Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 1
Dæla fjármagni | Seðlabankar í Bandaríkjunum, Kanada, Eng- landi og Sviss, auk evrópska seðlabankans, dældu allt að fjöru- tíu milljörðum dala, rúmum 2.400 milljörðum íslenskra króna, inn á fjármálamarkaði í formi skamm- tímalána. Skoða stórfyrirtæki | Til stendur að stofna sérstaka stórfyrirtækja- einingu hjá Ríkisskattstjóra. Þar fari fram álagning, þjónusta og sérstakt eftirlit með skilgreindum hópi stærri fyrirtækja. Skammar Elisa-stjórn | Björg- ólfur Thor Björgólfsson er harð- orður í garð stjórnar finnska síma- fyrirtækisins Elisa í viðtali við Financial Times. Stjórnin hefur tekið fálega í hugmyndir Björg- ólfs um breytingar á félaginu. Hætt við | Icelandic Group og Finnbogi A. Baldvinsson hafa aftur kallað viljayfirlýsingu um sölu á 81 prósents eignarhlut í Icelandic Holding Germany til Finnboga vegna skilyrða á alþjóð- legum fjármálamörkuðum. Forstjórinn farinn | Jón Karl Ólafsson lætur af störfum bæði sem forstjóri Icelandair Group og dótturfélagsins Icelandair. Við starfi forstjóra samstæðunnar tekur Björgólfur Jóhannsson, fyrrum forstjóri Icelandic Group. Mikil eftirspurn | Fjárfestar vildu kaupa hlutafé í FL Group að andvirði 20,6 milljarðar króna í hlutafjárútboði. Jón Sigurðsson, nýr forstjóri félagsins, sagði þetta staðfesta trú fjárfesta á breyting- um sem kynntar hafa verið á fé- laginu. Börnin og fyrirtækin Engin leikaðstaða 14 Mikil neysla landsmanna Helmingur heimila í mínus 12 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 19. desember 2007 – 51. tölublað – 3. árgangur Vaxtaákvörðun Seðlabankans Skrúfan herðist við óbreytta vexti 8-9 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Ingimar Karl Helgason skrifar Líklegt er að um fimmtán millj- örðum króna hafi verið skotið undan skatti í gegnum erlendar tengingar undanfarin þrjú ár. Í skýrslu skattsvikanefndar til Alþingis árið 2004, kemur fram að ætla megi að sameigin- legir sjóðir verði af einu til einu og hálfu prósenti tekna sinna, vegna skattsvika sem fara fram í gegnum alþjóðleg samskipti. Þegar farið er yfir ríkisreikning fyrir árin 2004 til 2006 má sjá að heildarskatttekjur ríkisins námu tæpum 300 milljörðum króna árið 2004 og um 400 milljörðum í fyrra. Sé gert ráð fyrir að einu og hálfu prósenti af þessari upphæð hafi verið skotið undan skatti í gegnum erlend samskipti á þessum árum, má áætla að heildarupphæð skattsvika með þessum hætti nemi um fimmtán milljörð- um króna. Skattsvikamálum með erlendum tengingum hefur fjölgað mjög á undanförnum árum, segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknar- stjóri. Í skýrslu skattsvikanefndar innar segir að skattsvik með erlendum tengingum felist einkum í því að eignir erlendis séu ekki taldar fram, innlend þjónusta sé seld í nafni erlends félags, hagnaður sé yfirfærður til erlends dótturfélags, menn búi erlendis til málamynda, stofni eignar- haldsfélög í skattaparadísum og á vildarsvæðum og fleira. Fram hefur komið í Markaðnum að erlent eignar- hald í félögum sem skráð eru í Kauphöllina nemi nú rúmum fjörutíu prósentum. Athugun Markaðarins leiddi í ljós að stór hluti þeirrar erlendu eignar er í raun innlend. Sjá síðu 6 Milljarða skattsvik Ætla má að um fimmtán milljörðum króna hafi verið skotið undan skatti, gegnum erlend samskipti, undanfarin þrjú ár. Lagt hefur verið fram formlegt yfirtökutilboð London Aquisition í allt hlutafé Stork N.V. í Hol- landi. Að félaginu standa breski fjárfestingasjóðurinn Candover, auk Eyris Invest með 15 prósent og Landsbankans með 10 prósenta hlut. Tilboðið, sem birt var á föstu- dag, hljóðar upp á 48,4 evrur á hlut. Árni Oddur Þórðarson, for- stjóri Eyris og stjórnarformaður Marels, býst við að yfirtakan gangi vel. „Yfir 80 prósent hlut- hafa eru búin að samþykkja þetta og við sjáum ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að þetta klárist,“ segir hann. Stork hefur boðað til hluthafafundar 4. janúar til að kynna tilboðið. Árni Oddur segir söluna á Food Systems-hluta Stork til Marels ekki hafa áhrif á yfirtök- una, en sá samruni er meðal ann- ars háður samþykki samkeppnis- yfirvalda. „Yfirtakan er ekki háð Food-hlutanum, en Food-salan er tengd yfirtökunni.“ - óká Formlegt boð komið fram ÁRNI ODDUR ÞÓRÐARSON www.trackwell .com Tíma- og verkskráning fyrir starfsmenn og tæki FORÐASTÝRING G O TT F Ó LK Peningabréf ISK/EUR/USD/GBP/CAD/DKK eru fjárfestingarsjó›ir í skilningi laga nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingar- sjó›i. Sjó›irnir eru reknir af Landsvaka hf., rekstrarfélagi me› starfsleyfi FME. Landsbankinn er vörslua›ili sjó›anna. Athygli fjárfesta er vakin á flví a› fjárfestingarsjó›ir hafa r‡mri fjár- festingarheimildir skv. lögunum heldur en ver›bréfasjó›ir. Um frekari uppl‡singar um sjó›ina, m.a. hva› var›ar muninn á ver›bréfasjó›um og fjárfestingarsjó›um og fjárfestingar- heimildir sjó›anna, vísast til útbo›sl‡singar og útdráttar úr útbo›sl‡singu sem nálgast má í afgrei›slum Landsbankans auk uppl‡singa á heimasí›u bankans, landsbanki.is. CAD 6,5%* DKK 5,6%*Örugg ávöxtun í fleirri mynt sem flér hentar EUR 3,9%* GBP 6,4%*ISK14,0%* Markmið Peningabréfa er að ná hærri ávöxtun en millibankamarkaður og gjaldeyrisreikningar. Enginn munur er á kaup- og sölugengi. Peningabréf Landsbankans USD 5,1%* * Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 1. nóv. - 3. des. 2007. U P P H Æ Ð S K A T T S V I K A Miðað er við að skattsvik í gegnum erlend samskipti nemi einu og hálfu prósenti í töpuðum skatttekjum ríkisins: Heildar- Upphæð skatttekjur skattsvika 2004 295.684.000 4.435.260 2005 335.223.000 5.028.345 2006 377.153.000 5.657.295 Seinni hluti ársins hefur verið slæmur á íslenskum hlutabréfa- markaði og í öfugu hlutfalli við þróunina á fyrstu sex mánuðum ársins. Öll hækkun Úrvalsvísitöl- unnar er gengin til baka og gott betur. Hæst fór Úrvalsvísitalan í 9.016 stig 19. júlí síðastliðinn en féll hratt eftir það þegar lausa- fjárkreppa á alþjóðlegum hluta- bréfamörkuðum beit af alefli víða um heim. Vísitalan fór á þriðja tímanum í gær undir 6.300 stigin og hefur ekki verið lægri síðan í byrjun desember í fyrra. Þetta jafngildir því að vísitalan hafi fallið um 30 prósent á sléttum fimm mánuðum. Svo mjög hefur saxast á það að nokkur félög eru komin undir eða standa rétt við útboðsgengi sitt. Öðru máli gegnir um einungis fimm félög: Alfesca, Atorku, Atlantic Petroleum, Marel og Teymi sem öll hafa hækkað. Flest ef ekki öll hlutabréf sem skráð eru í Úrvalsvísitöluna eiga það sammerkt að hafa staðið við eða verið í sínu hæsta gildi um miðjan júlímánuð í sumar. Þá eru nokkur þeirra komin undir útboðsgengi. Það á þó einungis við um félög sem skráð voru á markað á síðasta ári og þar til nýverið. Þannig hefur gengi bréfa í Existu fallið um 49 prósent frá sínu hæsta gildi í sumar en það stóð í 20,40 krónum á hlut um þrjúleytið í gær. Það er 1,1 krónu undir útboðsgengi með bréf fé- lagsins í september í fyrra. Svip- uðu máli gegnir um hinn fær- eyska Føroya banka sem stóð um miðjan dag í gær í 182 krónum á hlut, sem er sjö krónum undir útboðsgengi með bréf í félaginu í sumar. Önnur félög, svo sem SPRON, sem skráð var á markað fyrir tveimur mánuðum, hafa enn ekki náð upp í gengi bréfanna í fyrstu viðskiptum með þau. - jab Fimm mánuðir frá upphafi fallsins Úrvalsvísitalan tók að lækka snarlega fyrir sléttum fimm mánuðum. Svo mjög hefur saxast á gengi félaga að sum þeirra eru komin undir útboðsgengi. M E S T A L Æ K K U N Fyrirtæki Breyting FL Group -54,0% Exista -49,0% Flaga -47,0% 365 -42% Eik banki -37,4%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.