Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 8
MarsKAÐURINN 19. DESEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR8
Ú T T E K T
Stýrivextir munu standa í sléttum fjórtán
prósentum taki Seðlabanki Íslands ákvörð-
un um 0,25 prósentustiga vaxtahækkun á
aukavaxtaákvörðunardegi bankans á morg-
un. Slík hækkun væri raunar í takt við þann
vaxtaferil sem Seðlabankinn hefur kynnt í
efnahagsriti sínu Peningamálum og þá skoð-
un sem lýst var á síðasta vaxtaákvörðunar-
fundi bankans 1. nóvember síðastliðinn, að
yrði hagþróun hér ekki hagfelld gæti komið
til þess að vextir hækkuðu enn frekar. Á
þeim fundi kynnti bankinn 0,45 prósentustiga
hækkun stýrivaxta, upp í 13,75 prósent. Þar
áður voru stýrivextir Seðlabankans síðast
hækkaðir í desember í fyrra.
Í Peningamálum, efnahagsriti Seðlabank-
ans sem út kom samhliða síðustu stýrivaxta-
ákvörðun, var birt sú þjóðhags- og verð-
bólguspá sem lá til grundvallar vaxtaákvörð-
un bankans. Þar er spáð tæplega 1,0 prósents
hagvexti á þessu ári, 0,4 prósentum á því
næsta og 2,0 prósenta samdrætti í vergri
landsframleiðslu árið 2009. Síðasta fimmtu-
dag birti Hagstofa Íslands tölur um hagvöxt
sem virðist stefna í að verða töluvert meiri á
þessu ári en Seðlabankinn reiknaði með í spá
sinni. Á fyrstu níu mánuðum ársins mældist
hagvöxtur hér 2,7 prósent.
NEIKVÆÐARI ÁHRIF EN EFNI STANDA TIL
Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í
Reykjavík, segir ljóst að með vaxtalækk-
unum seðlabanka austanhafs og vestan hafi
vaxtamunur milli Íslands og umheimsins
aukist. „Það að halda vöxtum
óbreyttum jafngildir þess vegna vaxtahækk-
un, í ljósi þess að vextir hafa lækkað í um-
heiminum,“ segir hann og bætir við að vegna
þessa þyrfti Seðlabankinn líklega að lækka
vexti um 25 punkta til þess eins að viðhalda
óbreyttum vaxtamun. „Því auðvitað gildir
vaxtamunurinn í þessum efnum og ljóst að
vextirnir eru komnir í þær ofurhæðir að ekki
breytir öllu um atferli manna hvort þeir eru
25 punktum hærri eða lægri.“ Ólafur segir að
ákvörðun um stýrivexti hljóti að taka mið af
hinu viðkvæma markaðsástandi sem nú ríkir
og um leið þeirri staðreynd að seðlabankar í
umheiminum leitist nú við að afstýra niður-
sveiflu.
Greiningardeild Landsbanka Íslands metur
hins vegar stöðuna svo að allar líkur séu á
að Seðlabankinn hækki stýrivexti á morgun.
Bankinn spáir 25 punkta hækkun.
Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur
greiningardeildar Landsbankans, segir mat
greiningardeildarinnar að Seðlabankinn muni
hækka stýrivexti á morgun. Sjálfur segist
hann þeirrar skoðunar að bankinn ætti ekki
að hækka vexti.
„Vaxtahækkun yrði í takt við það sem
bankinn hefur sagt um þörf á meira aðhaldi
vegna vísbendinga um efnahagslega þenslu,“
segir Björn Rúnar og bætir við að milli tölur
Hagstofunnar um hagvöxt hafi ýtt fremur
undir slíka túlkun á þróun hagstærða. „Við
erum með hagvöxt upp á 4,3 prósent á þriðja
ársfjórðungi og ákveð-
inn stíganda í
hagkerfinu innan ársins. Það sama má svo
segja um einkaneyslu, sem er ein meginvís-
bendingin um eftirspurnina.“ Björn Rúnar
segir líka að fjárfesting hafi dregist minna
saman en reiknað hafi verið með og þótt fram
undan væri frekari samdráttur í fjárfestingu
túlki bankinn trúlega stíganda í hagvexti og
einkaneyslu sem merki um of mikla þenslu.
„Svo má auðvitað segja að vinnumarkaður
sé áfram á fullu blússi, atvinnuleysi er enn
mjög lágt, eða 0,8 prósent, og ber því allt að
sama brunni hvað þetta varðar,“ segir hann
og telur að Seðlabankinn vilji koma á fram-
færi ákveðnum skilaboðum um að frekara
aðhalds sé þörf með 25 prósentustiga hækk-
un stýrivaxta. „En á móti kemur náttúrlega
þessi órói á alþjóðamörkuðum og sú stað-
reynd að erlendir seðlabankar hafa verið að
lækka, svo sem í Bretlandi og Bandaríkjun-
um. Það eykur auðvitað aðhaldið í einhverj-
um skilningi.“
Björn Rúnar segist hins vegar sjálfur
telja vaxtahækkun misráðna, hún sé að-
gerð sem fresti vandanum fremur en leysi
hann. „Ég held að samdráttur á fasteigna-
markaði sé rétt handan við hornið og 25
punkta hækkun á stýrivöxtum til eða frá
breyti engu þar um. Síðan held ég að þessi
hliðaráhrif sem háir stýrivextir hafa á gengi
krónunnar séu neikvæð þegar upp er staðið.
Þau halda uppi of mikilli eftirspurn eftir inn-
flutningi og búa í haginn fyrir gengisfellingu
síðar,“ segir Björn
Rúnar og kveðst
telja að lækkun
ÓLAFUR ÍSLEIFSSON Ólafur, sem er lektor
við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík
og einn af helstu efnahagssérfræðingum
þjóðarinnar, segir stýrivexti hér svo háa að
óþarft sé að hækka frekar. MARKAÐURINN/GVA
Skrúfan herðist við óbreytt
Ekki eru allir á einu máli um hvaða niðurstöðu Seðlabanki Íslands muni kynna á aukavaxtaákvörðunardegi bankans á
halda vöxtum óbreyttum eða hækka um 0,25 prósentustig. Í hagkerfinu eru vísbendingar um aukna þenslu, um leið og
drátt á næstu misserum. Þá er hart í ári á fjármálamörkuðum, verð hlutabréfa hefur lækkað og sér ekki fyrir endann á
í Bandaríkjunum. Sömuleiðis hefur vaxtamunur við útlönd aukist eftir nýlegar stýrivaxtalækkanir í Bandaríkjunum og
Kristján Ármannsson tók tali nokkra helstu sérfræðinga þjóðarinnar í hagstjórn og málefnum Seðlabankans. Annars vegar
bankann kynna á morgun og hins vegar hvaða leið bankinn ætti að fara í ákvörðun sinni.
2,4 2,3
1,8
2,2
3,2
3,9
3,6 3,7 3,4
3,7 3,8 3,9
4,0
4,5 4,7 4,3
2,9 2,8
3,5 3,7
4,8 4,6
4,2 4,1
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
2004 2005
Verðbólgumarkmið Seðlabankans 2,5%
V E R Ð B Ó L G U M Æ L I N G H A
Greiningardeild gerir ekki ráð fyrir
vaxtahækkun á næsta vaxtaákvörðunar-
fundi Seðlabankans hinn 20. desember.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá síð-
asta vaxtaákvörðunarfundi bankans 1.
nóvember síðastliðinn – lausafjárskort-
ur á alþjóðamörkuðum er enn viðvarandi
og hlutabréfaverð hefur haldið áfram að
lækka um allan heim. Það er nú
ljóst að lausafjár kreppan mun
brátt fara að verka sem hemill
á íslenska hagkerfið þar sem
lánakjör hafa versnað í útlönd-
um og íslenskar lánastofnanir
eru orðnar mjög tregar til út-
lána líkt og systur þeirra ytra.
Flest bendir til þess að veðra-
brigði séu í nánd hérlendis
með kólnun hagkerfisins – um
leið og jólaskapið rennur af
mönnum á nýju ári og gríðar-
lega háir raunvextir fara að
segja til sín.
MIKILL ÁRANGUR AF
SÍÐUSTU VAXTAHÆKKUN
Við þetta bætist einnig að síðasta vaxta-
hækkun hinn 1. nóvember síðastliðinn
hefur skilað verulegu aðhaldi, svo sem
með hækkun á vöxtum allra fasteignalán-
veitenda hérlendis. Aukinheldur hafa þeir
lykilatburðir sem nefndir voru í síðustu
Peningamálum sem ástæða fyrir frekari
vaxtahækkunum – þ.e. nýir kjarasamn-
ingar og lækkun krónunnar – ekki komið
fram. Það er ólíklegt að mati Greiningar-
deildar að Seðlabankinn hækki vexti ofan
í ógerða kjarasamninga eða ósamþykkt-
ar skattalækkanir af hálfu ríkisins – enda
engin ástæða til þess að ætla að óreyndu
að aðilar vinnumarkaðarins fari út fyrir
sett mörk varðandi efnahagslegan stöðug-
leika. Að sönnu hefur verðbólga mælst
fremur há í síðustu mælingum en hana
má að miklu leyti rekja til hærra verðs
á olíu og matvælum – sem eru
þættir sem ráðast af heims-
markaði og Seðlabanki Íslands
hefur ekki vald á. Enn frem-
ur hefur síðasta vaxtahækkun
sjálf leitt til þess að húsnæðis-
kostnaður hefur hækkað í vísi-
tölu neysluverðs.
HRAÐARA VAXTALÆKKUNAR-
FERLI
Sama hver ákvörðun Seðla-
bankans verður á fimmtudag-
inn næstkomandi eru aukn-
ar líkur á kólnun hag kerfisins
og þar með hraðara vaxta-
lækkunar ferli. Lausafjár-
kreppan ytra hlýtur að hliðra öllum hag-
vaxtarhorfum til og einnig leiða til mun
hraðara vaxtalækkunarferlis á árunum
2008 til 2009 samhliða verri hagvaxt-
arhorfum. Slíks sér enn ekki stað í hag-
tölum – ekki enn – en hlýtur að gerast
eftir þrjá til sex mánuði miðað við núver-
andi aðstæður á lánamörkuðum. Sú stað-
reynd virðist ekki enn hafa verið verð-
lögð inn á lengri endanum á skuldabréfa-
markaðinum hérlendis.
Hálffimm-fréttir 17. desember 2007
ÁSGEIR JÓNSSON Ásgeir,
sem er forstöðumaður grein-
ingardeildar Kaupþings, telur
stýrivaxtahækkun nú óráð-
lega og býst við óbreyttum
vöxtum.
Hækkar ekki vexti
Bankastjórn Seðlabanka Íslands mun
koma saman í vikunni og tilkynna stýri-
vaxtaákvörðun sína á fimmtudag klukk-
an níu. Við spáum því að bankastjórn
haldi óbreyttum vöxtum í 13,75 prósent-
um enn um sinn.
Líkur á stýrivaxtahækkun hafa þó
heldur aukist að undanförnu. Verðbólgu-
þrýstingur hefur farið vaxandi síðustu
mánuði ársins, mæld verðbólga var 5,9
prósent á ársgrundvelli í desember og
undirliggjandi verðbólga nálgast 8 pró-
sent. Verðbólgan hefur verið yfir spá
Seðlabankans þennan tíma. Þá benda
landsframleiðslutölur fyrstu þriggja
fjórðunga ársins til meiri hagvaxtar og
framleiðsluspennu á árinu en Seðlabank-
inn reiknaði með í þjóðhagsspá þeirri
sem kom út 1. nóvember.
Á móti vegur að sviptingar á alþjóð-
legum fjármálamörkuðum að undan-
förnu hafa leitt til þess að lánskjör fjár-
málafyrirtækja hafa versnað og fram-
boð lánsfjármagns hefur dregist saman.
Þetta mun draga úr eftirspurn í hag-
kerfinu á næstunni og þar með verð-
bólguþrýstingi. Þá munu eignaverðs-
áhrif lækkunar á hlutabréfamarkaði að
undanförnu einnig draga úr innlendri
eftirspurn. Þessu til viðbótar hafa líkur á
hægum hagvexti á næstunni í Bandaríkj-
unum og víðar meðal helstu viðskipta-
landanna aukist. Við þetta má bæta að
kjarasamningar standa nú yfir en niður-
staða þeirra skiptir miklu um hvert er
skynsamlegt næsta skref Seðlabankans.
Við búumst við hörðum tóni Seðla-
bankamanna í þeim rökstuðningi sem
fylgir vaxtaákvörðun þeirra á fimmtu-
daginn kemur. Þeir munu halda galopn-
um þeim möguleika að vextir verði hækk-
aðir á þarnæsta vaxtaákvörðunarfundi
þeirra sem er 14. febrúar næstkomandi
og halda stíft fram þeirri skoðun að svig-
rúm til vaxtalækkunar muni ekki skapast
fyrr en eftir mitt næsta ár.
Greining Glitnis 17. desember 2007
INGÓLFUR BENDER Ingólfur, sem er forstöðumaður
greiningardeildar Glitnis, telur að stýrivextir eigi að
vera óbreyttir.
Óbreyttir vextir að sinni
GREININGARDEILD KAUPÞINGS GREININGARDEILD GLITNIS