Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 12
MARKAÐURINN 19. DESEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR12
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Microsoft samningur og frír HP netþjónn
Með hverjum 10 Microsoft leyfum* fylgir nú HP ProLiant ML150
netþjónn frítt með, ásamt uppsetningu!
Einstakt tilboð til áramóta
*nánar á http://www.ok.is/msproliantfd
10+
Opin kerfi ehf. • Höfðabakka 9 • 110 Reykjavík • Sími 570 1000 • Fax 570 1001 • www.ok.is
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
7
2
3
9
5
Ingimar Karl Helgason
skrifar
„Þegar við skoðum neyslu, þá spyrjum við
ekki hvernig hún er fjármögnuð,“ segir
Guðrún R. Jónsdóttir, í vísitöludeild Hag-
stofunnar.
Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á út-
gjöldum heimilanna árin 2004 til 2006 eyðir
helmingur heimila meiru en hann aflar. Sá
fjórðungur þeirra sem hefur minnstar ráð-
stöfunartekjur að jafnaði eyðir fjórðungi
meira en hann aflar. „Sumir fjármagna
neyslu með lánum. Til dæmis geta náms-
menn haft útgjöld sem eru meiri en sem
nemur tekjunum,“ segir Guðrún.
Neysluútgjöld heimilanna hafa aukist
um tæplega átta prósent á tímabilinu 2003
til 2005, samkvæmt könnun Hagstofunnar.
Meðalútgjöldin voru tæplega 368 þúsund
krónur á mánuði. Á sama tíma hefur meðal-
stærð heimila minnkað lítillega og útgjöld á
mann því aukist um 9,1 prósent.
Tekjuminnsti fjórðungurinn, ríflega þrjá-
tíu þúsund heimili, hefur að jafnaði 239.687
krónur til ráðstöfunar á mánuði. Sami fjórð-
ungur eyðir að jafnaði 303.861 krónu á mán-
uði. Útgjöldin eru með öðrum orðum 126,8
prósent af ráðstöfunartekjum.
Hjá þeim fjórðungi heimila sem næst-
minnstar hefur tekjurnar, eru útgjöldin litlu
meiri en sem nemur tekjunum.
Þetta snýst hins vegar við þegar komið
er í tekjuhærri fjórðungana. Sá fjórðungur
sem hefur næstmestar tekjur eyðir að jafn-
aði 93,5 prósentum þeirra og sá hópur sem
mestar hefur tekjurnar eyðir 77,8 prósent-
um þeirra.
Í könnun Hagstofunnar er tekið tillit
til allra heimilistekna, þar á meðal fjár-
magnstekna, eftir skatta. Í útgjöldunum
felst meðal annars kostnaður af neysluvör-
um og þjónustu, leiguígildi vegna afnota af
eigin íbúð, tilkynninga- og vanskilagjöld.
Hins vegar er ekki gert ráð fyrir félags-
gjöldum og styrkjum, sektum og fasteigna-
kaupum.
Fram kemur í rannsókn Hagstofunnar að
heimili í dreifbýli eyða almennt meiru en
þau afla. Útgjöldin eru 0,3 prósentustigum
meiri en tekjurnar.
Heimili á höfuðborgarsvæðinu hafa al-
mennt mestar tekjur, tæplega 410 þúsund
krónur á mánuði. Heimili í þéttbýlisstöðum
utan höfuðborgarsvæðisins eru að jafnaði
með 364 þúsund krónur á mánuði en heimili
í dreifbýli hafa innan við 350 þúsund krón-
ur til ráðstöfunar.
Helmingur heimila í mínus
KEYPT Í MATINN Fjórðungur heimila eyðir mun meiru en hann aflar mánaðarlega.
Hluthafafundur Icebank hefur
valið nýtt bankaráð í kjölfar
breytinga á eignarhaldi bank-
ans.
Tveir stærstu sparisjóðir
landsins, Byr og SPRON, hafa
selt megnið af eignarhlut sínum
til annarra sparisjóða, helstu
stjórnenda bankans og annarra
fjárfesta. Sparisjóðir eiga engu
að síður meirihluta í Icebank,
57,3 prósent.
Úr stjórninni ganga Ragnar
Zophonías Guðjónsson og
Magnús Ægir Magnússon, spari-
sjóðsstjórar Byrs, og Guðmund-
ur Hauksson, forstjóri SPRON,
færist úr aðalstjórn í vara-
stjórn. Nýir menn í stjórn eru
Gísli Kjartansson frá Spari-
sjóði Mýrasýslu, Grímur Sæ-
mundsen, forstjóri Bláa lónsins
sem er varaformaður, og Stein-
þór Jónsson, hótelstjóri Hótels
Keflavíkur. Geirmundur Krist-
insson, sparisjóðsstjóri Spari-
sjóðsins í Keflavík, er formaður
ráðsins. Að auki er í ráðinu Frið-
rik Friðriksson frá Sparisjóði
Svarfdæla. - óká
Nýtt bankaráð
valið eftir breytingar
Breska íþróttavöruverslunin
Sports Direct birtir uppgjör sitt
fyrir fyrri hluta rekstrarársins
í dag. Markaðsaðilar telja líkur
á að rekstrarhagnaður félags-
ins nemi 40 milljónum punda,
jafnvirði rétt um 5,1 milljarði
króna. Gangi það eftir dregst
hagnaðurinn saman um fjöru-
tíu prósent á milli ára. Breska
dagblaðið Telegraph sagði um
miðjan október að Baugur ætti
eins prósents hlut í félaginu.
Það hefur ekki fengist staðfest.
Sports Direct var skráð á
markað í febrúar að undan-
gengnu útboði þar sem bréf í
félaginu fóru á 300 pens á hlut.
Gengið lækkaði fljótlega og
stóð í rúmum 143 pensum á hlut
þegar blaðið sagði Baug hafa
bæst í hluthafahópinn. Það hafði
eftir heimildarmönnum sínum
þá að verðmiðinn á félaginu hafi
verið hagstæður þá enda gengið
fallið um helming frá skrán-
ingu.
Lítið lát hefur verið á lækkana-
ferlinu og fór hluturinn undir 90
pens á mánudag og hafði aldrei
verið lægri. Markaðsaðilar hafa
af þessum sökum breytt verð-
mati sínu og mæla nú með því
að fjárfestar selji bréf sín í fé-
laginu. - jab
Spá samdrætti
hjá Sports
Direct
Ú T G J Ö L D 2 0 0 4 - 2 0 0 6
Ráðstöfunartekjur Heildarútgjöld
1. tekjufjórðungur 239.687 303.861
2. tekjufjórðungur 319.328 328.907
3. tekjufjórðungur 376.484 351.887
4. tekjufjórðungur 625.469 486.557
F
yrirtæki verða að vera
vakandi fyrir því að
halda tryggð við við-
skiptavini sína og sjá
hag í því að efla við-
skiptatryggð með ýmsu móti,“
segir Júlíus Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri Lausna, markaðs-
fyrirtækis sem sérhæfir sig í
aðstoð við fyrirtæki, stofnanir
og aðra við að greina þarfir
og væntingar viðskiptavina.
Lausnir luku nýverið við könnun
á svonefndri viðskiptatryggð.
Stuðst var við við úrtak 150
stjórnenda stórra og meðal-
stórra fyrirtækja hér á landi.
Svarhlutfall var 76 prósent, sem
merkir að 114 svöruðu.
Í könnuninni kemur fram að
mikill meirihluti þátttakenda
hafi unnið að því skipulega eða
keypt þjónustu, gagngert til þess
að halda í viðskiptavini sína.
Júlíus segir könnunina sýna að
þeir sem hafi beitt skipulögðum
aðgerðum sem þessum hafi séð
mikinn árangur. Nokkrir þættir
skipti máli, svo sem aukin sam-
skipti við viðskiptavini, kannanir,
námskeið og fleira í þeim dúr.
„Menn og fyrirtæki eru farin
að tengja sig betur viðskipta-
vininum,“ segir hann og leggur
áherslu á mikilvægi þessa.
Í könnuninni kemur sömuleiðis
fram að stjórnendur margra
fyrirtækja telja að fyrirtæki
þeirra tapi sem nemi fimm pró-
sentum af heildartekjum vegna
tapaðra viðskiptavina. Þetta er
eðlilega mishátt en getur numið
allt að 50 milljónum króna hjá
fyrirtæki sem er með tekjur upp
á einn milljarð króna. Upphæðin
eykst svo í hlutfalli við tekjurnar.
Júlíus segir að þarna sé í fyrsta
sinn kominn verðmiði á tapaða
viðskiptavini. „Fyrir brot af 50
milljónum er hægt að gera mjög
vel við viðskiptavinina,“ segir
hann.
Júlíus segir að þegar við-
skiptavinir yfirgefi fyrirtæki
verði þau að leita leiða til að
afla nýrra í þeirra stað. Það geti
hins vegar orðið ærið dýrkeypt,
að sögn Júlíusar, sem bendir á
bandaríska könnun dr. Pauls R.
Timms, eins af þekktustu fyrir-
lesurum í heimi á sviði stjórn-
unar, að kostnaðurinn geti orðið
fimmfalt hærri en að halda í við-
skiptavinina. „Það er því arð-
bær fjárfesting hjá fyrirtækjum
að halda í viðskiptavini sína og
gera vel við þá,“ segir hann.
- jab
Viðskiptatryggð margborgar sig
100%
80%
60%
40%
20%
0%
MJÖG
ÓÁNÆGÐUR
ÓÁNÆGÐUR HLUTLAUS ÁNÆGÐUR MJÖG
ÁNÆGÐUR
Óánægja Áhugaleysi Hrifning
T E N G S L Á N Æ G J U
O G V I Ð S K I P T A T R Y G G Ð A R
VIÐSKIPTATRYGGÐ
Byggt á: Heskett, J.L., Sasser, W.E. og Schlesinger, L.A. (1997). How Leading Companies Link Profit
and Growth to Loyalty, Satisfaction, and Value. New York: The Free Press.