Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 19. DESEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR2
F R É T T I R
Ingimar Karl Helgason
skrifar
„Þegar við skoðum vaxtamuninn er ekki
nóg að horfa bara á jöklabréfin,“ segir
Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðing-
ur í Seðlabankanum.
Vaxtamunur við útlönd hefur auk-
ist, í kjölfar lækkana á stýrivöxtum á
Englandi og í Bandaríkjunum í síðustu
viku. Greining Glitnis segir Norður-
löndin skera sig frá öðrum löndum, Ís-
land þar á meðal, þar sem vextir virðist
heldur hafa verið á leiðinni upp á við.
Útgáfa krónu- eða jöklabréfa hefur verið
lítil undanfarna mán-
uði, þrátt fyrir að mikinn
vaxtamun. Greining Glitnis
segir að á seinasta fjórðungi
ársins hafi útgáfan numið
átta milljörðum króna að
nafnvirði, en á sama tíma
hafi bréf fyrir fimmtán
milljarða fallið á gjalddaga,
að gærdeginum meðtöldum.
Greiningin telur að órói á
alþjóðlegum fjármálamörk-
uðum, skert aðgengi að láns-
fé og aukin áhættufælni
fjárfesta vegi þyngra en mik-
ill munur á erlendum og inn-
lendum skammtímavöxt-
um.
100 milljarðar króna
að nafnvirði falla í
gjalddaga á fyrsta
fjórðungi næsta árs,
þar af 65 milljarðar
í janúar. Greiningin
segir óvíst hvort fram-
lengt verði í krónu-
bréfastöðunni. Það ráð-
ist af skilyrðum á alþjóð-
legum fjármálamörkuðum
í byrjun næsta árs.
„Það hefði veikjandi áhrif á
krónuna,“ segir Þorvarður Tjörvi,
en bendir á að ekki sé nóg að líta bara til
jöklabréfanna. „Erlendir fjárfestar hafa líka tekið
stöður í skuldabréfum og öðru umfram þau.“ Slík
viðskipti séu jafnvel meiri en með jöklabréfin.
Uppgjör stærstu fjármálafyrirtækja, fyrir sein-
asta fjórðung ársins, verða birt í upphafi næsta árs.
Greining Glitnis segir að þau varpi frekara ljósi á
umfang undirmálslánakrísunnar og ráði miklu um
áhættusækni fjárfesta.
Útistandandi krónubréf nema nú 368,5 milljörð-
um króna.
Lánin vega þyngra
en vaxtamunurinn
S T Ý R I V E X T I R
Tyrkland 15,75%
Ísland 13,75%
England 5,5%
Noregur 5,25%
Danmörk 4,5%
Bandaríkin 4,25%
Svíþjóð 4,0%
Sviss 2,75%
Japan 0,5%
G E N G I S Þ R Ó U N
Vika Frá ára mót um
Atorka -0,6% 47,0%
Bakkavör -2,7% -8,8%
Exista -4,9% -5,3%
FL Group -3,6% -42,0%
Glitnir -5,4% -6,9%
Eimskipafélagið 0,6% 11,5%
Icelandair -6,5% -6,9%
Kaupþing 0,5% 3,1%
Landsbankinn 1,1% 36,6%
Straumur -2,3% -13,8%
Teymi -1,7% 8,5%
Össur -0,3% -13,5%
Miðað við gengi í Kauphöll á mánudag
„Með einföldum breytingum á
skatt- og gjaldheimtukerfi hins
opinbera er unnt að skapa hér
hagstæð skilyrði fyrir útflutning
ýmiskonar varnings, óháð upp-
runa hans,“ segir í nýju áliti Við-
skiptaráðs Íslands.
Bent er á að hér hafi einka-
neysla síðustu ára verið afar
mikil og að í sívaxandi vöru-
skiptahalla vegi þungt innflutn-
ingur varanlegra neysluvara á
borð við bifreiðar.
„Sökum hagstæðs gengis krón-
unnar og mikillar innlendrar
kaupgetu hafa bifreiðar verið
fluttar hingað til lands í stór-
um stíl, þá sérstaklega undan-
farin tvö ár. Kostir þess að gera
endur útflutning þeirra fýsilegri
eru fjölbreyttir, en þar má helst
nefna þætti er snúa að bættu um-
hverfi, auknu öryggi og síðast
en ekki síst bættum vöruskipta-
jöfnuði,“ segir í áliti ráðsins og
er bent á að hér séum við í kjör-
stöðu sem miðpunktur tveggja
viðskiptavelda og um leið og
þjóðin hafi komið sér í hagfellda
stöðu meðal þjóða sem aðildarríki
að EES og með gerð mikils fjölda
fríverslunarsamninga. - óká
AMERÍSKUR TRUKKUR Ekki er ólíklegt
að einhver kunni að sjá sér hag í að selja
gamla eldsneytishákinn aftur vestur yfir haf
haldi áfram sama þróun eldsneytisverðs.
Ný útflutningsgrein fundin
Viðskiptaráð Íslands vill auðvelda endurútflutning bíla.
„Vanskil hafa ekki verið lægri
sem hlutfall af útlánum á síð-
ustu sjö árum,“ segir Ragnar
Hafliðason hjá Fjármálaeftirlit-
inu.
Heildarvanskil við innlána-
stofnanir sem hlutfall af útlán-
um nema nú hálfu prósenti.
Það dró úr vanskilum fyrir-
tækja við innlánastofnanir um
0,1 prósentustig, milli annars og
þriðja fjórðungs, en þau nema
nú 0,4 prósentum.
Vanskil einstaklinga námu 0,8
prósentum við lok þriðja fjórð-
ungs sem er 0,2 prósentustig-
um minna en við lok sama fjórð-
ungs í fyrra.
Fjármálaeftirlitið bendir að
aukning útlána á undanförnum
misserum kunni að koma fram
í auknum vanskilum síðar. Þá
kynni þátttaka innlánastofnana
í fasteignalánum að hafa haft
áhrif á þróun vanskila, einkum
einstaklinga.
Heildarskuldir fólks og fyr-
irtækja við innlánastofnanir
nema nú rúmlega 4.280 millj-
örðum króna. Heildarvanskil-
in nema því yfir 21 milljarði
króna. Dráttarvextir eru nú 25
prósent. - ikh
Vanskil af lánum sjaldan minni
Fiskafli, á föstu verði, hefur
dregist saman um 4,4 prósent
það sem af er ári, miðað við sama
tíma í fyrra. Fiskaflinn í nóvem-
ber jókst hins vegar um 1,7 pró-
sent í síðasta mánuði, miðað við
nóvember í fyrra, á föstu verði,
að því er fram kemur í tölum
Hagstofunnar.
Þegar magn upp úr sjó er kann-
að, dróst þorskaflinn saman um
rúmlega 3.700 tonn í nóvember
miðað við sama tíma í fyrra og
karfaaflinn um tæp 430 tonn.
Hins vegar jókst ýsuafli um rúm-
lega 4.000 tonn og ufsaafli um
420 tonn.
330 tonnum meira veiddist af
uppsjávarfiski en á sama tíma
í fyrra. Nú var eingöngu veidd
síld, alls tæp 68.900 tonn.
Hagstofan segir að afli á föstu
verði sé reiknaður út til þess
að finna breytingu á verðmæti
heildaraflans að gefinni þeirri
forsendu að verðhlutföll milli
einstakra fisktegunda séu þau
sömu og á ákveðnu viðmiðunar-
ári sem sé árið 2004.
Aflaverðmæti íslenskra skipa
fyrstu níu mánuði ársins nam
62,3 milljörðum króna og jókst
um fjóra milljarða miðað við
sama tíma í fyrra. Aflaverðmætið
í september var 4,3 milljarðar og
dróst það saman um 1,6 milljarða
frá sama mánuði í fyrra. - ikh
Fiskafli dregst saman milli ára
Fundur stofnfjáreigenda í Byr
sparisjóði samþykkti í gær-
morgun sameiningu sjóðsins við
Sparisjóð Norðlendinga. „Þetta
var samhljóða samþykkt,“ segir
Ragnar Z. Guðjónsson, annar
sparisjóðsstjóra Byrs. Sameining
sjóðanna var í haust samþykkt
hjá Sparisjóði Norðlendinga.
„Núna er málið bara í vinnslu
hjá Fjármálaeftirlitinu og Sam-
keppniseftirlitinu og við vinn-
um áfram að málinu með þeim,“
bætir Ragnar við. Hann segir því
erfitt að spá fyrir um hvenær
samruninn gangi í gegn. - óká
Byr og SpNor
í sameiningu
Stofnfjáreigendur í Sparisjóðn-
um í Keflavik skráðu sig fyrir
um 98,5 prósentum af stofnfé
sem grunnréttur þeirra gaf rétt
til í nýafstöðnu stofnfjárútboði.
Að nafnverði var stofnfé aukið
um tæpar 1.587 milljónir króna.
„Um 92,3 prósent stofnfjáreig-
enda nýttu rétt sinn til að taka
þátt í útboðinu. Af þeim sem tóku
þátt í útboðinu skráðu 69,7 pró-
sent sig fyrir hámarksrétti. Því
er tryggt að allt sem í boði er
mun seljast til stofnfjáreigenda,“
segir í tilkynningu um útboðið,
en því lauk á mánudag. „Við
erum mjög ánægðir og þakklátir
fyrir góða þátttöku í útboðinu.
Hún sýnir að stofnfjáreigendur
hafa trú á sjóðnum,“ segir Geir-
mundur Kristinsson sparisjóðs-
stjóri SpKef. - óká
Stofnfé SpKef aukið
um 1,6 milljarða
F I M M T Á N S T Æ R S T U *
Stofnfjáreigandi hlutfall af stofnfé
Festa - lífeyrissjóður 9,8%
Kaupfélag Suðurnesja 8,9%
Icebank hf 8,3%
Kaupþing banki hf 6,9%
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf 4,9%
Fiskmarkaður Suðurnesja hf 4,9%
Þinghóll hf 4,4%
Félag iðn- og tæknigreina 3,2%
Suðurnesjamenn ehf 2,7%
Verslunarmannafélag Suðurnesja 1,8%
Miðvörður ehf 1,8%
F-14 ehf 1,0%
H-60 ehf 0,9%
AEG Fjárfesting ehf 0,9%
S-14 ehf 0,8%
Samtals 61,6%
*Fyrir stofnfjáraukningu
Ávöxtun sl. 1 ár m.v. 30.11.07 – ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Sjóður 9 – peningamarkaðsbréf er fjárfestingasjóður
skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfa- og fjárfestingasjóði. Glitnir Sjóðir er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar
er hægt að nálgast á heimasíðu Glitnis, www.glitnir.is. Athygli er vakin á að fjárfestingarsjóðir eru áhættumeiri fjárfestingarkostur en
verðbréfasjóðir skv. lögum.
*
KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á WWW.GLITNIR.IS/SJODIR EÐA HJÁ EIGNASTÝRINGU GLITNIS Í SÍMA 440 4900
FRÁBÆR SKAMMTÍMAÁVÖXTUN
Sjóður 9 hentar þeim sem leita að jafnri og stöðugri hækkun eigna. Sjóðurinn fjárfestir í víxlum, innlánum
eða öðrum skammtímaverðbréfum. Hann hentar sérlega vel sem skammtímaávöxtun og fyrir þá sem vilja
hafa greiðan aðgang að sparifé sínu. Inneign í sjóðnum er alltaf laus til útborgunar samdægurs og enginn
munur er á kaup- og sölugengi í sjóðnum.
15.3% ávöxtun*
SJÓÐUR 9 ÞINN ÁVINNINGUR