð líkt og hjá Existu, nemur hagnaður félagsins 2,7 milljörðum króna. Óhætt er því að segja að reikningarnir séu áferðarfallegri en hjá hinum fjárfestingarfélögunum. Fjórðungurinn var Atorku enda um margt hagfelldur og félagið sagt hafa sannað sig með því að innleysa ellefu milljarða hagnað af fjárfestingu sinni í Jarðborunum sem seldar voru til Geysis Green Energy. Atorka varð um leið kjölfestufjárfestir í Geysi með um 32 prósenta hlut. Í kynningu fyrir fjölmiðla, fjárfesta og greinendur á uppgjöri FL Group lagði Hannes Smárason, forstjóri félagsins, áherslu á að afkoman endurspeglaði punktstöðu á órólegum markaði og því væri óvarlegt að draga af henni miklar ályktanir. Hann segir undirliggjandi gæði eigna félagsins mikil þrátt fyrir að lækkun á verði bréfa þeirra á fjórðungnum hafi í uppgjöri FL Group skilað sér í neikvæðri afkomu af fjárfestingum. „Við höfum hins vegar fremur horft á það sem ákveðið tækifæri og höfum á því fulla trú að markaðsvirði þeirra muni á endanum endurspegla gæði þeirra,“ sagði Hannes í viðtali við Fréttablaðið eftir kynningu á uppgjörinu í októberlok. Hann sagðist engu að síður gera ráð fyrir brokkgengum fjármálamörkuðum enn um sinn og sveiflum í verði hlutabréfa. ÓBEINNA ÁHRIFA GÆTIR Í samanburði á V/I-gildinu skera bankarnir þrír sig úr enda nokkur eðlismunur á reglulegri starfsemi þeirra og hreinna fjárfestingarfélaga. Gildin eru á svipuðu róli og umtalsvert hærri en hjá hinum félögunum, 2,47 hjá bæði Glitni og Landsbankanum, en 2,38 hjá Kaupþingi. Mikil arðsemi eigin fjár er sögð réttlæta hærri gildi hjá bönkunum. V/I-gildi Straums- Burðaráss fjárfestingarbanka er svo aftur nær því sem gerist hjá fjárfestingarfélögunum, eða 1,36. Afkomutölurnar sýna enda að ólíku er saman að jafna hjá bönkunum. Á þriðja ársfjórðungi hagnaðist Kaupþing um rúma 14,4 milljarða króna, Landsbank- inn um rúma 8,5 milljarða og Glitnir um tæp- lega 7,9 milljarða króna. Hagnaður til hlut- hafa Straums nam hins vegar 1,8 milljón- um evra, eða rúmum 160 milljónum króna. Á sama tíma árið áður nam hagn- aðurinn 17 milljónum evra. Þegar uppgjör bank- ans var kynnt benti Willi- am Fall, forstjóri Straums, á að rekstrartekjur bank- ans á fjórðungnum hefðu í raun aukist um 2,6 prósent frá árinu áður. Tap af verð- bréfum hefði hins vegar numið 45 til 46 milljónum dala. Hann telur að breyt- ingar sem ráðist hefur verið í hjá bankanum hafi bætt mjög afkomu hans í erfiðu árferði vegna óróa á fjármálamörkuðum. Líkt og önnur fjármálafyrirtæki hér leggur Straumur áherslu á að bein áhætta af undir- málslánum í Bandaríkjunum sé engin. Óbein áhrifin skila sér engu að síður í rekstri þeirra allra enda vinnuumhverfið annað úti í hinum stóra heimi. Samningum seinkar vegna þess hve varlega félög vilja stíga til jarðar og aukin áhætta sem tengd er fjármálageiran- um vegna undirmálslánanna amerísku gerir fjármögnun torveldari og dýrari. Svo er bara að bíða og sjá hver þróun mála verður þegar spilin hafa verið lögð á borðið hjá fjármála- fyrirtækjum heims í ársuppgjörum þeirra í janúar og febrúar. Þangað til er ekki ólík- legt að óvissa um stöðu mála geri róðurinn þungan enn um sinn hjá fjárfestingarfyrirt ækjum. HANNES SMÁRASON Hér má sjá forstjóra FL Group kynna uppgjör félagsins eftir þriðja ársfjórðung skömmu fyrir mánaðamótin síðustu. Verðsveiflur hlutabréfaeignar félagsins skila sér beint í bók- hald sem sýndi tap upp á 27,1 milljarð króna á fjórðungnum. MARKAÐURINN/GVA Uppgjör í öldudal fjármálaumróts Virðisrýrnun hlutabréfa, undirmálslán og aukinn tilkostnaður í rekstri einkenna rekstrarumhverfi fjárfestingarfélaga Kauphallarinnar á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Óli Kristján Ármannsson fer yfir gengi þeirra og ber þau saman, en öll hafa fjárfestingarfélögin skilað uppgjöri yfir fyrstu níu mánuði ársins. Á UPP- EÐA NIÐURLEIÐ Nærri kauphöllinni við Wall Street í New York í Bandaríkjunum er endalaus umferð um neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar líkt og sjá má hér að ofan. Viðskiptagjörningar tengdir bandarískum undirmálslánum hafa valdið sveiflum og óróleika á fjármálamörkuðum um heim allan. Áhrifanna gætir meðal annars í uppgjörum fjárfestingarfyrirtækja hér heima. MARKAÐURINN/AP 2,5% 2,0% 1,5% 1,0% 0,5% 0% 2,47 2,47 2,38 1,54 1,31 1,44 1,36 Landsbankinn Kaupþing Exista Atorka FL GroupGlitnir banki Straumur S A M A N B U R Ð U R Á V / I G I L D I B A N K A O G F J Á R F E S T I N G A F É L A G A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.