Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 19. DESEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun á næstunni lækka hagvaxtarspá sína fyrir helstu lönd á næsta ári, að sögn aðalhagfræðings sjóðsins. Vanskilaaukningu á bandarískum undirmálsmarkaði í Bandaríkjunum og lausafjár- krísunni, sem legið hefur líkt og mara á helstu fjármálamörkuð- um í kjölfarið, er um að kenna. Simon Johnson, aðalhag- fræðingur Aðalgjaldeyrissjóðs- ins, segir í samtali við sviss- neska viðskiptablaðið Finanz und Wirtschaft í vikubyrjun, að miðað við fyrirliggjandi hagvísa sé útlit fyrir lægri hagvöxt víða um heim á næsta ári og muni meðaltalið færast úr 5,2 prósent- um í 4,8 prósent. Hagtölurnar færast niður í flestum löndum. Öðru máli gegnir hins vegar um nýmarkaði landa á borð við Mex- íkó, Afríku, Indland og Kína en þar er búist við að hagvöxtur aukist á næsta ári. Reiknað er með að þessir markaðir haldi meðalhagvexti í heiminum uppi á næsta ári en það heyrir til al- gjörra nýjunga. Sjóðurinn endurskoðaði hag spá sína fyrir árið í júlí. Þar var nær undantekningalítið dregið úr hagvaxtarhorfunum. Inn í spil- aði lausafjárkrísan og verðhækk- un á raforkuverði líkt og nú. Það sama var uppi á teningnum í síð- asta mánuði og má reikna með að leikurinn endurtaki sig í byrjun næsta árs. „Við munum hvorki geta staðið við spá okkar um 1,9 prósenta hagvöxt í Bandaríkjun- um á næsta ári né 2,1 prósenta vöxt í Evrópu,“ segir Johnson í samtali við blaðið. Hann bendir hins vegar á að endanlegar tölur líti ekki dagsins ljós fyrr en í janúar. Johnson segir sömuleiðis að verðbólga hafi aukist í flestum löndum heims auk þess sem nokkrir gjaldmiðlar séu of sterkir. Þar á meðal sé Banda- ríkjadalur, sem sé hár þótt hann hafi lækkað nokkuð síðastliðin fimm ár. Sama máli gegni um olíuverð sem staðið hefur í met- hæðum upp á síðkastið. Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn vill sjá olíu- tunnuna fara niður í á bilinu 60 til 70 dali á tunnu í stað þess að voma í kringum 90 dali og meira líkt og nú, að sögn Johnsons. © GRAPHIC NEWS Spá minni hag- vexti á nýju ári Útlit er fyrir að hagvöxtur dragist saman víða um heim á næsta ári. Nýmarkaðir í Asíu halda meðaltalinu uppi. H O R F U R Á M I N N I H A G V E X T I Á H E I M S V Í S U Reiknað er með því að lausafjárkreppan sem farið hefur sem eldur um sinu á fjármálamörkuðum víða um heim valdi því að hagvöxtur fari úr 5,2 prósentum á þessu ári í 4,8 prósent á því næsta. Þá er gert ráð fyrir því að nýmarkaðir á borð við Kína og Indland haldi meðaltalinu upp í stað Bandaríkjanna, Evrópu og Japan. Staða sem þessi hefur aldrei áður komið upp. John Thain, fyrrum forstjóri bandarísk-evrópsku kauphallar- samstæðunnar NYSE Euronext, hefur ákveðið að taka til hendinni innan veggja bandaríska fjárfest- ingabankans Merrill Lynch eftir að hann hóf þar störf um mánaða- mótin síðustu. Bandaríska viðskiptasjón- varpsstöðin CNBC segir Thain hafi fyrirskipað niðurskurð á bónusgreiðslum starfsmanna í ár og muni þeir sem hlutdeild eigi í taprekstri bankans upp á síðkast- ið verða af háum upphæðum. Bankinn tapaði 2,24 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 143 millj- arða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem að mestu er til- komið vegna afskrifta á skulda- bréfavafningum sem tengjast bandarískum undirmálslánum. Verðmæti þeirra hefur rýrnað eftir því sem vanskil hafa auk- ist á bandarískum fasteignalána- markaði upp á síðkastið auk þess sem gengi bankans hefur fallið um 40 prósent á tímabilinu. Ef litið er yfir meðaltalið munu bónusarnir skerðast um 40 pró- sent á línuna. Þeir sem sinna gjaldeyrisviðskiptum verða af 20 prósentum en veðlána- og skulda- vafningadeildin, sem stærstan þátt á í afskriftunum, verður að horfa á eftir 60 prósenta niður- skurði á bónusgreiðslunum. - jab Vöndur á lofti innan veggja Merrill Lynch Stjórnendur evrópska flug- félagsins Air France-KLM lögðu um helgina fram óbind- andi yfirtökutilboð í ítalska flug- félagið Alitalita. Flugfélagið er ekki eitt um hituna því ítalska flugfélagið Air One hefur sömu- leiðis áhuga. Talsverðu munar á tilboðunum. Þannig hljóðar til- boð Air One upp á eina evru á hlut, jafnvirði rúmrar 91 krónu, á meðan Air France-KLM bauð 35 evrusent. Gengi hlutabréfa í Ali- talia féll um rúm þrettán prósent eftir fréttirnar á mánudag. Air France-KLM ætlar að auka hlutafé Alitalita um 750 millj- ónir evra, tæpa 69 milljarða ís- lenskra króna, hið minnsta í því augnamiði að styrkja flugflot- ann. Ítölsk dagblöð hafa þvert á móti haldið því fram að fyrir liggi uppsagnir allt að 1.700 manns. Það er hins vegar ekki á dagskrá, að sögn stjórnenda Air France-KLM. Alitalia, sem ítalska ríkið á tæpan helming í, hefur átt við viðvarandi rekstrarvanda að stríða og og tapar rúmri milljón evra á degi hverjum. - jab Framtíð Alitalia skýrist senn Halli á vöruskiptum dróst saman um 5,5 prósent í Bandaríkjun- um á þriðja ársfjórðungi og nam á tímabilinu 178,5 milljörðum dala, jafnvirði 11.300 milljarða íslenskra króna, samkvæmt upp- lýsingum bandaríska viðskipa- ráðuneytisins. Þetta er mun minna en menn gerðu ráð fyrir en svo lágar halla- tölur hafa ekki sést vestanhafs í tvö ár. Menn vona nú að botnin- um sé náð og draga muni úr hall- anum á næstunni, að sögn frétta- stofunnar Associated Press. Fréttastofan bendir á að vöru- skiptahallinn hafi aukist jafnt og þétt síðastliðin fimm ár og hafi staðið í methæðum þar til á öðrum ársfjórðungi. Hagfræð- ingar hafa engu að síður spáð því að draga muni úr vöruskiptahall- anum á seinni hluta ársins sam- hliða lækkun á gengi Bandaríkja- dalsins. Það virðist hafa gengið eftir, að sögn Associated Press en gengi dalsins hefur blásið í útflutning til annarra landa en dregið úr innflutningi. - jab Dregur úr vöruskiptahalla INNFLUTTAR VÖRUR VESTANHAFS Heldur hefur dregið úr innflutningi til Bandaríkjanna sökum lágs gengis gagnvart öðrum myntum. MARKAÐURINN/AFP Í þeim taugatitringi sem verið hefur á fjármála- mörkuðum heimsins sjá menn ýmis teikn á lofti í undarlegustu hlutum. Í The New York Times segir að minnkandi sala á kvenfatnaði fyrir þessi jól sýni að kreppan sé rétt handan við hornið í Banda- ríkjunum. Einkaneysla er það sem keyrir bandaríska hagkerfið áfram og einn af hornsteinum einkaneyslunnar er sala á kvennfatnaði. New York Times segir að salan á kvenfatnaði fyrir þessi jól hafi valdið miklum vonbrigð- um og það fái aðvörunar- bjöllurnar til að hringja. Samkvæmt upplýsingum frá MasterCard er salan á kvenfatnaði í Bandaríkj- unum um sex prósentum minni fyrir þessi jól en þau síðustu. Greinendur segja að þetta skýrist eink- um af almennum sam- drætti í hagkerfinu og að konur hafi ekki eins mikið fé á milli hand- anna og áður. - ss Kvenföt valda ólgu FORSTJÓRINN Í JÓLATILTEKT John Thain, forstjóri Merrill Lynch, er sagður ætla að lækka bónusgreiðslur starfsmanna eftir afskriftir og tap hjá bankanum upp á síðkastið. MARKAÐURINN/AFP FORSTJÓRINN TALAR Jean-Cyril Spinetta Forstjóri Air France-KLM, sem vill kaupa skulduga flugfélagið Alitalia. MARKAÐURINN/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.